Ekki er alltaf hægt að breyta skráningu útblásturs á bílum 31. janúar 2011 16:00 Á álagningarseðli bifreiðagjalda kemur fram hvernig gjöld eru lögð á. Liggi ekki fyrir upplýsingar um skráða losun koltvísýrings (co2) þá stendur að losunin sé „óþekkt“. Fréttablaðið/Stefán Mikið álag hefur verið á starfsfólki Umferðarstofu síðustu daga vegna fólks sem vill fá upplýsingar um útblástursskráningu bíla sinna. Fólk er beðið um að senda stofnuninni frekar tölvupóst en að hringja. Um áramót tóku gildi ný lög sem breyttu útreikningi bifreiðagjalda. Þau miðast nú við skráða losun koltvísýrings. Liggi þær upplýsingar ekki fyrir eru gjöldin ákvörðuð í samræmi við þyngd ökutækisins. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, bendir á að skammt sé síðan lögunum var breytt og að ekki hafi verið haft samráð við Umferðarstofu um breytingarnar. „Komast hefði mátt hjá óþægindum fjölda bifreiðaeigenda ef Umferðarstofa hefði komið að þeim undirbúningi," segir hann. Axel Bergmann, framkvæmdastjóri Bílabankans, segist þekkja dæmi þar sem tæpum ellefu þúsund krónum munar á gjöldum eins bíla. Annar tveggja Range Rover jeppa af 2007 árgerð var fluttur nýr til landsins af umboði. Bifreiðagjöld af honum segir Axel vera 23.312 krónur. Hinn var fluttur inn notaður og greiðir 33.214 krónur. „Ég myndi halda að hátt í 30 prósent bíla séu rangt skráð," segir Axel, en upplýsingar um vanskráningu liggja ekki fyrir hjá Umferðarstofu. Í tölum sem Bílgreinasambandið birti í fyrrasumar kom fram að meðalaldur bíla hér er 10,5 ár, með því hæsta sem gerist í Evrópu. Í svörum Umferðarstofu um málið kemur fram að losun koltvísýrings sé skráð í ökutækjaskrá hjá flestum nýlegri bílum. „Hins vegar er ákveðinn hluti fólksbifreiða, svo sem þær sem eru eldri en 10 ára, ekki með skráða losun koltvísýrings í ökutækjaskrá," segir í tilkynningu Umferðarstofu. Þá er vitað að rútur, sendi- og vörubílar, auk fólksbíla, sem fluttir hafa verið inn notaðir frá Bandaríkjunum, eru ekki með skráða losun koltvísýrings. Fram kemur í svörum stofnunarinnar að hvorki sé hægt að breyta skráningu bíla sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum, né skráningu sendi-, vöru- og hópferðabifreiða. Þótt dæmi séu um annað segir Einar Magnús ekki hægt að gefa sér að gjöld lækki sé losun ökutækja skráð. „Í vissum tilfellum er því öfugt farið, þau gætu hækkað," segir hann. olikr@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
Mikið álag hefur verið á starfsfólki Umferðarstofu síðustu daga vegna fólks sem vill fá upplýsingar um útblástursskráningu bíla sinna. Fólk er beðið um að senda stofnuninni frekar tölvupóst en að hringja. Um áramót tóku gildi ný lög sem breyttu útreikningi bifreiðagjalda. Þau miðast nú við skráða losun koltvísýrings. Liggi þær upplýsingar ekki fyrir eru gjöldin ákvörðuð í samræmi við þyngd ökutækisins. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, bendir á að skammt sé síðan lögunum var breytt og að ekki hafi verið haft samráð við Umferðarstofu um breytingarnar. „Komast hefði mátt hjá óþægindum fjölda bifreiðaeigenda ef Umferðarstofa hefði komið að þeim undirbúningi," segir hann. Axel Bergmann, framkvæmdastjóri Bílabankans, segist þekkja dæmi þar sem tæpum ellefu þúsund krónum munar á gjöldum eins bíla. Annar tveggja Range Rover jeppa af 2007 árgerð var fluttur nýr til landsins af umboði. Bifreiðagjöld af honum segir Axel vera 23.312 krónur. Hinn var fluttur inn notaður og greiðir 33.214 krónur. „Ég myndi halda að hátt í 30 prósent bíla séu rangt skráð," segir Axel, en upplýsingar um vanskráningu liggja ekki fyrir hjá Umferðarstofu. Í tölum sem Bílgreinasambandið birti í fyrrasumar kom fram að meðalaldur bíla hér er 10,5 ár, með því hæsta sem gerist í Evrópu. Í svörum Umferðarstofu um málið kemur fram að losun koltvísýrings sé skráð í ökutækjaskrá hjá flestum nýlegri bílum. „Hins vegar er ákveðinn hluti fólksbifreiða, svo sem þær sem eru eldri en 10 ára, ekki með skráða losun koltvísýrings í ökutækjaskrá," segir í tilkynningu Umferðarstofu. Þá er vitað að rútur, sendi- og vörubílar, auk fólksbíla, sem fluttir hafa verið inn notaðir frá Bandaríkjunum, eru ekki með skráða losun koltvísýrings. Fram kemur í svörum stofnunarinnar að hvorki sé hægt að breyta skráningu bíla sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum, né skráningu sendi-, vöru- og hópferðabifreiða. Þótt dæmi séu um annað segir Einar Magnús ekki hægt að gefa sér að gjöld lækki sé losun ökutækja skráð. „Í vissum tilfellum er því öfugt farið, þau gætu hækkað," segir hann. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði