Innanríkisráðherra segir mál Birgittu alvarlegt Heimir Már Pétursson skrifar 8. janúar 2011 18:30 Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira