Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið fyrir skemmstu er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá eiginmanni hennar. Á föstudag fer hún á endurhæfingarheimili en vinnan við að ná fullum bata verður erfið.
Læknar meta ástand hennar alvarlegt, en telja hana ekki í lífshættu.
Jared Loughner, 22 ára, er í haldi lögreglu en hann drap sex manns og særði 13 í skotárásinni Tucson í Arizona í síðustu viku.
„Ég er mjög vongóður um að hún nái sér eftir þau batamerki sem eiginkona mín hefur sýnt eftir skotárásina," segir Mark Kelly, eiginmaður hennar í yfirlýsingu. Giffords gæti þó verið með heilaskaða og þá er óvíst hvort annað augað á henni virki.
