Innlent

Pétur Bürcher fer með kaþólika í pílagrímsferð

Boði Logason skrifar
Pétur Bürcher, biskup Kaþólsku kirkjunnar.
Pétur Bürcher, biskup Kaþólsku kirkjunnar.
Pétur Bürcher, biskup Kaþólsku kirkjunnar, fer með kaþólika á Íslandi í pílagrímsferð til Maríulindar, sem er lind sem sprettur unda hraunjaðri við Hellna á Snæfellsnesi, í dag. Þetta er fyrsta pílagrímsför biskupsins.

Í tilkynningu segir að biskupinn hafi viljað að ungmenni byggju sig andlega undir Heimsæskulýðsdaginn 2011, sem haldinn verður í Madríd á þessu ári með Benedikt Páfa XVI en 18 þátttakendur fara frá Íslandi. „Pílagrímsferðin er því hvati fyrir ungt fólk til að vaxa og dafna í trúnni, styrkja samband sitt við Guð og heilaga Guðsmóður. Fyrir því er rík hefð í kaþólskri trú að sækja heilaga staði þar sem María mey á að hafa birst til að leita sér heilunar, handleiðslu og fyrirgefningar og er vonast til þess, með þessari pílagrímsferð, að ungir jafnt sem aldnir tileinki sér þá hefð," segir í tilkynningu.

Rúmlega 100 þátttakendur fara í pílagrímsferðina „í þeirri viðleitni að gera fólk meðvitaðra um þennan merka atburð sem á sér vissa sérstöðu á Norðurlöndunum og um leið stuðla að því að skapa þá hefð að kristið fólk geri sér leið til Maríulindar til að heiðra heilaga Maríu og bera fram bænir sínar til hennar,“ segir ennfremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×