Þremenningar í VG: Fjárlögin auka vanda heimilanna og ójöfnuð 9. janúar 2011 18:05 Lilja Mósesdóttir er ein þremenninganna Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi. Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sendu frá sér ítarlega átta síðna greinargerð í dag, þar sem farið er yfir aðdraganda þess að þau klufu sig út úr stjórnarliðinu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Málið hefur valdið miklum titringi innan þingflokks VG og var rætt þar á löngum fundi á miðvikudag í síðustu viku og verður þeirri umræðu haldið áfram í þingflokknum á morgun. Í tilkynningu þremenninganna til fjölmiðla í dag segir að þau hafi lagt ítarlega greinargerð fyrir þingflokkinn á miðvikudag.Okkur var sýnd óbilgirni Í yfirlýsingunni sem þremenningarnir sendu frá sér í dag segir: „Við höfðum gagnrýnt fjárlagafrumvarpið frá því maí á síðasta ári, en markmiðið með breytingartillögunum var að verja velferðarkerfið á Íslandi og sporna við kreppustefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óbilgirnin í okkar garð kom á óvart m.a. í ljósi þess að tillögur annarra stjórnarliða sem fram komu milli annarrar og þriðju umræðu höfðu hlotið jákvæða afgreiðslu þingflokka stjórnarflokkanna og fjárlaganefndar." Þremenningarnir segja að þeim hafi þótti ástæða til að bregðast við upplýsingum sem fram komu við meðferð fjárlagafrumvarpsins á þingi um að hagvaxtaforsendur í áætlun AGS væru brostnar fyrir árið 2010 og 2011.„Samdrátturinn er m.ö.o. mun meiri en reiknað var með og hröð hjöðnun verðbólgu við slíkar aðstæður er vísbending um að hagkerfið stefni í hraðskreiða niðursveiflu," segir í tilkynningunni. Sérfræðingar hafi spáð því skömmu eftir hrun að 25 þúsund manns yrðu án atvinnu. Að teknu tilliti til þess að brottfluttir frá landinu umfram aðflutta væru átta þúsund og atvinnuþáttaka hefði miinkað, hafi sú spá ræst. Fjárlögin valda samdrættiÞremenningarnir segja að niðurskurður ríkisútgjalda á þessu ári muni auka samdráttartilhneiginguna í hagkerfinu enn frekar sem síðan leiði til þess að skera þurfi enn meira niður á árinu 2012 en nú sé gert ráð fyrir. Það sé því ekki verið að treysta ríkisfjármálin á sjálfbærum grunni eins og flokksráðsfundur VG í nóvember sl. hafi lagt áherslu á.„Í ljósi þess að fjárlögin munu auka vanda heimilanna í landinu og festa ójöfnuðinn enn frekar í sessi var okkur ómögulegt að greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpinu," segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason þingmenn Vinstri grænna.Lesa má yfirlýsingu þremenninganna í heild sinni með því að smella hér. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í desember segja að óbilgirni innan þingflokksins í þeirra garð hafi komið á óvart. Fjárlögin auki á vanda heimilanna og festi ójöfnuð í þjóðfélaginu enn frekar í sessi. Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sendu frá sér ítarlega átta síðna greinargerð í dag, þar sem farið er yfir aðdraganda þess að þau klufu sig út úr stjórnarliðinu við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Málið hefur valdið miklum titringi innan þingflokks VG og var rætt þar á löngum fundi á miðvikudag í síðustu viku og verður þeirri umræðu haldið áfram í þingflokknum á morgun. Í tilkynningu þremenninganna til fjölmiðla í dag segir að þau hafi lagt ítarlega greinargerð fyrir þingflokkinn á miðvikudag.Okkur var sýnd óbilgirni Í yfirlýsingunni sem þremenningarnir sendu frá sér í dag segir: „Við höfðum gagnrýnt fjárlagafrumvarpið frá því maí á síðasta ári, en markmiðið með breytingartillögunum var að verja velferðarkerfið á Íslandi og sporna við kreppustefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óbilgirnin í okkar garð kom á óvart m.a. í ljósi þess að tillögur annarra stjórnarliða sem fram komu milli annarrar og þriðju umræðu höfðu hlotið jákvæða afgreiðslu þingflokka stjórnarflokkanna og fjárlaganefndar." Þremenningarnir segja að þeim hafi þótti ástæða til að bregðast við upplýsingum sem fram komu við meðferð fjárlagafrumvarpsins á þingi um að hagvaxtaforsendur í áætlun AGS væru brostnar fyrir árið 2010 og 2011.„Samdrátturinn er m.ö.o. mun meiri en reiknað var með og hröð hjöðnun verðbólgu við slíkar aðstæður er vísbending um að hagkerfið stefni í hraðskreiða niðursveiflu," segir í tilkynningunni. Sérfræðingar hafi spáð því skömmu eftir hrun að 25 þúsund manns yrðu án atvinnu. Að teknu tilliti til þess að brottfluttir frá landinu umfram aðflutta væru átta þúsund og atvinnuþáttaka hefði miinkað, hafi sú spá ræst. Fjárlögin valda samdrættiÞremenningarnir segja að niðurskurður ríkisútgjalda á þessu ári muni auka samdráttartilhneiginguna í hagkerfinu enn frekar sem síðan leiði til þess að skera þurfi enn meira niður á árinu 2012 en nú sé gert ráð fyrir. Það sé því ekki verið að treysta ríkisfjármálin á sjálfbærum grunni eins og flokksráðsfundur VG í nóvember sl. hafi lagt áherslu á.„Í ljósi þess að fjárlögin munu auka vanda heimilanna í landinu og festa ójöfnuðinn enn frekar í sessi var okkur ómögulegt að greiða atkvæði með fjárlagafrumvarpinu," segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason þingmenn Vinstri grænna.Lesa má yfirlýsingu þremenninganna í heild sinni með því að smella hér.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira