Vilja auka hlut sveitarfélaga í almenningssamgöngum 4. ágúst 2011 06:15 Útboð sérleyfa fyrir rútuferðir er meðal þess sem verður í umsjón sveitarfélaga sem taka yfir umsjón almenningssamgangna á landi. Sveitarfélög á Suðurlandi hafa þegar samið við Vegagerðina um að taka við málaflokknum. Mynd/HAG Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Hreinn Haraldsson Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt. Hingað til hefur ríkið styrkt ýmsar almenningssamgöngur á landinu í gegnum samgönguáætlun og Vegagerðin hefur haft yfirumsjón með ráðstöfun fjármuna. Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu, sem er hluti af nýrri tólf ára samgönguáætlun, mun vegur sveitarfélaganna aukast og munu þau skipuleggja almenningssamgöngur á landi. Í því felst framkvæmd útboða, val á leiðum og tíðni ferða. Ríkið ver árlega um 300 milljónum króna til þessara mála. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Fréttablaðið að markmiðið með þessum breytingum sé hagræði og bætt þjónusta. „Sveitarfélögin þekkja betur þörfina á hverjum stað og geta stýrt fjármagni betur til að bæta þjónustu og ánægju með kerfið. Sveitarfélögin leggja nú þegar fé í skólaakstur og þess háttar og von er um að finna frekari hagræðingu með því að færa þessa hluti alla á sömu hendi.“ Hreinn segir að viðræður standi yfir við landshlutasambönd sveitarfélaga um yfirfærslu. Hann vonast til að flest verði í höfn á þessu ári eða því næsta. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið hafi ekki markað sér stefnu í þessum málum en mörg sveitarfélög hafi þó sýnt áhuga á að taka við þeim. „Mér finnst mikilvægt að yfirsýnin sé sem mest á hendi heimamanna, þar sem með því er til dæmis hægt að samnýta skólaakstur, akstur með fatlaða og almenningssamgöngur.“ Halldór segir sveitarfélögin munu fylgjast grannt með því hvernig reynslan verði hjá þeim sveitarfélögum sem þegar hafa tekið við málaflokknum. „Við munum líka ganga úr skugga um að ríkið skjóti sér ekki undan fjárhagslegri ábyrgð í þessum málum.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira