Veggjakrotarar nást í fimmta hvert sinn 10. ágúst 2011 04:00 Tilkynningar um brot gefa ekki endilega rétta mynd af raunverulegu umfangi þeirra. fréttablaðið/gva Tilkynningum um veggjakrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á undanförnum árum. Árið 2007 var tilkynnt um 399 brot en árið 2010 voru tilkynningarnar 102. Það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um 58 brot. Hinir seku nást að jafnaði í um fimmta hverju tilviki. Árlega er ákært að jafnaði í færri en tíu málum. Enn færri málum lýkur með sektargerð, að sögn Snorra Arnar Árnasonar, félagsfræðings hjá upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segir að hafa þurfi í huga að tilkynningar um brot til lögreglu gefi ekki endilega rétta mynd af raunverulegu umfangi þeirra. „Ýmislegt getur haft áhrif á fjölda tilkynninga, eins og ef hleypt er af stokkunum sérstökum átaksverkefnum í tengslum við veggjakrot, almenn vitund borgara og hvati til að fá tjón bætt. Almenn útbreiðsla veggjakrots getur hugsanlega fylgt sveiflum innan þeirrar menningar þar sem athæfið þrífst.“ Sektir eða bótagreiðslur vegna veggjakrots geta numið allt frá 20 þúsundum króna upp í rúmlega 100 þúsund. Algengt viðmið er að sektir nemi um helmingi andvirðis skemmdanna. Snorri bendir á að í hverju máli geti nokkrir verið kærðir fyrir sama brotið auk þess sem sumir sakborningar geti komið við sögu í fleiri en einu máli. Hann tekur fram að erfitt sé að gefa glögga mynd af fjölda eða umfangi sekta vegna veggjakrots þar sem sakborningar geti átt önnur brot að baki. Sektarupphæðir séu þess vegna ákvarðaðar með tilliti til fleiri brota. Árið 2008 var sérstakt átak á vegum Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við veggjakroti. Var það skráð og myndað með skipulögðum hætti frá maí til októbermánaðar. Í ljós kom að krotað hafði verið á 42 þúsund fermetra. Kostnaður borgarinnar vegna veggjakrots það ár var 155 milljónir króna. Í fyrra nam kostnaður borgarinnar vegna veggjakrots 44 milljónum króna en í ár er kostnaðurinn áætlaður 26 milljónir samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði. ibs@frettabladid.is Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tilkynningum um veggjakrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á undanförnum árum. Árið 2007 var tilkynnt um 399 brot en árið 2010 voru tilkynningarnar 102. Það sem af er þessu ári hefur verið tilkynnt um 58 brot. Hinir seku nást að jafnaði í um fimmta hverju tilviki. Árlega er ákært að jafnaði í færri en tíu málum. Enn færri málum lýkur með sektargerð, að sögn Snorra Arnar Árnasonar, félagsfræðings hjá upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segir að hafa þurfi í huga að tilkynningar um brot til lögreglu gefi ekki endilega rétta mynd af raunverulegu umfangi þeirra. „Ýmislegt getur haft áhrif á fjölda tilkynninga, eins og ef hleypt er af stokkunum sérstökum átaksverkefnum í tengslum við veggjakrot, almenn vitund borgara og hvati til að fá tjón bætt. Almenn útbreiðsla veggjakrots getur hugsanlega fylgt sveiflum innan þeirrar menningar þar sem athæfið þrífst.“ Sektir eða bótagreiðslur vegna veggjakrots geta numið allt frá 20 þúsundum króna upp í rúmlega 100 þúsund. Algengt viðmið er að sektir nemi um helmingi andvirðis skemmdanna. Snorri bendir á að í hverju máli geti nokkrir verið kærðir fyrir sama brotið auk þess sem sumir sakborningar geti komið við sögu í fleiri en einu máli. Hann tekur fram að erfitt sé að gefa glögga mynd af fjölda eða umfangi sekta vegna veggjakrots þar sem sakborningar geti átt önnur brot að baki. Sektarupphæðir séu þess vegna ákvarðaðar með tilliti til fleiri brota. Árið 2008 var sérstakt átak á vegum Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við veggjakroti. Var það skráð og myndað með skipulögðum hætti frá maí til októbermánaðar. Í ljós kom að krotað hafði verið á 42 þúsund fermetra. Kostnaður borgarinnar vegna veggjakrots það ár var 155 milljónir króna. Í fyrra nam kostnaður borgarinnar vegna veggjakrots 44 milljónum króna en í ár er kostnaðurinn áætlaður 26 milljónir samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira