Innlent

Úrslitin koma Vökumönnum á óvart

María Elísabet skrifar
Vaka vill koma á breytingum við HÍ.
Vaka vill koma á breytingum við HÍ.
Kjörsóknin í Stúdentaráðskosningunum var aðeins um 30% og telur Vaka að breyting á skipulagi Stúdentaráðs geti aukið áhuga nemenda á háskólapólítíkinni.

Jens Fjalar Skaptason núverandi formaður Stúdentaráðs og Vökumaður, sem er á leiðinni út úr Stúdentaráði eftir 2 ár og segir úrslit kosninganna koma sér verulega á óvart. ,,Að hætta veldur mér blendnum tilfinningum en nú mun ég einbeita mér að náminu ". Jens ítrekar að Vaka sé ópólitískt hagsmunaafl en ekki hægra afl. Jens segir að nýtt Stúdentaráð verði kosið á næstu vikum sem muni einbeita sér strax að því að gera upptökuprófin að meginreglu og einnig berjast fyrir breytingu á skipulagi Stúdentaráðs fyrir hvert svið Háskólans. Ákvörðunarvaldið er hjá háskólaráði sem fundar einu sinni í mánuði.

Lilja Dögg Jónsdóttir sem er á sínu öðru ári í Stúdentaráði hefur ekki ákveðið enn hvort hún býður sig fram sem oddviti Vöku eða formanns

það muni koma í ljós á næstu dögum. ,,Tölfræðinni samkvæmt var frekar hæpið á ná meirihluta og ég bjóst við að Röskva myndi ná fjórum, Vaka sama fjölda og Skrökva einum miðað við þessa litlu kjörsókn, en því vildum við breyta".Lilja Dögg segir breytingu á skipulagi Stúdentaráðs nauðsynlega vegna þeirra ólíku þarfa sem nemendur hafa á mismunandi sviðum háskólans og vill Stúdentaráð hafa áhrif á þær ákvarðanir sem deildaráðsforsetarnir taka."Þessi skipulagsbreyting mun breyta því að kjörsókn verður meiri og nemendur fá sterkari rödd"segir Lilja Dögg.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×