Álag að fara með hjartveik börn til útlanda Hugrún Halldórsdóttir skrifar 11. ágúst 2011 19:30 Sigríður Rut á dóttur sem greindist með alvarlegan hjartagalla og fór í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð í Boston aðeins þriggja mánaða gömul. Það er álag fyrir alla fjölskylduna að þurfa að fara með barn til útlanda í hjartaaðgerð og því er mikilvægt að viðeigandi tækjabúnaður sé til á Íslandi. Þetta segir móðir hjartveiks barns sem hefur þurft að leita læknishjálpar út fyrir landsteinana. Sigríður Rut Stanleysdóttir fæddi tvíburana Heklu Björk og Kötlu Dögg Hólmarsdætur árið 2000. Sú fyrrnefnda greindist með alvarlegan hjartagalla og fór í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð í Boston aðeins þriggja mánaða gömul, en hún hefur síðan þá gengist undir fleiri aðgerðir. „Hún hefur þurft að berjast nokkrum sinnum fyrir lífi sínu. En við höfum verið það lánsöm, bæði með læknana út í Boston og ekki síst, sem ég þakka sérstaklega fyrir, læknana hérna á Íslandi sem eru alveg einstakir," segir Sigríður Rut. Fréttastofa kynntist mæðgunum í dag þegar söfnunin „Á Allra vörum," sem hefst á mrogun var kynnt til sögunnar. Í ár verður safnað fyrir Neistann, félag hjartveikra barna en markmiðið er að endurnýja hjartatæki Barnaspítala Hringsins, sem er komið vel til ára sinna. „Það er heilmikið álag fyrir alla fjölskylduna að fara með barn erlendis í aðgerðir og þess vegna myndu menn helst að það væri hægt að gera sem mest hérna heima og þá þýðir það náttúrulega að það vantar tækjabúnað," segir Sigríður. Með nýju tæki komast börn fyrr í rannsókn og þannig verður frekar hægt að fyrirbyggja stærri vandamál. Sigríður segir lífsnauðsynlegt að nýjasta tækni sé í boði fyrir hjartveik börn og bendir í því samhengi á mikilvægi nýs búnaðar sem dóttir hennar hefur fengið. „Hún hefði ekki átt neinar lífslíkur bara fyrir fimm árum síðan. Það bara bjargar hennar lífi, að hún er með þennan hjartabúnað," segir Sigríður. Um 70 börn greinast árlega með hjartagalla hér á landi og þarf tæplega helmingurinn að gangast undir aðgerð. Því er augséð að margir eiga eftir að njóta góðs af tækjakaupunum. Sigríður vonast til að þjóðin taki átakinu jafn vel og fyrri ár. „Ég trúi ekki öðru en að þetta komi vel við hjartað í öllum, eins og hann segir hann Páll Óskar." Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira
Það er álag fyrir alla fjölskylduna að þurfa að fara með barn til útlanda í hjartaaðgerð og því er mikilvægt að viðeigandi tækjabúnaður sé til á Íslandi. Þetta segir móðir hjartveiks barns sem hefur þurft að leita læknishjálpar út fyrir landsteinana. Sigríður Rut Stanleysdóttir fæddi tvíburana Heklu Björk og Kötlu Dögg Hólmarsdætur árið 2000. Sú fyrrnefnda greindist með alvarlegan hjartagalla og fór í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð í Boston aðeins þriggja mánaða gömul, en hún hefur síðan þá gengist undir fleiri aðgerðir. „Hún hefur þurft að berjast nokkrum sinnum fyrir lífi sínu. En við höfum verið það lánsöm, bæði með læknana út í Boston og ekki síst, sem ég þakka sérstaklega fyrir, læknana hérna á Íslandi sem eru alveg einstakir," segir Sigríður Rut. Fréttastofa kynntist mæðgunum í dag þegar söfnunin „Á Allra vörum," sem hefst á mrogun var kynnt til sögunnar. Í ár verður safnað fyrir Neistann, félag hjartveikra barna en markmiðið er að endurnýja hjartatæki Barnaspítala Hringsins, sem er komið vel til ára sinna. „Það er heilmikið álag fyrir alla fjölskylduna að fara með barn erlendis í aðgerðir og þess vegna myndu menn helst að það væri hægt að gera sem mest hérna heima og þá þýðir það náttúrulega að það vantar tækjabúnað," segir Sigríður. Með nýju tæki komast börn fyrr í rannsókn og þannig verður frekar hægt að fyrirbyggja stærri vandamál. Sigríður segir lífsnauðsynlegt að nýjasta tækni sé í boði fyrir hjartveik börn og bendir í því samhengi á mikilvægi nýs búnaðar sem dóttir hennar hefur fengið. „Hún hefði ekki átt neinar lífslíkur bara fyrir fimm árum síðan. Það bara bjargar hennar lífi, að hún er með þennan hjartabúnað," segir Sigríður. Um 70 börn greinast árlega með hjartagalla hér á landi og þarf tæplega helmingurinn að gangast undir aðgerð. Því er augséð að margir eiga eftir að njóta góðs af tækjakaupunum. Sigríður vonast til að þjóðin taki átakinu jafn vel og fyrri ár. „Ég trúi ekki öðru en að þetta komi vel við hjartað í öllum, eins og hann segir hann Páll Óskar."
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira