Mótmælendur endurheimta Perlutorg SJS skrifar 19. febrúar 2011 14:37 Perlutorg í dag. Mynd/AFP Á fjórða tug brynvarðra bíla mátti sjá yfirgefa Perlutorg í Manama, höfuðborg Bahrain, nú á laugardag og er það þriðja bílalestin sem yfirgefur svæðið síðastliðinn sólarhring, en torgið hefur verið miðpunktur mótmælanna. Herinn hverfur frá fyrir tilstilli konungsfjölskyldunnar í Bahrain, en með því vill konungsfjölskyldan verða við kröfum mótmælenda og er brotthvarf lögreglu og hermanna liður í því að draga úr þeim óróa sem umlykur mótmælin og í senn til að koma á samræðum milli stjórnvalda, stjórnarandstöðu og mótmælenda. Lögregla var eftir á svæðinu enda höfðu mótmælendur lýst því yfir að mótmælin haldi áfram. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem gengu inn á torgið en lögregla þurfti frá að hverfa að endingu þar sem íbúar Bahrain hafa flykkst í þúsundum á torgið þrátt fyrir að vegtálmar hafi verið settir upp í kringum Manamaborg til að sporna við því að enn fleiri mæti til mótmælanna. Síðastliðinn föstudag skutu yfirvöld á mótmælendur og urðu minnst fjórum þeirra að bana, en það staðfesti sjúkraflutningamaður við CNN. Tala látinna í Bahrain er því orðin 10 síðan að mótmælin brutust út en að auki hefur fjöldi fólks hefur leitað til sjúkrahúsa í borginni með ýmsa áverka sem hlotist hafa af aðgerðum yfirvalda. Abdul Latif Al Zayani, sérstakur sendiherra Bandaríkjanna í Bahrain, segir að aðeins hafi verið skotið yfir hópa í varúðarskyni og bætti því við að aðgerðir yfirvalda væru hvorki úr hófi né í bága við lög. Rót mótmælanna Stór fjöldi mótmælenda eru sjítar, enda eru þeir um 70% þjóðarinnar og hafa löngum verið óánægðir með stjórnvöld og konungsfjölskylduna, sem er sunnítar. Þá telja sjítar að þeim sé mismunað varðandi húsnæðismál og störf innan ríkisins og krefjast pólitískra- og efnahagslegra úrbóta. Kröfur mótmælanda hafa aukist eftir því sem mótmælin ílengjast og krefjast nú margir þess þingið verði leyst upp. Prins Bahrain, Salman bin Hamad Al Khalifa, hét því að hygla ekki einum hópi á kostnað annars og hvatti til samstöðu og vill einblína á að þjóðina sem eina heild þar sem gagnkvæm virðing ríkir á meðal fólks. Það var prinsinn sem fyrirskipaði brotthvarf stórra hópa lögreglu- og hermanna og hefur konungurinn, Hamad bin Isa Al Khalifa tilkynnt að prinsinn mun leiða viðræður til að koma á sátt. Obama fordæmir ofbeldi gagnvart mótmælendum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á bandamenn sína í Bahrain og segist hafa þungar áhyggjur af frásögnum um það ofbeldi sem hefur átt sér stað. Segist hann fordæma beitingu valds gagnvart friðsælum mótmælum í Bahrain og víðar. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Á fjórða tug brynvarðra bíla mátti sjá yfirgefa Perlutorg í Manama, höfuðborg Bahrain, nú á laugardag og er það þriðja bílalestin sem yfirgefur svæðið síðastliðinn sólarhring, en torgið hefur verið miðpunktur mótmælanna. Herinn hverfur frá fyrir tilstilli konungsfjölskyldunnar í Bahrain, en með því vill konungsfjölskyldan verða við kröfum mótmælenda og er brotthvarf lögreglu og hermanna liður í því að draga úr þeim óróa sem umlykur mótmælin og í senn til að koma á samræðum milli stjórnvalda, stjórnarandstöðu og mótmælenda. Lögregla var eftir á svæðinu enda höfðu mótmælendur lýst því yfir að mótmælin haldi áfram. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem gengu inn á torgið en lögregla þurfti frá að hverfa að endingu þar sem íbúar Bahrain hafa flykkst í þúsundum á torgið þrátt fyrir að vegtálmar hafi verið settir upp í kringum Manamaborg til að sporna við því að enn fleiri mæti til mótmælanna. Síðastliðinn föstudag skutu yfirvöld á mótmælendur og urðu minnst fjórum þeirra að bana, en það staðfesti sjúkraflutningamaður við CNN. Tala látinna í Bahrain er því orðin 10 síðan að mótmælin brutust út en að auki hefur fjöldi fólks hefur leitað til sjúkrahúsa í borginni með ýmsa áverka sem hlotist hafa af aðgerðum yfirvalda. Abdul Latif Al Zayani, sérstakur sendiherra Bandaríkjanna í Bahrain, segir að aðeins hafi verið skotið yfir hópa í varúðarskyni og bætti því við að aðgerðir yfirvalda væru hvorki úr hófi né í bága við lög. Rót mótmælanna Stór fjöldi mótmælenda eru sjítar, enda eru þeir um 70% þjóðarinnar og hafa löngum verið óánægðir með stjórnvöld og konungsfjölskylduna, sem er sunnítar. Þá telja sjítar að þeim sé mismunað varðandi húsnæðismál og störf innan ríkisins og krefjast pólitískra- og efnahagslegra úrbóta. Kröfur mótmælanda hafa aukist eftir því sem mótmælin ílengjast og krefjast nú margir þess þingið verði leyst upp. Prins Bahrain, Salman bin Hamad Al Khalifa, hét því að hygla ekki einum hópi á kostnað annars og hvatti til samstöðu og vill einblína á að þjóðina sem eina heild þar sem gagnkvæm virðing ríkir á meðal fólks. Það var prinsinn sem fyrirskipaði brotthvarf stórra hópa lögreglu- og hermanna og hefur konungurinn, Hamad bin Isa Al Khalifa tilkynnt að prinsinn mun leiða viðræður til að koma á sátt. Obama fordæmir ofbeldi gagnvart mótmælendum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á bandamenn sína í Bahrain og segist hafa þungar áhyggjur af frásögnum um það ofbeldi sem hefur átt sér stað. Segist hann fordæma beitingu valds gagnvart friðsælum mótmælum í Bahrain og víðar.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira