Icesave-kynningarnefndin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. mars 2011 05:45 Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Icesave Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að skilanefnd gamla Landsbankans telur nú að meira fáist fyrir eignasafn bankans sem verður þá til þess að lækka eitthvað þær greiðslur sem ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands vilja að íslenska þjóðin taki á sig fyrir fjárglæframennina. Ég fagna því að börnin mín þurfi að greiða minna af skuldum annarra. Hins vegar verðum við að muna að mat þetta byggir á mati skilanefndarinnar eða þeirra sem vinna fyrir hana en ekki sjálfstæðu mati óháðra aðila. Ég hef því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum lagt fram þingsályktun um að sjálfstætt mat verði lagt á eignasafnið áður en Íslendingar ganga til kosninga um Icesave III. Reikna ég með að ályktunin gangi fljótt og vel í gegnum þingið enda mikilvægt fyrir alla að trúverðugleiki ríki um matið. Vonandi er eignasafnið enn betra en skilanefndin gerir ráð fyrir. Fyrir því má færa rök, að ef eignasafnið batnar og batnar líkt og kynnt var nýlega þá hlýtur að vera betra að bíða og sjá hver þróunin verður í stað þess að efna til skuldbindinga sem enginn hefur fært rök fyrir að okkur beri að axla. En getur verið að verðmæti eignasafnsins sveiflist til? Fyrir Icesave II atkvæðagreiðsluna var eignasafn Landsbankans metið á 1172 milljarða. Nú er talað um að það sé mjög ánægjulegt að það hafi hækkað upp í 1175 milljarða. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í millitíðinni LÆKKAÐI það niður í 1132 milljarða! Ekki minntist kynningarnefndin á þetta í gær. Þá komum við að þeirri undarlegu sýningu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu nýlega er íslenska samninganefndin kynnti nýtt mat skilanefndarinnar! Hvers vegna í ósköpunum var samninganefndin að kynna matið? Hvar var skilanefndin? Því miður þá sýnist mér að nú sé samninganefndin ekki lengur samninganefnd heldur kynningarnefnd þríflokksins (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG). Það er ljóst að umboð það sem ég taldi mig veita samninganefndinni náði ekki til kynningarstarfs. Hver greiðir kynningarkostnaðinn?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar