Innlent

Björgunarsveitir ferjuðu menn upp á Holtavörðuheiði í morgun

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Tugir björgunarsveitamanna frá björgunarsveitunum Húnum, Heiðari, Strönd, Blöndu, Brák og Ok, unnu fram á nótt við að aðstoða vegfarendur á Holtavörðuheiði samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Fjöldi ökumanna og farþega var ferjaður í Reykjaskóla þar sem fólk gisti í nótt. Vonskuveður er á heiðinni og töluverðan tíma mun taka að losa þar fasta bíla til að hægt sé að ryðja veginn.

Björgunarsveitin Húnar voru síðan kölluð aftur út til að ferja bílstjóra upp á heiðina svo þeir geti ekið bílum sínum niður þegar mokað hefur verið frá þeim.

Hjálparsveitin Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit hefur einnig verið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka á sveitabæ í Eyjafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×