Enski boltinn

Arsenal óttast ekki að missa Van Persie

Forráðamenn Arsenal segjast ekki hafa neinar áhyggjur af því að Hollendingurinn Robin van Persie yfirgefi herbúðir félagsins næsta sumar. Van Persie er samningsbundinn til 2013. Persie hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og skorað 23 mörk í öllum keppnum það sem af er vetri.

Van Persie segist ekki vilja fara frá Arsenal en að sama skapi hefur hann slegið viðræðum um nýjan samning á frest og einhverjir óttast að hann muni þvinga félagið til þess að selja sig næsta sumar.

Það er svo sannarlega enginn skortur á áhugasömum félögum og hefur Real Madrid verið nefnt í því sambandi.

"Ég held að Robin vilji vera hér áfram. Hann virðist vera mjög ánægður. Við erum ekkert búnir að ræða nýjan samning en vitum að hann vill ekki fara. Hann vill ekki ræða nýjan samning núna og það er í fínu lagi okkar vegna," sagði Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×