Ekki er alltaf hægt að breyta skráningu útblásturs á bílum 31. janúar 2011 16:00 Á álagningarseðli bifreiðagjalda kemur fram hvernig gjöld eru lögð á. Liggi ekki fyrir upplýsingar um skráða losun koltvísýrings (co2) þá stendur að losunin sé „óþekkt“. Fréttablaðið/Stefán Mikið álag hefur verið á starfsfólki Umferðarstofu síðustu daga vegna fólks sem vill fá upplýsingar um útblástursskráningu bíla sinna. Fólk er beðið um að senda stofnuninni frekar tölvupóst en að hringja. Um áramót tóku gildi ný lög sem breyttu útreikningi bifreiðagjalda. Þau miðast nú við skráða losun koltvísýrings. Liggi þær upplýsingar ekki fyrir eru gjöldin ákvörðuð í samræmi við þyngd ökutækisins. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, bendir á að skammt sé síðan lögunum var breytt og að ekki hafi verið haft samráð við Umferðarstofu um breytingarnar. „Komast hefði mátt hjá óþægindum fjölda bifreiðaeigenda ef Umferðarstofa hefði komið að þeim undirbúningi," segir hann. Axel Bergmann, framkvæmdastjóri Bílabankans, segist þekkja dæmi þar sem tæpum ellefu þúsund krónum munar á gjöldum eins bíla. Annar tveggja Range Rover jeppa af 2007 árgerð var fluttur nýr til landsins af umboði. Bifreiðagjöld af honum segir Axel vera 23.312 krónur. Hinn var fluttur inn notaður og greiðir 33.214 krónur. „Ég myndi halda að hátt í 30 prósent bíla séu rangt skráð," segir Axel, en upplýsingar um vanskráningu liggja ekki fyrir hjá Umferðarstofu. Í tölum sem Bílgreinasambandið birti í fyrrasumar kom fram að meðalaldur bíla hér er 10,5 ár, með því hæsta sem gerist í Evrópu. Í svörum Umferðarstofu um málið kemur fram að losun koltvísýrings sé skráð í ökutækjaskrá hjá flestum nýlegri bílum. „Hins vegar er ákveðinn hluti fólksbifreiða, svo sem þær sem eru eldri en 10 ára, ekki með skráða losun koltvísýrings í ökutækjaskrá," segir í tilkynningu Umferðarstofu. Þá er vitað að rútur, sendi- og vörubílar, auk fólksbíla, sem fluttir hafa verið inn notaðir frá Bandaríkjunum, eru ekki með skráða losun koltvísýrings. Fram kemur í svörum stofnunarinnar að hvorki sé hægt að breyta skráningu bíla sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum, né skráningu sendi-, vöru- og hópferðabifreiða. Þótt dæmi séu um annað segir Einar Magnús ekki hægt að gefa sér að gjöld lækki sé losun ökutækja skráð. „Í vissum tilfellum er því öfugt farið, þau gætu hækkað," segir hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Umferðarstofu síðustu daga vegna fólks sem vill fá upplýsingar um útblástursskráningu bíla sinna. Fólk er beðið um að senda stofnuninni frekar tölvupóst en að hringja. Um áramót tóku gildi ný lög sem breyttu útreikningi bifreiðagjalda. Þau miðast nú við skráða losun koltvísýrings. Liggi þær upplýsingar ekki fyrir eru gjöldin ákvörðuð í samræmi við þyngd ökutækisins. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, bendir á að skammt sé síðan lögunum var breytt og að ekki hafi verið haft samráð við Umferðarstofu um breytingarnar. „Komast hefði mátt hjá óþægindum fjölda bifreiðaeigenda ef Umferðarstofa hefði komið að þeim undirbúningi," segir hann. Axel Bergmann, framkvæmdastjóri Bílabankans, segist þekkja dæmi þar sem tæpum ellefu þúsund krónum munar á gjöldum eins bíla. Annar tveggja Range Rover jeppa af 2007 árgerð var fluttur nýr til landsins af umboði. Bifreiðagjöld af honum segir Axel vera 23.312 krónur. Hinn var fluttur inn notaður og greiðir 33.214 krónur. „Ég myndi halda að hátt í 30 prósent bíla séu rangt skráð," segir Axel, en upplýsingar um vanskráningu liggja ekki fyrir hjá Umferðarstofu. Í tölum sem Bílgreinasambandið birti í fyrrasumar kom fram að meðalaldur bíla hér er 10,5 ár, með því hæsta sem gerist í Evrópu. Í svörum Umferðarstofu um málið kemur fram að losun koltvísýrings sé skráð í ökutækjaskrá hjá flestum nýlegri bílum. „Hins vegar er ákveðinn hluti fólksbifreiða, svo sem þær sem eru eldri en 10 ára, ekki með skráða losun koltvísýrings í ökutækjaskrá," segir í tilkynningu Umferðarstofu. Þá er vitað að rútur, sendi- og vörubílar, auk fólksbíla, sem fluttir hafa verið inn notaðir frá Bandaríkjunum, eru ekki með skráða losun koltvísýrings. Fram kemur í svörum stofnunarinnar að hvorki sé hægt að breyta skráningu bíla sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum, né skráningu sendi-, vöru- og hópferðabifreiða. Þótt dæmi séu um annað segir Einar Magnús ekki hægt að gefa sér að gjöld lækki sé losun ökutækja skráð. „Í vissum tilfellum er því öfugt farið, þau gætu hækkað," segir hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira