Þremenningar í VG: Fjárlögin auka vanda heimilanna og ójöfnuð 9. janúar 2011 18:05 Lilja Mósesdóttir er ein þremenninganna Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi. Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sendu frá sér ítarlega átta síðna greinargerð í dag, þar sem farið er yfir aðdraganda þess að þau klufu sig út úr stjórnarliðinu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Málið hefur valdið miklum titringi innan þingflokks VG og var rætt þar á löngum fundi á miðvikudag í síðustu viku og verður þeirri umræðu haldið áfram í þingflokknum á morgun. Í tilkynningu þremenninganna til fjölmiðla í dag segir að þau hafi lagt ítarlega greinargerð fyrir þingflokkinn á miðvikudag.Okkur var sýnd óbilgirni Í yfirlýsingunni sem þremenningarnir sendu frá sér í dag segir: „Við höfðum gagnrýnt fjárlagafrumvarpið frá því maí á síðasta ári, en markmiðið með breytingartillögunum var að verja velferðarkerfið á Íslandi og sporna við kreppustefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óbilgirnin í okkar garð kom á óvart m.a. í ljósi þess að tillögur annarra stjórnarliða sem fram komu milli annarrar og þriðju umræðu höfðu hlotið jákvæða afgreiðslu þingflokka stjórnarflokkanna og fjárlaganefndar." Þremenningarnir segja að þeim hafi þótti ástæða til að bregðast við upplýsingum sem fram komu við meðferð fjárlagafrumvarpsins á þingi um að hagvaxtaforsendur í áætlun AGS væru brostnar fyrir árið 2010 og 2011.„Samdrátturinn er m.ö.o. mun meiri en reiknað var með og hröð hjöðnun verðbólgu við slíkar aðstæður er vísbending um að hagkerfið stefni í hraðskreiða niðursveiflu," segir í tilkynningunni. Sérfræðingar hafi spáð því skömmu eftir hrun að 25 þúsund manns yrðu án atvinnu. Að teknu tilliti til þess að brottfluttir frá landinu umfram aðflutta væru átta þúsund og atvinnuþáttaka hefði miinkað, hafi sú spá ræst. Fjárlögin valda samdrættiÞremenningarnir segja að niðurskurður ríkisútgjalda á þessu ári muni auka samdráttartilhneiginguna í hagkerfinu enn frekar sem síðan leiði til þess að skera þurfi enn meira niður á árinu 2012 en nú sé gert ráð fyrir. Það sé því ekki verið að treysta ríkisfjármálin á sjálfbærum grunni eins og flokksráðsfundur VG í nóvember sl. hafi lagt áherslu á.„Í ljósi þess að fjárlögin munu auka vanda heimilanna í landinu og festa ójöfnuðinn enn frekar í sessi var okkur ómögulegt að greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpinu," segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason þingmenn Vinstri grænna.Lesa má yfirlýsingu þremenninganna í heild sinni með því að smella hér. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi. Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sendu frá sér ítarlega átta síðna greinargerð í dag, þar sem farið er yfir aðdraganda þess að þau klufu sig út úr stjórnarliðinu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Málið hefur valdið miklum titringi innan þingflokks VG og var rætt þar á löngum fundi á miðvikudag í síðustu viku og verður þeirri umræðu haldið áfram í þingflokknum á morgun. Í tilkynningu þremenninganna til fjölmiðla í dag segir að þau hafi lagt ítarlega greinargerð fyrir þingflokkinn á miðvikudag.Okkur var sýnd óbilgirni Í yfirlýsingunni sem þremenningarnir sendu frá sér í dag segir: „Við höfðum gagnrýnt fjárlagafrumvarpið frá því maí á síðasta ári, en markmiðið með breytingartillögunum var að verja velferðarkerfið á Íslandi og sporna við kreppustefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óbilgirnin í okkar garð kom á óvart m.a. í ljósi þess að tillögur annarra stjórnarliða sem fram komu milli annarrar og þriðju umræðu höfðu hlotið jákvæða afgreiðslu þingflokka stjórnarflokkanna og fjárlaganefndar." Þremenningarnir segja að þeim hafi þótti ástæða til að bregðast við upplýsingum sem fram komu við meðferð fjárlagafrumvarpsins á þingi um að hagvaxtaforsendur í áætlun AGS væru brostnar fyrir árið 2010 og 2011.„Samdrátturinn er m.ö.o. mun meiri en reiknað var með og hröð hjöðnun verðbólgu við slíkar aðstæður er vísbending um að hagkerfið stefni í hraðskreiða niðursveiflu," segir í tilkynningunni. Sérfræðingar hafi spáð því skömmu eftir hrun að 25 þúsund manns yrðu án atvinnu. Að teknu tilliti til þess að brottfluttir frá landinu umfram aðflutta væru átta þúsund og atvinnuþáttaka hefði miinkað, hafi sú spá ræst. Fjárlögin valda samdrættiÞremenningarnir segja að niðurskurður ríkisútgjalda á þessu ári muni auka samdráttartilhneiginguna í hagkerfinu enn frekar sem síðan leiði til þess að skera þurfi enn meira niður á árinu 2012 en nú sé gert ráð fyrir. Það sé því ekki verið að treysta ríkisfjármálin á sjálfbærum grunni eins og flokksráðsfundur VG í nóvember sl. hafi lagt áherslu á.„Í ljósi þess að fjárlögin munu auka vanda heimilanna í landinu og festa ójöfnuðinn enn frekar í sessi var okkur ómögulegt að greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpinu," segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason þingmenn Vinstri grænna.Lesa má yfirlýsingu þremenninganna í heild sinni með því að smella hér.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira