Erlent

Thorning komin með stjórnarmyndunarumboð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunarviðræðan frá Margréti Danadrottningu.

„Nú byrjum við samningaviðræður og það er risastórt verkefni. Ég hlakka mikið til að byrja á því," sagði hún við fjölmiðla eftir að hún fékk stjórnarmyndunarumboðið.

Hún segir að Sósíaldemókratarnir, Sósíalski þjóðarflokkurinn og Róttæki vinstriflokkurinn muni hefja samningaviðræur á morgun.

„Nú er dagur að verða að kveldi kominn og við byrjum því að fullri alvöru á morgun," sagði Thorning, samkvæmt frásögn Jyllands Posten. Hún sagði fyrr í dag að hún byggist ekki við því að ráðherralistinn yrði tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×