Mótmælendur endurheimta Perlutorg SJS skrifar 19. febrúar 2011 14:37 Perlutorg í dag. Mynd/AFP Á fjórða tug brynvarðra bíla mátti sjá yfirgefa Perlutorg í Manama, höfuðborg Bahrain, nú á laugardag og er það þriðja bílalestin sem yfirgefur svæðið síðastliðinn sólarhring, en torgið hefur verið miðpunktur mótmælanna. Herinn hverfur frá fyrir tilstilli konungsfjölskyldunnar í Bahrain, en með því vill konungsfjölskyldan verða við kröfum mótmælenda og er brotthvarf lögreglu og hermanna liður í því að draga úr þeim óróa sem umlykur mótmælin og í senn til að koma á samræðum milli stjórnvalda, stjórnarandstöðu og mótmælenda. Lögregla var eftir á svæðinu enda höfðu mótmælendur lýst því yfir að mótmælin haldi áfram. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem gengu inn á torgið en lögregla þurfti frá að hverfa að endingu þar sem íbúar Bahrain hafa flykkst í þúsundum á torgið þrátt fyrir að vegtálmar hafi verið settir upp í kringum Manamaborg til að sporna við því að enn fleiri mæti til mótmælanna. Síðastliðinn föstudag skutu yfirvöld á mótmælendur og urðu minnst fjórum þeirra að bana, en það staðfesti sjúkraflutningamaður við CNN. Tala látinna í Bahrain er því orðin 10 síðan að mótmælin brutust út en að auki hefur fjöldi fólks hefur leitað til sjúkrahúsa í borginni með ýmsa áverka sem hlotist hafa af aðgerðum yfirvalda. Abdul Latif Al Zayani, sérstakur sendiherra Bandaríkjanna í Bahrain, segir að aðeins hafi verið skotið yfir hópa í varúðarskyni og bætti því við að aðgerðir yfirvalda væru hvorki úr hófi né í bága við lög. Rót mótmælanna Stór fjöldi mótmælenda eru sjítar, enda eru þeir um 70% þjóðarinnar og hafa löngum verið óánægðir með stjórnvöld og konungsfjölskylduna, sem er sunnítar. Þá telja sjítar að þeim sé mismunað varðandi húsnæðismál og störf innan ríkisins og krefjast pólitískra- og efnahagslegra úrbóta. Kröfur mótmælanda hafa aukist eftir því sem mótmælin ílengjast og krefjast nú margir þess þingið verði leyst upp. Prins Bahrain, Salman bin Hamad Al Khalifa, hét því að hygla ekki einum hópi á kostnað annars og hvatti til samstöðu og vill einblína á að þjóðina sem eina heild þar sem gagnkvæm virðing ríkir á meðal fólks. Það var prinsinn sem fyrirskipaði brotthvarf stórra hópa lögreglu- og hermanna og hefur konungurinn, Hamad bin Isa Al Khalifa tilkynnt að prinsinn mun leiða viðræður til að koma á sátt. Obama fordæmir ofbeldi gagnvart mótmælendum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á bandamenn sína í Bahrain og segist hafa þungar áhyggjur af frásögnum um það ofbeldi sem hefur átt sér stað. Segist hann fordæma beitingu valds gagnvart friðsælum mótmælum í Bahrain og víðar. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Á fjórða tug brynvarðra bíla mátti sjá yfirgefa Perlutorg í Manama, höfuðborg Bahrain, nú á laugardag og er það þriðja bílalestin sem yfirgefur svæðið síðastliðinn sólarhring, en torgið hefur verið miðpunktur mótmælanna. Herinn hverfur frá fyrir tilstilli konungsfjölskyldunnar í Bahrain, en með því vill konungsfjölskyldan verða við kröfum mótmælenda og er brotthvarf lögreglu og hermanna liður í því að draga úr þeim óróa sem umlykur mótmælin og í senn til að koma á samræðum milli stjórnvalda, stjórnarandstöðu og mótmælenda. Lögregla var eftir á svæðinu enda höfðu mótmælendur lýst því yfir að mótmælin haldi áfram. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem gengu inn á torgið en lögregla þurfti frá að hverfa að endingu þar sem íbúar Bahrain hafa flykkst í þúsundum á torgið þrátt fyrir að vegtálmar hafi verið settir upp í kringum Manamaborg til að sporna við því að enn fleiri mæti til mótmælanna. Síðastliðinn föstudag skutu yfirvöld á mótmælendur og urðu minnst fjórum þeirra að bana, en það staðfesti sjúkraflutningamaður við CNN. Tala látinna í Bahrain er því orðin 10 síðan að mótmælin brutust út en að auki hefur fjöldi fólks hefur leitað til sjúkrahúsa í borginni með ýmsa áverka sem hlotist hafa af aðgerðum yfirvalda. Abdul Latif Al Zayani, sérstakur sendiherra Bandaríkjanna í Bahrain, segir að aðeins hafi verið skotið yfir hópa í varúðarskyni og bætti því við að aðgerðir yfirvalda væru hvorki úr hófi né í bága við lög. Rót mótmælanna Stór fjöldi mótmælenda eru sjítar, enda eru þeir um 70% þjóðarinnar og hafa löngum verið óánægðir með stjórnvöld og konungsfjölskylduna, sem er sunnítar. Þá telja sjítar að þeim sé mismunað varðandi húsnæðismál og störf innan ríkisins og krefjast pólitískra- og efnahagslegra úrbóta. Kröfur mótmælanda hafa aukist eftir því sem mótmælin ílengjast og krefjast nú margir þess þingið verði leyst upp. Prins Bahrain, Salman bin Hamad Al Khalifa, hét því að hygla ekki einum hópi á kostnað annars og hvatti til samstöðu og vill einblína á að þjóðina sem eina heild þar sem gagnkvæm virðing ríkir á meðal fólks. Það var prinsinn sem fyrirskipaði brotthvarf stórra hópa lögreglu- og hermanna og hefur konungurinn, Hamad bin Isa Al Khalifa tilkynnt að prinsinn mun leiða viðræður til að koma á sátt. Obama fordæmir ofbeldi gagnvart mótmælendum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á bandamenn sína í Bahrain og segist hafa þungar áhyggjur af frásögnum um það ofbeldi sem hefur átt sér stað. Segist hann fordæma beitingu valds gagnvart friðsælum mótmælum í Bahrain og víðar.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira