Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum 14. júlí 2011 10:52 Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar. Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. „Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu eru býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi. Í ritdómi sem birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans er með hörðum hætti fjallað um Sögu Akraness sem nýverið kom út í tveimur bindum. Í dómnum er fyrra bindið tekið fyrir. Verkið var umdeilt þar sem ritun þess stóð yfir í fjölmörg ár og kostaði bæjarfélagið hátt í 100 milljónir.Merkilegur minnisvarði Í ritdómnum sem Páll Baldvin Baldvinsson skrifaði segir að bókin sé sönnunargagn um lágt siðferðisstig í bókaútgáfu. Ennfremur segir hann í lokaorðum: „Saga Akraness Fyrsta bindi er merkilegur minnisvarði um vanhugsaðan undirbúning, óvandaða vinnu og óvandaða tilraun til að smíða sögukenningu sem ekki er fótur fyrir." Árni Múli er allt annað en sáttur með ritdóminn. Vegið sé að fræðimanninum, útgefanda verksins og bæjarfélaginu. „Þetta eru ærumeiðingar sem menn verða að bera ábyrgð á." Fullyrðingar sem settar séu fram í skrifum Fréttatímans gefi fullt tilefni til að skoða málið frekar. Hann segir úttektina ekki vera fræðilega en sé þess í stað ekkert annað en skítkast og upphrópanir. „Mér til efs a þessi ritdómur byggi á mikilli skoðun á þessum bókum."Menn mega hafa sínar skoðanir Árni Múli segist ekki geta setið undir því þegar vegið sé að æru fólks sem starfi í þágu bæjarfélagsins. Menn geti síðan haft allar sínar skoðanir hvernig halda eigi utan um verkefni eins og þetta og kostnaðinn við það. Hann segir að það hafi þó ekkert um það að segja hvort ritið sé gott eða vont. „Þeir sem hafa helst tjáð sig um það virðast blanda þessu öllu saman því þeim langar svo mikið til þess að geta sýnt fram á að það hafi ekki einungis verið illa utan um þetta haldið og þetta hafi kostað mikið heldur sé niðurstaðan drasl."Góð rit Árni Múli hvetur fólk til að kynna sér og skoða Sögu Akraness og leggja sjálft mat á verkið. Að hans mati er það flott og skemmtilegt. „Ég er sannfærður um að þetta séu býsna góð rit." Tengdar fréttir Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18. janúar 2011 14:47 Saga Akraness sögð tært bull „Helstu niðurstöður mínar eru að meðferð heimilda er mjög ábótavant, myndir eru oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn eru studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan er, að mínu mati, tært bull,“ segir Harpa Hreinsdóttir, kennara í Fjölbrautaskóla Vesturlands, um fyrstu tvö bindin af Sögu Akraness sem kom út fyrir á árinu. 3. júní 2011 20:29 Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna. 8. júlí 2011 15:12 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. „Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu eru býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi. Í ritdómi sem birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans er með hörðum hætti fjallað um Sögu Akraness sem nýverið kom út í tveimur bindum. Í dómnum er fyrra bindið tekið fyrir. Verkið var umdeilt þar sem ritun þess stóð yfir í fjölmörg ár og kostaði bæjarfélagið hátt í 100 milljónir.Merkilegur minnisvarði Í ritdómnum sem Páll Baldvin Baldvinsson skrifaði segir að bókin sé sönnunargagn um lágt siðferðisstig í bókaútgáfu. Ennfremur segir hann í lokaorðum: „Saga Akraness Fyrsta bindi er merkilegur minnisvarði um vanhugsaðan undirbúning, óvandaða vinnu og óvandaða tilraun til að smíða sögukenningu sem ekki er fótur fyrir." Árni Múli er allt annað en sáttur með ritdóminn. Vegið sé að fræðimanninum, útgefanda verksins og bæjarfélaginu. „Þetta eru ærumeiðingar sem menn verða að bera ábyrgð á." Fullyrðingar sem settar séu fram í skrifum Fréttatímans gefi fullt tilefni til að skoða málið frekar. Hann segir úttektina ekki vera fræðilega en sé þess í stað ekkert annað en skítkast og upphrópanir. „Mér til efs a þessi ritdómur byggi á mikilli skoðun á þessum bókum."Menn mega hafa sínar skoðanir Árni Múli segist ekki geta setið undir því þegar vegið sé að æru fólks sem starfi í þágu bæjarfélagsins. Menn geti síðan haft allar sínar skoðanir hvernig halda eigi utan um verkefni eins og þetta og kostnaðinn við það. Hann segir að það hafi þó ekkert um það að segja hvort ritið sé gott eða vont. „Þeir sem hafa helst tjáð sig um það virðast blanda þessu öllu saman því þeim langar svo mikið til þess að geta sýnt fram á að það hafi ekki einungis verið illa utan um þetta haldið og þetta hafi kostað mikið heldur sé niðurstaðan drasl."Góð rit Árni Múli hvetur fólk til að kynna sér og skoða Sögu Akraness og leggja sjálft mat á verkið. Að hans mati er það flott og skemmtilegt. „Ég er sannfærður um að þetta séu býsna góð rit."
Tengdar fréttir Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18. janúar 2011 14:47 Saga Akraness sögð tært bull „Helstu niðurstöður mínar eru að meðferð heimilda er mjög ábótavant, myndir eru oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn eru studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan er, að mínu mati, tært bull,“ segir Harpa Hreinsdóttir, kennara í Fjölbrautaskóla Vesturlands, um fyrstu tvö bindin af Sögu Akraness sem kom út fyrir á árinu. 3. júní 2011 20:29 Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna. 8. júlí 2011 15:12 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18. janúar 2011 14:47
Saga Akraness sögð tært bull „Helstu niðurstöður mínar eru að meðferð heimilda er mjög ábótavant, myndir eru oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn eru studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan er, að mínu mati, tært bull,“ segir Harpa Hreinsdóttir, kennara í Fjölbrautaskóla Vesturlands, um fyrstu tvö bindin af Sögu Akraness sem kom út fyrir á árinu. 3. júní 2011 20:29
Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna. 8. júlí 2011 15:12