Erlent

Ráðherra sagði af sér eftir viku í embætti

Ráðherra í ríkisstjórn Japans sem hefur uppbyggingarmál í kjölfar jarðskjálftans í mars að gera, hefur sagt af sér eftir aðeins viku í embætti. Ryu Matsumoto hafði verið harðlega gagnrýndur af fjölmiðlum eftir að hafa látið ónærgætin orð falla í garð ríkisstjóra þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum og flóðbylgjunni sem kom á eftir.

Hann hafði sagt að þeir gætu ekki átt von á stuðningi frá ríkisstjórninni nema þeir gerðu raunhæfar áætlanir um uppbyggingu svæðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×