Helmingi færri vildu í forsætisráðuneytið: Engin vonbrigði Erla Hlynsdóttir skrifar 4. ágúst 2011 09:56 "Fyllilega hæfir einstaklingar voru á meðal umsækjenda," segir skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu Mynd Valgarður Ríflega tvöfalt fleiri sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa í umhverfisráðuneytinu en í forsætisráðuneytinu þegar störfin voru auglýst. 93 sóttu um starf upplýsingafulltrúa hjá umhverfisráðuneytinu en 37 sóttu hjá forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur vegna starfanna rann út sama dag hjá báðum ráðuneytum, þann 13. mars. Umsækjendum hjá umhverfisráðuneytinu var tilkynnt þann 19. apríl um að ráðið hefði verið í starfið, rúmum mánuði eftir að umsóknarfrestur rann út. Umsækjendur hjá forsætisráðuneytinu fengu að vita í júlí að fallið hefði verið frá ráðningu í starfið, um fjórum mánuðum eftir að umsóknarfrestur rann út. „Engar einhlítar skýringar eru á því hversu langur tími leið frá því að starfið var auglýst og þar til ákvörðun var tekin um að falla frá ráðningu. Ljóst er þó að miklar annir í ráðuneytinu áttu sinn þátt í því að lengja málsmeðferðartímann," segir í svari frá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn fréttastofu.Fjöldi umsækjenda ekki vonbrigði Í fyrirspurninni var einnig óskað eftir svörum við því hvort það hafi verið vonbrigði hversu fáir sóttu um starfið, sér í lagi þegar fjöldinn er borinn saman við fjölda umsækjenda hjá umhverfisráðuneytinu. Ágúst Geir segir: „Ráðuneytið getur ekki tekið undir þá afstöðu sem fram kemur í erindi þínu að fáir hafi sótt um starfið. Fjöldi umsækjenda olli því ekki vonbrigðum." Hann neitar því aðspurður hvort enginn umsækjandi hafi þótt nógu hæfur og því fallið frá ráðningunni. „Fyllilega hæfir einstaklingar voru á meðal umsækjenda," segir Ágúst Geir og vísar í fyrri svör ráðuneytisins um að ástæður þess að ekki var ráðið í stöðuna séu meðal annars tengdar viðleitni ráðuneytisins til að ná aðhaldsmarkmiðum í rekstri. „Auk þess hafa starfsmannamál Stjórnarráðsins verið til skoðunar og umfjöllunar á undanförnum vikum m.a. í tengslum við breytingar sem miða að því að auka aðhald og sveigjanleika í starfsmannahaldi innan Stjórnarráðsins. Þótti jafnframt rétt að bíða niðurstöðu í því máli," segir hann. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira
Ríflega tvöfalt fleiri sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa í umhverfisráðuneytinu en í forsætisráðuneytinu þegar störfin voru auglýst. 93 sóttu um starf upplýsingafulltrúa hjá umhverfisráðuneytinu en 37 sóttu hjá forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur vegna starfanna rann út sama dag hjá báðum ráðuneytum, þann 13. mars. Umsækjendum hjá umhverfisráðuneytinu var tilkynnt þann 19. apríl um að ráðið hefði verið í starfið, rúmum mánuði eftir að umsóknarfrestur rann út. Umsækjendur hjá forsætisráðuneytinu fengu að vita í júlí að fallið hefði verið frá ráðningu í starfið, um fjórum mánuðum eftir að umsóknarfrestur rann út. „Engar einhlítar skýringar eru á því hversu langur tími leið frá því að starfið var auglýst og þar til ákvörðun var tekin um að falla frá ráðningu. Ljóst er þó að miklar annir í ráðuneytinu áttu sinn þátt í því að lengja málsmeðferðartímann," segir í svari frá Ágústi Geir Ágústssyni, skrifstofustjóra skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins, við fyrirspurn fréttastofu.Fjöldi umsækjenda ekki vonbrigði Í fyrirspurninni var einnig óskað eftir svörum við því hvort það hafi verið vonbrigði hversu fáir sóttu um starfið, sér í lagi þegar fjöldinn er borinn saman við fjölda umsækjenda hjá umhverfisráðuneytinu. Ágúst Geir segir: „Ráðuneytið getur ekki tekið undir þá afstöðu sem fram kemur í erindi þínu að fáir hafi sótt um starfið. Fjöldi umsækjenda olli því ekki vonbrigðum." Hann neitar því aðspurður hvort enginn umsækjandi hafi þótt nógu hæfur og því fallið frá ráðningunni. „Fyllilega hæfir einstaklingar voru á meðal umsækjenda," segir Ágúst Geir og vísar í fyrri svör ráðuneytisins um að ástæður þess að ekki var ráðið í stöðuna séu meðal annars tengdar viðleitni ráðuneytisins til að ná aðhaldsmarkmiðum í rekstri. „Auk þess hafa starfsmannamál Stjórnarráðsins verið til skoðunar og umfjöllunar á undanförnum vikum m.a. í tengslum við breytingar sem miða að því að auka aðhald og sveigjanleika í starfsmannahaldi innan Stjórnarráðsins. Þótti jafnframt rétt að bíða niðurstöðu í því máli," segir hann.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Sjá meira