Stjórnlagaráð á leið til síðari umræðu 14. mars 2011 05:00 Hæstiréttur ógilti kosninguna sem fram fór í nóvember. Vilji meirihluta stjórnarflokkanna stendur til þess að þeir sem þá hlutu kosningu skipi stjórnlagaráð og geri tillögu um stjórnarskrárbreytingar. fréttablaðið/pjetur Allsherjarnefnd lýkur að öllum líkindum meðferð tillögu um skipun stjórnlagaráðs á fundi sínum í dag. Búist er við að síðari umræða um málið og atkvæðagreiðsla fari fram á allra næstu dögum. Allsherjarnefnd ræddi málið á fjórum fundum í síðustu viku og fékk til sín fjölmarga gesti. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, segir að farið hafi verið vandlega yfir málið. „Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð en hún stangast ekki á við stjórnarskrána og er ekki brot á lögum. Sigurður Líndal sagði reyndar að þetta gæti hugsanlega flokkast undir stjórnarskrársniðgöngu en ég er ekki sammála því. Þetta er leiðin sem er pólitískur vilji til að fara og það eru fyrst og fremst pólitísk rök sem liggja henni til grundvallar." Róbert segir meirihlutann leggja til tæknilegar breytingar á þingsályktunartillögunni, meðal annars þá að Alþingi skipi stjórnlagaráð en ekki forseti þess. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd, er andvíg málinu. „Þeir stjórnskipunarfræðingar sem komu fyrir nefndina ráðlögðu að þessi leið yrði ekki farin. Ég tel því að með þessu máli sé gengið gegn góðri lagasetningu. Ég er talsmaður þess að við vöndum lagasetningu en það virðist eins og það eigi ekkert að læra af hruninu. Það er bara haldið áfram með bundið fyrir augun." Vigdís segir að sér virðist sem málið snúist fyrst og fremst um að bjarga þeim kostnaði sem þegar hafi verið stofnað til með meiri kostnaði svo ekki þurfi að afskrifa alla upphæðina. „Það er það sem liggur undir þessari tillögu en ekki umhyggjan fyrir því að við fáum vandaða og góða stjórnarskrá." Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki staðfestir orð Vigdísar. „Þeir [lögfræðingarnir sem komu fyrir allsherjarnefnd] voru þeirrar skoðunar að það væri verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar, sem væri óheppilegt." Birgir segist munu leggja til að málið verði fellt. bjorn@frettabladid.isBirgir ÁrmannssonVigdís Hauksdóttir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Allsherjarnefnd lýkur að öllum líkindum meðferð tillögu um skipun stjórnlagaráðs á fundi sínum í dag. Búist er við að síðari umræða um málið og atkvæðagreiðsla fari fram á allra næstu dögum. Allsherjarnefnd ræddi málið á fjórum fundum í síðustu viku og fékk til sín fjölmarga gesti. Róbert Marshall, formaður nefndarinnar, segir að farið hafi verið vandlega yfir málið. „Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð en hún stangast ekki á við stjórnarskrána og er ekki brot á lögum. Sigurður Líndal sagði reyndar að þetta gæti hugsanlega flokkast undir stjórnarskrársniðgöngu en ég er ekki sammála því. Þetta er leiðin sem er pólitískur vilji til að fara og það eru fyrst og fremst pólitísk rök sem liggja henni til grundvallar." Róbert segir meirihlutann leggja til tæknilegar breytingar á þingsályktunartillögunni, meðal annars þá að Alþingi skipi stjórnlagaráð en ekki forseti þess. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd, er andvíg málinu. „Þeir stjórnskipunarfræðingar sem komu fyrir nefndina ráðlögðu að þessi leið yrði ekki farin. Ég tel því að með þessu máli sé gengið gegn góðri lagasetningu. Ég er talsmaður þess að við vöndum lagasetningu en það virðist eins og það eigi ekkert að læra af hruninu. Það er bara haldið áfram með bundið fyrir augun." Vigdís segir að sér virðist sem málið snúist fyrst og fremst um að bjarga þeim kostnaði sem þegar hafi verið stofnað til með meiri kostnaði svo ekki þurfi að afskrifa alla upphæðina. „Það er það sem liggur undir þessari tillögu en ekki umhyggjan fyrir því að við fáum vandaða og góða stjórnarskrá." Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki staðfestir orð Vigdísar. „Þeir [lögfræðingarnir sem komu fyrir allsherjarnefnd] voru þeirrar skoðunar að það væri verið að fara á svig við niðurstöðu Hæstaréttar, sem væri óheppilegt." Birgir segist munu leggja til að málið verði fellt. bjorn@frettabladid.isBirgir ÁrmannssonVigdís Hauksdóttir
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira