Hugræn atferlismeðferð Eiríkur Örn Arnarson skrifar 30. ágúst 2011 06:00 Félag um Hugræna atferlismeðferð (FHAM) var stofnað árið 1987 af sjö sálfræðingum. Varla datt nokkru okkar í hug að tuttugu og fjórum árum síðar yrði tala félaga orðin 260 og komið yrði á skipulegt eins og tveggja ára nám í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og The Cognitive Therapy Centre í Oxford í Englandi. Þegar hafa 79 HAM-sérfræðingar útskrifast úr tveggja ára námi auk 12 handleiðara með viðbótarmenntun. Einnig hefur verið boðið upp á eins árs þverfaglegt(u) hagnýtt(u) grunnnám(i) í HAM og 80 lokið námi eða samtals hátt í tvö hundruð einstaklingar. Í náminu er áhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar. Lagt hefur verið upp úr hagnýtum, reynslumiðuðum kennsluaðferðum og að meta hugsanir, líðan og atferli. Einnig er lögð áhersla á hugræna atferlismeðferðklínískravandkvæða byggða á rannsóknarniðurstöðum og klínískar rannsóknaraðferðir. Handleiðsla er veitt af sérfræðingum í HAM. Mat á árangri er byggt á þátttöku, hópvinnu, einstaklingsverkefnum og meðferð. Klínísk meðferðarvinna er metin og þátttakendur hljóta skírteini í lok formlegrar þjálfunar, en námið uppfyllir kröfur Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð (EABCT) og er metið til eininga hjá EHÍ. FHAM hefur tekið þátt í starfi Evrópsku samtakanna um hugræna atferlismeðferð (EABCT) í meira en 20 ár og hefur einn félaganna verið formaður þeirra. Félagið hefur verið ötult við að kynna HAM á Íslandi með því að bjóða upp á námskeið og fyrirlestra þekktra fræðimanna. FHAM hélt vel heppnað Norrænt þing um hugræna atferlismeðferð á árinu 1992 og tóku 150 manns þátt. Vinsældir HAM á Íslandi og vaxandi styrkur FHAM varð félaginu hvatning til að taka þeirri áskorun að halda 41. EABCT ráðstefnuna á Íslandi dagana 31. ágúst - 3. September n.k. og hafa 1.200 þátttakendur frá 38 löndum og öllum heimsálfum skráð sig á ráðstefnuna . HAM sækir aðferðarfræði sína til atferlisfræði og atferlisgreiningar. Þannig eru hugsanir litnar svipuðum augum og atferli. Það má fylgjast með hugsunum og skrá hvenær þær skjóta upp kolli, við hvaða aðstæður, stiga ágengni þeirra og hve oft þær láta á sér bæra. Þannig má greina hvernig þær tengjast atferli. Með því að skrá einnig líðan má sjá hvernig hugsanir tengjast henni. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að meta árangur HAM eftir megindlegri aðferðarfræði. Á þann hátt hefur verið unnt að setja fram kenningar, skrá og vinna úr upplýsingum, sjá hvernig fram vindur og marka leið fram á við. Þannig þróaðist meðferðin úr því að vera einungis ætluð þunglyndum í að vera kjörmeðferð fyrir mörg geðræn vandamál. HAM einkennist af samvinnu byggðri á reynslu og er meðferðin aðgengileg því skjólstæðingur tekur virkan þátt í meðferð. Reynslusamvinnan býður upp á sameiginlega nálgun í meðferð þar sem skjólstæðingur safnar gögnum, sem hann fer yfir með þerapista. Þeir vinna saman, skilgreina vanda, gera tilraunir, prófa tilgátur og bera saman leiðir til að greiða úr vanda. Þerapisti er alltaf virkur og beitir s.n. Sókratískri samtalsaðferð og leiðbeinir. Virðing fyrir skjólstæðingi er hluti af ferlinu. Samvinna einstaklinga við að fá hugræna mynd af vandamálum skjólstæðings er miðlæg, hún gerir ferlið og stefnuna skýra og leiðir til markmiða, sem eru í stöðugri mótun og leiðarvísir fyrir meðferð. Stjórnvöld og heilbrigðistryggingakerfið gera kröfu um að meðferð sé markviss, skilvirk, byggð á lausnum og vísindalega sannreynd. Þegar fólk hefur meðferð, tekur frá tíma, leggur fram peninga og tilfinningalega orku vill það vera visst um að líkur á árangri séu góðar. Niðurstöður vísindalegra rannsókna á HAM hafa leitt í ljós að hún er árangursrík aðferð til að draga úr einkennum og tíðni bakslaga geðraskana með eða án lyfjagjafar og m.t.t. tíma og kostnaðar telst meðferðin hagkvæm . Þegar útgjöld heilbrigðismála takmarka svigrúm til að veita sálfræðilega meðferð er mikilvægt að horft sé til gagnreyndrar sálfræðimeðferðar, en vinna þarf að því að bæta aðgengi að sálfræðilegri meðferð. Talið er að HAM muni vaxa fiskur um hrygg eftir því sem kröfur um góða geðheilsu almennings eykst. Enn er ónefnt að aðferðir byggðar HAM gætu komið að góðu gagni í heilbrigðis-, félags- og skólakerfinu við það að fyrirbyggja þróun ýmissa sálrænna vandkvæða. Þar er óplægður akur og verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Félag um Hugræna atferlismeðferð (FHAM) var stofnað árið 1987 af sjö sálfræðingum. Varla datt nokkru okkar í hug að tuttugu og fjórum árum síðar yrði tala félaga orðin 260 og komið yrði á skipulegt eins og tveggja ára nám í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og The Cognitive Therapy Centre í Oxford í Englandi. Þegar hafa 79 HAM-sérfræðingar útskrifast úr tveggja ára námi auk 12 handleiðara með viðbótarmenntun. Einnig hefur verið boðið upp á eins árs þverfaglegt(u) hagnýtt(u) grunnnám(i) í HAM og 80 lokið námi eða samtals hátt í tvö hundruð einstaklingar. Í náminu er áhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar. Lagt hefur verið upp úr hagnýtum, reynslumiðuðum kennsluaðferðum og að meta hugsanir, líðan og atferli. Einnig er lögð áhersla á hugræna atferlismeðferðklínískravandkvæða byggða á rannsóknarniðurstöðum og klínískar rannsóknaraðferðir. Handleiðsla er veitt af sérfræðingum í HAM. Mat á árangri er byggt á þátttöku, hópvinnu, einstaklingsverkefnum og meðferð. Klínísk meðferðarvinna er metin og þátttakendur hljóta skírteini í lok formlegrar þjálfunar, en námið uppfyllir kröfur Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð (EABCT) og er metið til eininga hjá EHÍ. FHAM hefur tekið þátt í starfi Evrópsku samtakanna um hugræna atferlismeðferð (EABCT) í meira en 20 ár og hefur einn félaganna verið formaður þeirra. Félagið hefur verið ötult við að kynna HAM á Íslandi með því að bjóða upp á námskeið og fyrirlestra þekktra fræðimanna. FHAM hélt vel heppnað Norrænt þing um hugræna atferlismeðferð á árinu 1992 og tóku 150 manns þátt. Vinsældir HAM á Íslandi og vaxandi styrkur FHAM varð félaginu hvatning til að taka þeirri áskorun að halda 41. EABCT ráðstefnuna á Íslandi dagana 31. ágúst - 3. September n.k. og hafa 1.200 þátttakendur frá 38 löndum og öllum heimsálfum skráð sig á ráðstefnuna . HAM sækir aðferðarfræði sína til atferlisfræði og atferlisgreiningar. Þannig eru hugsanir litnar svipuðum augum og atferli. Það má fylgjast með hugsunum og skrá hvenær þær skjóta upp kolli, við hvaða aðstæður, stiga ágengni þeirra og hve oft þær láta á sér bæra. Þannig má greina hvernig þær tengjast atferli. Með því að skrá einnig líðan má sjá hvernig hugsanir tengjast henni. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að meta árangur HAM eftir megindlegri aðferðarfræði. Á þann hátt hefur verið unnt að setja fram kenningar, skrá og vinna úr upplýsingum, sjá hvernig fram vindur og marka leið fram á við. Þannig þróaðist meðferðin úr því að vera einungis ætluð þunglyndum í að vera kjörmeðferð fyrir mörg geðræn vandamál. HAM einkennist af samvinnu byggðri á reynslu og er meðferðin aðgengileg því skjólstæðingur tekur virkan þátt í meðferð. Reynslusamvinnan býður upp á sameiginlega nálgun í meðferð þar sem skjólstæðingur safnar gögnum, sem hann fer yfir með þerapista. Þeir vinna saman, skilgreina vanda, gera tilraunir, prófa tilgátur og bera saman leiðir til að greiða úr vanda. Þerapisti er alltaf virkur og beitir s.n. Sókratískri samtalsaðferð og leiðbeinir. Virðing fyrir skjólstæðingi er hluti af ferlinu. Samvinna einstaklinga við að fá hugræna mynd af vandamálum skjólstæðings er miðlæg, hún gerir ferlið og stefnuna skýra og leiðir til markmiða, sem eru í stöðugri mótun og leiðarvísir fyrir meðferð. Stjórnvöld og heilbrigðistryggingakerfið gera kröfu um að meðferð sé markviss, skilvirk, byggð á lausnum og vísindalega sannreynd. Þegar fólk hefur meðferð, tekur frá tíma, leggur fram peninga og tilfinningalega orku vill það vera visst um að líkur á árangri séu góðar. Niðurstöður vísindalegra rannsókna á HAM hafa leitt í ljós að hún er árangursrík aðferð til að draga úr einkennum og tíðni bakslaga geðraskana með eða án lyfjagjafar og m.t.t. tíma og kostnaðar telst meðferðin hagkvæm . Þegar útgjöld heilbrigðismála takmarka svigrúm til að veita sálfræðilega meðferð er mikilvægt að horft sé til gagnreyndrar sálfræðimeðferðar, en vinna þarf að því að bæta aðgengi að sálfræðilegri meðferð. Talið er að HAM muni vaxa fiskur um hrygg eftir því sem kröfur um góða geðheilsu almennings eykst. Enn er ónefnt að aðferðir byggðar HAM gætu komið að góðu gagni í heilbrigðis-, félags- og skólakerfinu við það að fyrirbyggja þróun ýmissa sálrænna vandkvæða. Þar er óplægður akur og verk að vinna.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun