
Matarverð á Íslandi er svipað og í Finnlandi og lægra en í Danmörku
Í könnun Eurostat er gerður samanburður á heimilisútgjöldum í 37 Evrópulöndum en hún náði til ESB-landanna 27 og 10 annarra landa í Evrópu, þ.á.m. Íslands. Meðalverð heildarinnkaupa heimila innan ESB-landanna 27 er sett á 100 og síðan er staðan í einstökum löndum metin miðað við það. Samanburðurinn byggir á gögnum frá 2010 og er leiðréttur fyrir mismunandi kaupmætti.
Svipað verðlag á Íslandi og í Frakklandi og BelgíuMiðað við heildarútgjöld eru Sviss, Noregur, Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð dýrustu lönd Evrópu, en verðlag þar var 20-48% hærra en meðaltalið. Ísland reyndist 11% hærra en meðaltalið sem er svipað verðlag og í Frakklandi og Belgíu. Ódýrustu löndin eru Makedónía, Albanía og Búlgaría en þar er verðlagið 44-51% af meðaltalinu. Næstum þrefaldur munur er á verðlagi á milli dýrasta ESB-landsins (Danmerkur - 143%) og þess ódýrasta (Búlgaríu - 51%) sem sýnir að ekki er til neitt eitt „Evrópuverð“ eins og sumir vilja vera að láta.
Matur og drykkjarvörur á svipuðu verði og í FinnlandiÞegar kemur að mat og drykkjarvörum er Ísland 13% yfir meðaltalinu eða á sama stað og Finnland. Athuga verður að þarna er um að ræða allar matvörur, bæði innlendar sem innfluttar. Við höfum séð það undanfarin misseri að innlendar búvörur, sem njóta tollverndar, hafa hækkað mun minna hérlendis heldur en innfluttar tollfrjálsar matvörur. Noregur er áfram dýrastur (165%) en Danmörk er dýrasta ESB landið (136%). Ódýrasta landið er Makedónía (51%) en ódýrasta ESB-landið er Búlgaría (66%).
Af hverju eru raftæki 53% dýrari á Íslandi?Athygli vekur að verð á heimilis- og raftækjum er 53% hærra hér en meðaltalsverð Evrópuríkjanna, en líklega eigum við ekki von á því að SVÞ kvarti sérstaklega yfir því. Að sama skapi kemur í ljós að útgjöld heimilanna til kaupa á fötum og skóm eru um 36% yfir meðaltali og samgöngur og farartæki eru 18% dýrari hérlendis en að meðaltali í Evrópulöndunum. Ekki er hægt að kenna þar um tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Um útgjöld heimilanna í heild má örugglega segja margt og án efa mætti lækka þau með betri og hagvæmari verslun á Íslandi. Við búum við dýrt verslunarkerfi og sama er að segja um flutninga til landsins.
Íslensk fyrirtæki fljót að hækka verð í takt við gengisbreytingarÁ sama tíma og greinin frá SVÞ birtist í Fréttablaðinu voru greinarhöfundar svo óheppnir að fjallað var um rannsókn Seðlabanka Íslands um helsta vandamál neytenda hér á landi, sumsé verðmyndun og álagningargleði íslenskra fyrirtækja. Í rannsókn Seðlabankans kemur m.a. fram að fyrirtæki hérlendis eru líklegri til að hækka verð eftir gengisfall en að lækka það eftir gengisstyrkingu. Á þetta er bent hér en e.t.v. er ástæða fyrir Samtök verslunar og þjónustu að kryfja nánar ástæður þess að innflytjendur eru tregari til að lækka verð en hækka við gengisbreytingar.
Tollverndin er vinsælt umræðuefniEitt vinsælasta umræðuefni aðildarsinna ESB er tollvernd. Tollvernd skapar nauðsynlega rekstrarforsendu fyrir innlendan landbúnað en hún er líka hagstjórnartæki, nokkurs konar stjórntæki fyrir fullvalda þjóð sem ræður sínum málum. Tollverndin er ekki síst hagsmunamál neytenda. Ef tollverndar hefði ekki notið við undanfarna mánuði væri matarverð mun hærra. Rökstuðningurinn að baki þessari fullyrðingu er sá að ef tollvernd væri ekki fyrir hendi væri íslenskur landbúnaður vart svipur hjá sjón – það væru mun færri sem störfuðu við matvælaframleiðslu og minna framleitt af mat í landinu. Frá hausti 2008 hefur innlend búvara hækkað um 20% en innflutt búvara um rúmlega 60%. Tollverndin hefur því varið kaupmátt.
Ef tollverndin hyrfi væri auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum á erlendri jaðarframleiðslu á tiltölulega stuttum tíma. Það er ekki vafi á því að enginn hefði meiri hagsmuni af afnámi tollverndar fyrir íslenskan landbúnað en verslunin. Ekki neytendur og ekki bændur.
Byggjum á staðreyndumBændur eru nú sem fyrr tilbúnir til að taka þátt í umræðum um íslenskan landbúnað og matvörumarkaðinn hér á landi. Við biðjum ekki um annað en að þær umræður séu málefnalegar, byggðar á staðreyndum og nýjustu fáanlegum gögnum.
Skoðun

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar