Hugræn atferlismeðferð Eiríkur Örn Arnarson skrifar 30. ágúst 2011 06:00 Félag um Hugræna atferlismeðferð (FHAM) var stofnað árið 1987 af sjö sálfræðingum. Varla datt nokkru okkar í hug að tuttugu og fjórum árum síðar yrði tala félaga orðin 260 og komið yrði á skipulegt eins og tveggja ára nám í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og The Cognitive Therapy Centre í Oxford í Englandi. Þegar hafa 79 HAM-sérfræðingar útskrifast úr tveggja ára námi auk 12 handleiðara með viðbótarmenntun. Einnig hefur verið boðið upp á eins árs þverfaglegt(u) hagnýtt(u) grunnnám(i) í HAM og 80 lokið námi eða samtals hátt í tvö hundruð einstaklingar. Í náminu er áhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar. Lagt hefur verið upp úr hagnýtum, reynslumiðuðum kennsluaðferðum og að meta hugsanir, líðan og atferli. Einnig er lögð áhersla á hugræna atferlismeðferðklínískravandkvæða byggða á rannsóknarniðurstöðum og klínískar rannsóknaraðferðir. Handleiðsla er veitt af sérfræðingum í HAM. Mat á árangri er byggt á þátttöku, hópvinnu, einstaklingsverkefnum og meðferð. Klínísk meðferðarvinna er metin og þátttakendur hljóta skírteini í lok formlegrar þjálfunar, en námið uppfyllir kröfur Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð (EABCT) og er metið til eininga hjá EHÍ. FHAM hefur tekið þátt í starfi Evrópsku samtakanna um hugræna atferlismeðferð (EABCT) í meira en 20 ár og hefur einn félaganna verið formaður þeirra. Félagið hefur verið ötult við að kynna HAM á Íslandi með því að bjóða upp á námskeið og fyrirlestra þekktra fræðimanna. FHAM hélt vel heppnað Norrænt þing um hugræna atferlismeðferð á árinu 1992 og tóku 150 manns þátt. Vinsældir HAM á Íslandi og vaxandi styrkur FHAM varð félaginu hvatning til að taka þeirri áskorun að halda 41. EABCT ráðstefnuna á Íslandi dagana 31. ágúst - 3. September n.k. og hafa 1.200 þátttakendur frá 38 löndum og öllum heimsálfum skráð sig á ráðstefnuna . HAM sækir aðferðarfræði sína til atferlisfræði og atferlisgreiningar. Þannig eru hugsanir litnar svipuðum augum og atferli. Það má fylgjast með hugsunum og skrá hvenær þær skjóta upp kolli, við hvaða aðstæður, stiga ágengni þeirra og hve oft þær láta á sér bæra. Þannig má greina hvernig þær tengjast atferli. Með því að skrá einnig líðan má sjá hvernig hugsanir tengjast henni. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að meta árangur HAM eftir megindlegri aðferðarfræði. Á þann hátt hefur verið unnt að setja fram kenningar, skrá og vinna úr upplýsingum, sjá hvernig fram vindur og marka leið fram á við. Þannig þróaðist meðferðin úr því að vera einungis ætluð þunglyndum í að vera kjörmeðferð fyrir mörg geðræn vandamál. HAM einkennist af samvinnu byggðri á reynslu og er meðferðin aðgengileg því skjólstæðingur tekur virkan þátt í meðferð. Reynslusamvinnan býður upp á sameiginlega nálgun í meðferð þar sem skjólstæðingur safnar gögnum, sem hann fer yfir með þerapista. Þeir vinna saman, skilgreina vanda, gera tilraunir, prófa tilgátur og bera saman leiðir til að greiða úr vanda. Þerapisti er alltaf virkur og beitir s.n. Sókratískri samtalsaðferð og leiðbeinir. Virðing fyrir skjólstæðingi er hluti af ferlinu. Samvinna einstaklinga við að fá hugræna mynd af vandamálum skjólstæðings er miðlæg, hún gerir ferlið og stefnuna skýra og leiðir til markmiða, sem eru í stöðugri mótun og leiðarvísir fyrir meðferð. Stjórnvöld og heilbrigðistryggingakerfið gera kröfu um að meðferð sé markviss, skilvirk, byggð á lausnum og vísindalega sannreynd. Þegar fólk hefur meðferð, tekur frá tíma, leggur fram peninga og tilfinningalega orku vill það vera visst um að líkur á árangri séu góðar. Niðurstöður vísindalegra rannsókna á HAM hafa leitt í ljós að hún er árangursrík aðferð til að draga úr einkennum og tíðni bakslaga geðraskana með eða án lyfjagjafar og m.t.t. tíma og kostnaðar telst meðferðin hagkvæm . Þegar útgjöld heilbrigðismála takmarka svigrúm til að veita sálfræðilega meðferð er mikilvægt að horft sé til gagnreyndrar sálfræðimeðferðar, en vinna þarf að því að bæta aðgengi að sálfræðilegri meðferð. Talið er að HAM muni vaxa fiskur um hrygg eftir því sem kröfur um góða geðheilsu almennings eykst. Enn er ónefnt að aðferðir byggðar HAM gætu komið að góðu gagni í heilbrigðis-, félags- og skólakerfinu við það að fyrirbyggja þróun ýmissa sálrænna vandkvæða. Þar er óplægður akur og verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Félag um Hugræna atferlismeðferð (FHAM) var stofnað árið 1987 af sjö sálfræðingum. Varla datt nokkru okkar í hug að tuttugu og fjórum árum síðar yrði tala félaga orðin 260 og komið yrði á skipulegt eins og tveggja ára nám í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og The Cognitive Therapy Centre í Oxford í Englandi. Þegar hafa 79 HAM-sérfræðingar útskrifast úr tveggja ára námi auk 12 handleiðara með viðbótarmenntun. Einnig hefur verið boðið upp á eins árs þverfaglegt(u) hagnýtt(u) grunnnám(i) í HAM og 80 lokið námi eða samtals hátt í tvö hundruð einstaklingar. Í náminu er áhersla lögð á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlismeðferðar. Lagt hefur verið upp úr hagnýtum, reynslumiðuðum kennsluaðferðum og að meta hugsanir, líðan og atferli. Einnig er lögð áhersla á hugræna atferlismeðferðklínískravandkvæða byggða á rannsóknarniðurstöðum og klínískar rannsóknaraðferðir. Handleiðsla er veitt af sérfræðingum í HAM. Mat á árangri er byggt á þátttöku, hópvinnu, einstaklingsverkefnum og meðferð. Klínísk meðferðarvinna er metin og þátttakendur hljóta skírteini í lok formlegrar þjálfunar, en námið uppfyllir kröfur Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð (EABCT) og er metið til eininga hjá EHÍ. FHAM hefur tekið þátt í starfi Evrópsku samtakanna um hugræna atferlismeðferð (EABCT) í meira en 20 ár og hefur einn félaganna verið formaður þeirra. Félagið hefur verið ötult við að kynna HAM á Íslandi með því að bjóða upp á námskeið og fyrirlestra þekktra fræðimanna. FHAM hélt vel heppnað Norrænt þing um hugræna atferlismeðferð á árinu 1992 og tóku 150 manns þátt. Vinsældir HAM á Íslandi og vaxandi styrkur FHAM varð félaginu hvatning til að taka þeirri áskorun að halda 41. EABCT ráðstefnuna á Íslandi dagana 31. ágúst - 3. September n.k. og hafa 1.200 þátttakendur frá 38 löndum og öllum heimsálfum skráð sig á ráðstefnuna . HAM sækir aðferðarfræði sína til atferlisfræði og atferlisgreiningar. Þannig eru hugsanir litnar svipuðum augum og atferli. Það má fylgjast með hugsunum og skrá hvenær þær skjóta upp kolli, við hvaða aðstæður, stiga ágengni þeirra og hve oft þær láta á sér bæra. Þannig má greina hvernig þær tengjast atferli. Með því að skrá einnig líðan má sjá hvernig hugsanir tengjast henni. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að meta árangur HAM eftir megindlegri aðferðarfræði. Á þann hátt hefur verið unnt að setja fram kenningar, skrá og vinna úr upplýsingum, sjá hvernig fram vindur og marka leið fram á við. Þannig þróaðist meðferðin úr því að vera einungis ætluð þunglyndum í að vera kjörmeðferð fyrir mörg geðræn vandamál. HAM einkennist af samvinnu byggðri á reynslu og er meðferðin aðgengileg því skjólstæðingur tekur virkan þátt í meðferð. Reynslusamvinnan býður upp á sameiginlega nálgun í meðferð þar sem skjólstæðingur safnar gögnum, sem hann fer yfir með þerapista. Þeir vinna saman, skilgreina vanda, gera tilraunir, prófa tilgátur og bera saman leiðir til að greiða úr vanda. Þerapisti er alltaf virkur og beitir s.n. Sókratískri samtalsaðferð og leiðbeinir. Virðing fyrir skjólstæðingi er hluti af ferlinu. Samvinna einstaklinga við að fá hugræna mynd af vandamálum skjólstæðings er miðlæg, hún gerir ferlið og stefnuna skýra og leiðir til markmiða, sem eru í stöðugri mótun og leiðarvísir fyrir meðferð. Stjórnvöld og heilbrigðistryggingakerfið gera kröfu um að meðferð sé markviss, skilvirk, byggð á lausnum og vísindalega sannreynd. Þegar fólk hefur meðferð, tekur frá tíma, leggur fram peninga og tilfinningalega orku vill það vera visst um að líkur á árangri séu góðar. Niðurstöður vísindalegra rannsókna á HAM hafa leitt í ljós að hún er árangursrík aðferð til að draga úr einkennum og tíðni bakslaga geðraskana með eða án lyfjagjafar og m.t.t. tíma og kostnaðar telst meðferðin hagkvæm . Þegar útgjöld heilbrigðismála takmarka svigrúm til að veita sálfræðilega meðferð er mikilvægt að horft sé til gagnreyndrar sálfræðimeðferðar, en vinna þarf að því að bæta aðgengi að sálfræðilegri meðferð. Talið er að HAM muni vaxa fiskur um hrygg eftir því sem kröfur um góða geðheilsu almennings eykst. Enn er ónefnt að aðferðir byggðar HAM gætu komið að góðu gagni í heilbrigðis-, félags- og skólakerfinu við það að fyrirbyggja þróun ýmissa sálrænna vandkvæða. Þar er óplægður akur og verk að vinna.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar