Forstöðumenn leita til umboðsmanns Alþingis Hafsteinn G. Hauksson skrifar 4. ágúst 2011 12:24 Svanhildur Kaaber er formaður kjararáðs. Forstöðumenn ríkisstofnana hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna launaágreinings við Kjararáð, og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir telja hugsanlegt að ríkið sé skaðabótaskylt vegna tafa á launahækkunum. Laun forstöðumanna ríkisstofnana og annarra sem heyra undir Kjararáð voru lækkuð með lögum árið 2008, en árið eftir var ákveðið með bráðabirgðaákvæðiað kjaraskerðingin yrði varanleg til 1. desember 2010 - með öðrum orðum voru laun þeirra fryst fram að því. Magnús Guðmundsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, telur að lækkunin hafi numið á bilinu 9 til 15 prósent, en hann telur einsýnt að þegar bráðabirgðaákvæðið féll úr gildi í nóvember í fyrra hefði launalækkunin átt að ganga til baka. Kjararáð hefur hins vegar aðeins hækkað laun þeirra um tæp 5 prósent í lok júní, sem er á við launahækkanir á almennum markaði. „Miðað við rök kjararáðs 2008, um að það þyrfti að setja sérstök lög til að lækka þennan hóp, þá segir það sig sjálft að þegar þessu tímabundna ákvæði lauk, þá hefði þessi hópur átt að hækka aftur til þeirra launa sem hann hafði," segir Magnús. „Síðan tekur hópurinn væntanlega þær launabreytingar sem verða almennt á vinnumarkaði, eins og lög um Kjararáð segja til um. En þetta hefur Kjararáð ekki gert." Magnús segir að forstöðumenn ríkisstofnana hafi fundað með Kjararáði vegna málsins, síðast í gær. „Það má kannski segja að það sé fátt um svör. Það virðist vera einhver tafaþáttur í gangi," segir Magnús. Hann segir að mikil ólga sé í hópi forstöðumanna vegna þessa, og að mati margra sé verið að brjóta lög á þessum hópi. Hann segir það ekki gegnsærri og réttlátri stjórnsýslu til framdráttar. „Við höfum þegar leitað til umboðsmanns alþingis vegna úrskurðarins frá því í lok júní. Hann hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar og við ætlum að sjá til hvað kemur út úr því. Það eru þó margir sem eru á því að við ættum að leita til dómstóla til að láta skera úr um þetta atriði. En við byrjum á umboðsmanni alþingis," segir Magnús. Hann telur að ríkið gæti hafa bakað sér skaðabótaskyldu með töf á launahækkununum, en þær hefðu að mati forstöðumannanna átt að koma fram fyrir átta mánuðum síðan. „Já, ég held að það segi sig sjálft að þegar tímabundnu ákvæði um lækkun launa lýkur, þá hljóta menn að eiga inni frá þeim tímapunkti; fyrsta desmber 2010." Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna launaágreinings við Kjararáð, og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir telja hugsanlegt að ríkið sé skaðabótaskylt vegna tafa á launahækkunum. Laun forstöðumanna ríkisstofnana og annarra sem heyra undir Kjararáð voru lækkuð með lögum árið 2008, en árið eftir var ákveðið með bráðabirgðaákvæðiað kjaraskerðingin yrði varanleg til 1. desember 2010 - með öðrum orðum voru laun þeirra fryst fram að því. Magnús Guðmundsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, telur að lækkunin hafi numið á bilinu 9 til 15 prósent, en hann telur einsýnt að þegar bráðabirgðaákvæðið féll úr gildi í nóvember í fyrra hefði launalækkunin átt að ganga til baka. Kjararáð hefur hins vegar aðeins hækkað laun þeirra um tæp 5 prósent í lok júní, sem er á við launahækkanir á almennum markaði. „Miðað við rök kjararáðs 2008, um að það þyrfti að setja sérstök lög til að lækka þennan hóp, þá segir það sig sjálft að þegar þessu tímabundna ákvæði lauk, þá hefði þessi hópur átt að hækka aftur til þeirra launa sem hann hafði," segir Magnús. „Síðan tekur hópurinn væntanlega þær launabreytingar sem verða almennt á vinnumarkaði, eins og lög um Kjararáð segja til um. En þetta hefur Kjararáð ekki gert." Magnús segir að forstöðumenn ríkisstofnana hafi fundað með Kjararáði vegna málsins, síðast í gær. „Það má kannski segja að það sé fátt um svör. Það virðist vera einhver tafaþáttur í gangi," segir Magnús. Hann segir að mikil ólga sé í hópi forstöðumanna vegna þessa, og að mati margra sé verið að brjóta lög á þessum hópi. Hann segir það ekki gegnsærri og réttlátri stjórnsýslu til framdráttar. „Við höfum þegar leitað til umboðsmanns alþingis vegna úrskurðarins frá því í lok júní. Hann hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar og við ætlum að sjá til hvað kemur út úr því. Það eru þó margir sem eru á því að við ættum að leita til dómstóla til að láta skera úr um þetta atriði. En við byrjum á umboðsmanni alþingis," segir Magnús. Hann telur að ríkið gæti hafa bakað sér skaðabótaskyldu með töf á launahækkununum, en þær hefðu að mati forstöðumannanna átt að koma fram fyrir átta mánuðum síðan. „Já, ég held að það segi sig sjálft að þegar tímabundnu ákvæði um lækkun launa lýkur, þá hljóta menn að eiga inni frá þeim tímapunkti; fyrsta desmber 2010."
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira