Íslendingar stela meira af tónlist en aðrar þjóðir 9. febrúar 2011 11:00 Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir. Engilbert Hafsteinsson á Tonlist.is bendir þó á að kaup á tónlist á netinu á Íslandi séu í mikilli sókn. fréttablaðið/gva „Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Við erum eftir á – við eigum alveg slatta inni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir og stela því meira. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engar nákvæmar tölur yfir hlutfall tónlistarsölu á netinu á Íslandi eru tiltækar, en til stendur að ráða bót á því samkvæmt Ásmundi Jónssyni, formanni Félags hljómplötuframleiðenda. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisaukaskatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niðurhali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Engilbert bendir á að sala á tónlist á netinu hafi staðnað á heimsvísu milli áranna 2009 og 2010 á meðan hún jókst um 27 prósent hér á landi. Hann bendir einnig á að 80 prósent af keyptri tónlist á netinu hér á landi séu íslensk. „Þrátt fyrir að við séum með 50 þúsund íslensk lög á móti 5,5 milljónum erlendra laga,“ segir hann og bætir við að hlutfall ólöglegs niðurhals sé hátt hér á landi. „Þannig að tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vefinn og kaupa Sálina.“ Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Ákasyni, framkvæmdastjóra Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi. Bjarni segir þó að þúsundir Íslendinga kaupi tónlist í verslunum iTunes með sérstökum inneignarkortum sem hægt er að nálgast með krókaleiðum. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira