Innanríkisráðherra segir mál Birgittu alvarlegt Heimir Már Pétursson skrifar 8. janúar 2011 18:30 Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira