Vill Baldur í tveggja ára fangelsi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 11:54 Baldur Guðlaugsson er sakaður um innherjasvik og brot í opinberu starfi. Sérstakur saksóknari fer fram á tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Hámarksrefsing við innherjasvik er hins vegar sex ár. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, lauk málflutningi sínum fyrir stundu. Í máli sínu benti hann á misræmi á milli framburðar Bolla Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og framburðar Baldurs. Bolli stýrði samráðshópi um fjármálastöðugleika sem Baldur átti sæti í. Baldur bar fyrir dómi að hann hafi ráðfært sig við Bolla, fyrir söluna á hlutabréfunum, um hvort rétt væri að selja þau. Bolli bar hins vegar í dómssal að Baldur hafi ekki rætt við hann um hlutabréfasöluna fyrr en að henni lokinni. Sagði Bolli ennfremur að hann hefði ráðlagt Baldri frá því að selja bréfin, hefði hann vitað af ætlun Baldurs áður en salan átti sér stað. Þá sagðist Bolli hafa litið á sjálfan sig sem innherja og því ekki selt eigin hlutabréf í íslensku viðskiptabönkunum á þessum tíma. Með hliðsjón af þessu segir Björn ljóst að Baldur hafi framið brot sín „af ásetningi og gegn betri vitund". Björn telur engan vafa leika á því að Baldur hafi sýnt „einbeittan brotavilja" þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna í september 2008. Að mati Björns er þvílíkur fjöldi af gögnum sem liggur fyrir í málinu og og styrkir málflutning ákæruvaldsins að þeim megi einna helst líka við „veisluborð" fyrir þann sem ákæruna ritaði. Vísaði hann þar meðal annars til fundargerða samráðshópsins. Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Sérstakur saksóknari fer fram á tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Hámarksrefsing við innherjasvik er hins vegar sex ár. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, lauk málflutningi sínum fyrir stundu. Í máli sínu benti hann á misræmi á milli framburðar Bolla Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og framburðar Baldurs. Bolli stýrði samráðshópi um fjármálastöðugleika sem Baldur átti sæti í. Baldur bar fyrir dómi að hann hafi ráðfært sig við Bolla, fyrir söluna á hlutabréfunum, um hvort rétt væri að selja þau. Bolli bar hins vegar í dómssal að Baldur hafi ekki rætt við hann um hlutabréfasöluna fyrr en að henni lokinni. Sagði Bolli ennfremur að hann hefði ráðlagt Baldri frá því að selja bréfin, hefði hann vitað af ætlun Baldurs áður en salan átti sér stað. Þá sagðist Bolli hafa litið á sjálfan sig sem innherja og því ekki selt eigin hlutabréf í íslensku viðskiptabönkunum á þessum tíma. Með hliðsjón af þessu segir Björn ljóst að Baldur hafi framið brot sín „af ásetningi og gegn betri vitund". Björn telur engan vafa leika á því að Baldur hafi sýnt „einbeittan brotavilja" þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna í september 2008. Að mati Björns er þvílíkur fjöldi af gögnum sem liggur fyrir í málinu og og styrkir málflutning ákæruvaldsins að þeim megi einna helst líka við „veisluborð" fyrir þann sem ákæruna ritaði. Vísaði hann þar meðal annars til fundargerða samráðshópsins.
Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04
Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10