Össur kærir sig kollóttan um gagnrýni frá Ísrael Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2011 19:15 Utanríkisráðherra er gangnrýndur harðlega í Ísrael fyrir heimsókn sína til Miðausturlanda og sagður sýna Ísrael fjandskap og hroka. Ráðherra segir utanríkisstefnu Íslands ekki fjandsamlega Ísrael, en Íslendingar styðji hins vegar stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Heimir Már Pétursson. Manfred Gerstenfeld formaður Miðstöðvar um almannatengsl í Jerúsalem fer hörðum orðum um Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í tengslum við heimsókn hans til Gaza og annarra staða í miðausturlöndum á dögunum. Hann hafi til dæmis vandlega forðast öll diplomatísk samskipti við Ísrael í tengslum við heimsókn sína. Samskipti landanna í tíð núverandi vinstristjórnar á Íslandi séu hreinlega slæm. Íslensk stjónvöld sýni Ísrael umtalsverðan hroka. Össur sé fulltrúi lands sem hafi valdið gríðarlegum fjárhagslegum skaða í öðrum löndum en telji sig þess umkominn að segja Ísraelum hvernig þeir eigi að haga sínum málum. Svo eitthvað sé nefnt af gagnrýni hans. „Ég geri ekkert fyrir grein þessa manns sem meðal annars fer háðulegum orðum um Ísland út af ógæfu okkar í bankahruninu og eiginlega kennir okkur líka um Eyjafjallagosið. Það má lesa það úr grein hans," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann megi hins vegar hafa sínar skoðanir. Íslendingar hafi á sínum tíma mælt fyrir stofnun Ísraelsríkis hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þannig að við höfum líka ákveðinn siðferðilegan rétt til að segja þeim hvað okkur finnst miður fara hjá þeim," segir utanríkisráðherra. En hefur utanríkisstefna Íslands gagnvart Ísrael breyst í tíð núverandi ríkisstjórnar? „Við höfum tekið miklu harðar upp málstað Palestínu en áður. Það liggur alveg ljóst fyrir," segir Össur. Hann hafi ekki legið á þeirri skoðun hjá Sameinuðu þjóðunum og annars staðar að Íslendingar styðji stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Utanríkisstefna Íslands sé ekki fjandsamleg Ísraelum. „Nei, hún er alls ekki fjandsamleg Ísraelum. Miklu frekar má segja að við séum sá vinur sem segir þeim til vammsins. Við viðurkennum tilvistarrétt Ísraels en teljum líka að Palestína eigi sinn tilvistarrétt á þessum slóðum," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Utanríkisráðherra er gangnrýndur harðlega í Ísrael fyrir heimsókn sína til Miðausturlanda og sagður sýna Ísrael fjandskap og hroka. Ráðherra segir utanríkisstefnu Íslands ekki fjandsamlega Ísrael, en Íslendingar styðji hins vegar stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Heimir Már Pétursson. Manfred Gerstenfeld formaður Miðstöðvar um almannatengsl í Jerúsalem fer hörðum orðum um Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í tengslum við heimsókn hans til Gaza og annarra staða í miðausturlöndum á dögunum. Hann hafi til dæmis vandlega forðast öll diplomatísk samskipti við Ísrael í tengslum við heimsókn sína. Samskipti landanna í tíð núverandi vinstristjórnar á Íslandi séu hreinlega slæm. Íslensk stjónvöld sýni Ísrael umtalsverðan hroka. Össur sé fulltrúi lands sem hafi valdið gríðarlegum fjárhagslegum skaða í öðrum löndum en telji sig þess umkominn að segja Ísraelum hvernig þeir eigi að haga sínum málum. Svo eitthvað sé nefnt af gagnrýni hans. „Ég geri ekkert fyrir grein þessa manns sem meðal annars fer háðulegum orðum um Ísland út af ógæfu okkar í bankahruninu og eiginlega kennir okkur líka um Eyjafjallagosið. Það má lesa það úr grein hans," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann megi hins vegar hafa sínar skoðanir. Íslendingar hafi á sínum tíma mælt fyrir stofnun Ísraelsríkis hjá Sameinuðu þjóðunum. „Þannig að við höfum líka ákveðinn siðferðilegan rétt til að segja þeim hvað okkur finnst miður fara hjá þeim," segir utanríkisráðherra. En hefur utanríkisstefna Íslands gagnvart Ísrael breyst í tíð núverandi ríkisstjórnar? „Við höfum tekið miklu harðar upp málstað Palestínu en áður. Það liggur alveg ljóst fyrir," segir Össur. Hann hafi ekki legið á þeirri skoðun hjá Sameinuðu þjóðunum og annars staðar að Íslendingar styðji stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Utanríkisstefna Íslands sé ekki fjandsamleg Ísraelum. „Nei, hún er alls ekki fjandsamleg Ísraelum. Miklu frekar má segja að við séum sá vinur sem segir þeim til vammsins. Við viðurkennum tilvistarrétt Ísraels en teljum líka að Palestína eigi sinn tilvistarrétt á þessum slóðum," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira