Varðstjórinn fór ekki offari í starfi - sýknaður í héraðsdómi 15. júlí 2011 11:59 Mynd úr safni Lögregluvarðstjóri á Selfossi var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands að hafa gerst brotlegur í starfi með því að hafa farið offari í framkvæmd lögreglustarfs og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. Varðstjórinn var ákærður fyrir að hafa fyrirskipað lögreglumönnum að aka með handtekinn pilt, fæddan 1991, sem þá var undir áhrifum áfengis, frá mótssvæði í Galtalæk síðasta sumar, að Landsveit í Rangárþingi ytra, sem er í rúmlega fjögurra kílómetra fjarlægð, og skila hann eftir í námunda við sumarbústað.Bankaði í sífellu á rúður lögreglubifreiðarinnar Pilturinn knúði dyra í sumarbústaðnum í leit eftir aðstoð sem varð til þess að þeir sem þar dvöldust kölluðu eftir aðstoð lögreglunnar, sem var nýbúin að skilja hann eftir í óbyggðum samkvæmt ákæruskjali. Í öðrum tölulið segir að lögreglan hafi þá mætt á vettvang og handtekið piltinn á ný. Þá var honum ekið frá fyrrnefndum sumarbústað áleiðis að Galtalæk, þar sem hann var skilinn eftir á Landvegi, um miðja vegu milli bústaðarins og Galtalækjar. Í skýrslu lögreglunnar segir að pilturinn hafi komið upp að lögreglubifreið á hátíðarsvæði í Galtalæk og beðið um að fá að blása í áfengismæli. Lögreglumennirnir hafi tjáð honum að ekki væri ástæða til þess þar sem hann væri greinilega mjög ölvaður. Þá hafi pilturinn bankað í sífellu á rúður lögreglubifreiðarinnar. Honum hafi verið sagt að láta af háttseminni, yfirgefa vettvang og hætta að ónáða lögreglumenn að störfum.Ekið 4 til 5 kílómetra í burtu og skilinn eftir Hann var loks dreginn burt af lögreglumanni en þá komið strax aftur og haldið uppteknum hætti. Eftir ítrekaðar tilraunir til að fá piltinn til að láta af háttsemi inni var ákveðið að færa hann í lögreglu bifreiðina. „Hafi honum þá verið ekið um 4 - 5 kílómetra út fyrir svæðið þar sem honum hafi verið leyft að yfirgefa lögreglubifreiðina," segir í skýrslu lögreglunnar. Varðstjórinn bar fyrir dómi að það hafi verið sín ákvörðun að aka með og skilja illa klæddan mann í annarlegu ástandi einan eftir á fáförnum þjóðvegi um miðja nóttt í rigningu. Hann hafi gefið út þá skipun að beitt yrði vægustu úrræðum með aðila sem yrði til vandræða á útisamkomunni, það er að segja að þeim yrði ekið brott af hátíðarsvæðinu. Varðstjórinn hafi metið það svo að það væri ekki forsvaranlegt, vegna mannfærðar lögreglu á svæðinu, að keyra menn á annað hundrað kílómetra í fangaklefa. Hann neitaði að hafa farið offari í starfi sínu við aðalmeðferð málsins.Rétt ákvörðun varðstjórans Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ljóst sé af framburði lögreglu og vitna að pilturinn hafi verið mjög ölvaður og að honum hafi ekki verið búið nein hætta af því að vera skilinn eftir þar sem veður var gott og hann vel búinn auk þess sem hann átti ekki í vandræðum með að komast til baka á mótssvæðið. Mótssvæðið hafi verið sjáanlegt þar sem honum var sleppt auk þess sem nokkur umferð hafi verið á svæðinu á þessum tíma. Þá segir að pilturinn hafi ekki gert athugasemdir við annan tölulið ákærunnar og hann hafi sagt sjálfur að hann hafi fengið far með vegfaranda til baka á svæðið og að hann hafi ekki lagt fram kæru í málinu. „er það því niðurstaða dómsins að ákærði (varðstjórinn) hafi tekið rétta ákvörðun við framkvæmd lögreglustarfans að þessu leyti og verður hann því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins,“ segir í niðurstöðu dómsins. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Lögregluvarðstjóri á Selfossi var í dag sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands að hafa gerst brotlegur í starfi með því að hafa farið offari í framkvæmd lögreglustarfs og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. Varðstjórinn var ákærður fyrir að hafa fyrirskipað lögreglumönnum að aka með handtekinn pilt, fæddan 1991, sem þá var undir áhrifum áfengis, frá mótssvæði í Galtalæk síðasta sumar, að Landsveit í Rangárþingi ytra, sem er í rúmlega fjögurra kílómetra fjarlægð, og skila hann eftir í námunda við sumarbústað.Bankaði í sífellu á rúður lögreglubifreiðarinnar Pilturinn knúði dyra í sumarbústaðnum í leit eftir aðstoð sem varð til þess að þeir sem þar dvöldust kölluðu eftir aðstoð lögreglunnar, sem var nýbúin að skilja hann eftir í óbyggðum samkvæmt ákæruskjali. Í öðrum tölulið segir að lögreglan hafi þá mætt á vettvang og handtekið piltinn á ný. Þá var honum ekið frá fyrrnefndum sumarbústað áleiðis að Galtalæk, þar sem hann var skilinn eftir á Landvegi, um miðja vegu milli bústaðarins og Galtalækjar. Í skýrslu lögreglunnar segir að pilturinn hafi komið upp að lögreglubifreið á hátíðarsvæði í Galtalæk og beðið um að fá að blása í áfengismæli. Lögreglumennirnir hafi tjáð honum að ekki væri ástæða til þess þar sem hann væri greinilega mjög ölvaður. Þá hafi pilturinn bankað í sífellu á rúður lögreglubifreiðarinnar. Honum hafi verið sagt að láta af háttseminni, yfirgefa vettvang og hætta að ónáða lögreglumenn að störfum.Ekið 4 til 5 kílómetra í burtu og skilinn eftir Hann var loks dreginn burt af lögreglumanni en þá komið strax aftur og haldið uppteknum hætti. Eftir ítrekaðar tilraunir til að fá piltinn til að láta af háttsemi inni var ákveðið að færa hann í lögreglu bifreiðina. „Hafi honum þá verið ekið um 4 - 5 kílómetra út fyrir svæðið þar sem honum hafi verið leyft að yfirgefa lögreglubifreiðina," segir í skýrslu lögreglunnar. Varðstjórinn bar fyrir dómi að það hafi verið sín ákvörðun að aka með og skilja illa klæddan mann í annarlegu ástandi einan eftir á fáförnum þjóðvegi um miðja nóttt í rigningu. Hann hafi gefið út þá skipun að beitt yrði vægustu úrræðum með aðila sem yrði til vandræða á útisamkomunni, það er að segja að þeim yrði ekið brott af hátíðarsvæðinu. Varðstjórinn hafi metið það svo að það væri ekki forsvaranlegt, vegna mannfærðar lögreglu á svæðinu, að keyra menn á annað hundrað kílómetra í fangaklefa. Hann neitaði að hafa farið offari í starfi sínu við aðalmeðferð málsins.Rétt ákvörðun varðstjórans Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ljóst sé af framburði lögreglu og vitna að pilturinn hafi verið mjög ölvaður og að honum hafi ekki verið búið nein hætta af því að vera skilinn eftir þar sem veður var gott og hann vel búinn auk þess sem hann átti ekki í vandræðum með að komast til baka á mótssvæðið. Mótssvæðið hafi verið sjáanlegt þar sem honum var sleppt auk þess sem nokkur umferð hafi verið á svæðinu á þessum tíma. Þá segir að pilturinn hafi ekki gert athugasemdir við annan tölulið ákærunnar og hann hafi sagt sjálfur að hann hafi fengið far með vegfaranda til baka á svæðið og að hann hafi ekki lagt fram kæru í málinu. „er það því niðurstaða dómsins að ákærði (varðstjórinn) hafi tekið rétta ákvörðun við framkvæmd lögreglustarfans að þessu leyti og verður hann því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent