Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt 7. febrúar 2011 21:07 Haraldur Flosi. „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er," segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að ráðningu Bjarna verði frestað, en Kjartan gerir alvarlegar athugasemdir við ráðningaferlið. Hann segir m.a. að stjórnarmenn hafi ekki fengið að taka fullan þátt í ferlinu. Þess í stað hafi tveir einstaklingar utan stjórnarinnar annast að mestu leyti val umsækjenda án þess að hafa til þess umboð stjórnarinnar. Um yfirlýsingar Kjartans segir Haraldur: „Ég er svolítið hissa á þeim." Haraldur bendir á að allt frá því að forstjórastaðan hafi verið auglýst um miðjan desember hafi upplýsingar um ráðningaferlið legið fyrir. Listi yfir umsækjendur og allar umsóknir hafi verið aðgengilegar fyrir stjórnarmenn Orkuveitunnar. Stjórnarmenn hafi þannig verið vel upplýstir um gang mála. Ennfremur segir Haraldur að af þeim 60 sem sóttu um stöðuna hafi tíu verið boðaðir í stöðluð viðtöl. Í framhaldinu hafi 4-5 umsækjendur verið boðaðir í viðamikil rök- og persónuleikapróf. Af því loknu hafi þrír verið metnir hæfastir og að einn þeirra hafi dregið umsókn sína til baka. Haraldur segir að fyrir vikið hafi valið staðið á milli tveggja umsækjenda sem metnir hafi verið jafnhæfir. Haraldur vill sem minnst segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim. Við erum að fara nýja leið með þessa hluti og það er mín bjargfasta trú að þessi leið sé fagleg og gagnleg." Tengdar fréttir Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmaður eða innri endurskoðandi borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi. 1. febrúar 2011 17:34 Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. 7. febrúar 2011 11:55 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er," segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að ráðningu Bjarna verði frestað, en Kjartan gerir alvarlegar athugasemdir við ráðningaferlið. Hann segir m.a. að stjórnarmenn hafi ekki fengið að taka fullan þátt í ferlinu. Þess í stað hafi tveir einstaklingar utan stjórnarinnar annast að mestu leyti val umsækjenda án þess að hafa til þess umboð stjórnarinnar. Um yfirlýsingar Kjartans segir Haraldur: „Ég er svolítið hissa á þeim." Haraldur bendir á að allt frá því að forstjórastaðan hafi verið auglýst um miðjan desember hafi upplýsingar um ráðningaferlið legið fyrir. Listi yfir umsækjendur og allar umsóknir hafi verið aðgengilegar fyrir stjórnarmenn Orkuveitunnar. Stjórnarmenn hafi þannig verið vel upplýstir um gang mála. Ennfremur segir Haraldur að af þeim 60 sem sóttu um stöðuna hafi tíu verið boðaðir í stöðluð viðtöl. Í framhaldinu hafi 4-5 umsækjendur verið boðaðir í viðamikil rök- og persónuleikapróf. Af því loknu hafi þrír verið metnir hæfastir og að einn þeirra hafi dregið umsókn sína til baka. Haraldur segir að fyrir vikið hafi valið staðið á milli tveggja umsækjenda sem metnir hafi verið jafnhæfir. Haraldur vill sem minnst segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim. Við erum að fara nýja leið með þessa hluti og það er mín bjargfasta trú að þessi leið sé fagleg og gagnleg."
Tengdar fréttir Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmaður eða innri endurskoðandi borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi. 1. febrúar 2011 17:34 Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. 7. febrúar 2011 11:55 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmaður eða innri endurskoðandi borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi. 1. febrúar 2011 17:34
Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15
Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. 7. febrúar 2011 11:55
Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44