Líkbrennsla algengari - þriðji hver Reykvíkingur brenndur Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 09:23 Duftgarðurinn í Fossvogi er einn af fimm slíkum görðum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Hari Líkbrennsla hefur færst í vöxt á síðustu árum og er svo komið að fimmti hver Íslendingur er brenndur eftir andlát. Þegar litið er til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma einvörðungu er hlutfallið hins vegar enn hærra, en þriðji hver sem deyr á því svæði er brenndur. Þrátt fyrir þennan fjölda eru Reykvíkingar eftirbátar íbúa höfuðborga hinna Norðurlandanna en í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi fer hlutfallið yfir 90 prósent. Engu að síður hefur fjölgunin orðið mikil hér þegar kemur að bálförum en árið 1995 voru þær aðeins tæp 9 prósent útfara hér á landi. Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, segir ástæðuna fyrir því að hlutfall bálfara er hér hærra á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni vera tvíþætta. „Eina bálstofa landsins er staðsett í Reykjavík og þarf því ekki að flytja kistu um langan veg í bálstofuna ef menn búa og deyja á höfuðborgarsvæðinu. Öðru máli gegnir um þá sem búa úti á landi, þá er oft um verulega flutninga að ræða. Hin ástæðan er sú að mjög fáir duftgrafreitir eru úti á landi," segir hann.Áhrif frá nágrannalöndunum Í Bautasteini, fréttabréfi Kirkjugarðasambands Íslands, eru teknar saman tölur yfir fjölda bálfara á Íslandi undanfarin ár og hlutfall þeirra af útförum. Þar sést að frá árinu 2000 fóru fram 212 bálfarar sem þá voru tæp 12 prósent af útförum á Íslandi. Fimm árum síðar, 2005, var fjöldinn kominn upp í 351 og hlutfallið rúm 19 prósent. Nýjustu tölur eru frá árinu 2009 þegar fram fóru 412 bálfarir eða tæp 21 prósent af heildinni. Þórsteinn telur þessa aukningu meðal annars stafa af áhrifum frá nágrannalöndum okkar, Norðurlöndunum og Bretlandi. Margir hafa búið þar til lengri eða skemmri tíma og tileinkað sér þennan sið.Þjóðhagslega hagkvæmt Duftgarðar, sem duftker eru jörðuð í, eru einnig viðráðanlegri í umhirðu og oft snyrtilegri en kistugrafreitir. Þá bendir Þórsteinn á að sex sinnum minna land fer undir duftgrafir en kistugrafir. „Mörgum finnst að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að láta brenna sig með það í huga," segir hann. Önnur möguleg ástæða aukningarinnar, að mati Þórsteins, er að mörgum finnst brennslan vera „hreinlegri" leið en sú hefðbundnari. „Það taki aðeins einn til tvo klukkutíma að umbreyta líkamanum í frumefni sín e það taki líkamann langa tíma að umbreytast með rotnun," segir hann.Ódýrari kostur Í Bautasteini kemur einnig fram að í Noregi eru bálfarir 39,5 prósent af heildinni og í Finnlandi 39,5 prósent. Hlutfallið er mun hærra í Danmörku og Svíþjóð, eða 77 prósent í báðum löndum Í höfuðborgum síðastnefndu landanna var hlutfallið síðan komið yfir 90 prósent árið 2009. „Danir og Svíar hafa stýrt þessu hagrænt. Eftir miðja 20. öldina urðu bálfarir ódýrari en hefðbundnar kistugrafir. Eftir það jukust bálfarir mjög hratt. Einnig var hamrað á því að bálfarir væru mun ódýrari fyrir samfélagið vegna þess að duftreitir tækju mun minna pláss og auðveldara væri að endurnýta þá," segir Þórsteinn. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira
Líkbrennsla hefur færst í vöxt á síðustu árum og er svo komið að fimmti hver Íslendingur er brenndur eftir andlát. Þegar litið er til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma einvörðungu er hlutfallið hins vegar enn hærra, en þriðji hver sem deyr á því svæði er brenndur. Þrátt fyrir þennan fjölda eru Reykvíkingar eftirbátar íbúa höfuðborga hinna Norðurlandanna en í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi fer hlutfallið yfir 90 prósent. Engu að síður hefur fjölgunin orðið mikil hér þegar kemur að bálförum en árið 1995 voru þær aðeins tæp 9 prósent útfara hér á landi. Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, segir ástæðuna fyrir því að hlutfall bálfara er hér hærra á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni vera tvíþætta. „Eina bálstofa landsins er staðsett í Reykjavík og þarf því ekki að flytja kistu um langan veg í bálstofuna ef menn búa og deyja á höfuðborgarsvæðinu. Öðru máli gegnir um þá sem búa úti á landi, þá er oft um verulega flutninga að ræða. Hin ástæðan er sú að mjög fáir duftgrafreitir eru úti á landi," segir hann.Áhrif frá nágrannalöndunum Í Bautasteini, fréttabréfi Kirkjugarðasambands Íslands, eru teknar saman tölur yfir fjölda bálfara á Íslandi undanfarin ár og hlutfall þeirra af útförum. Þar sést að frá árinu 2000 fóru fram 212 bálfarar sem þá voru tæp 12 prósent af útförum á Íslandi. Fimm árum síðar, 2005, var fjöldinn kominn upp í 351 og hlutfallið rúm 19 prósent. Nýjustu tölur eru frá árinu 2009 þegar fram fóru 412 bálfarir eða tæp 21 prósent af heildinni. Þórsteinn telur þessa aukningu meðal annars stafa af áhrifum frá nágrannalöndum okkar, Norðurlöndunum og Bretlandi. Margir hafa búið þar til lengri eða skemmri tíma og tileinkað sér þennan sið.Þjóðhagslega hagkvæmt Duftgarðar, sem duftker eru jörðuð í, eru einnig viðráðanlegri í umhirðu og oft snyrtilegri en kistugrafreitir. Þá bendir Þórsteinn á að sex sinnum minna land fer undir duftgrafir en kistugrafir. „Mörgum finnst að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að láta brenna sig með það í huga," segir hann. Önnur möguleg ástæða aukningarinnar, að mati Þórsteins, er að mörgum finnst brennslan vera „hreinlegri" leið en sú hefðbundnari. „Það taki aðeins einn til tvo klukkutíma að umbreyta líkamanum í frumefni sín e það taki líkamann langa tíma að umbreytast með rotnun," segir hann.Ódýrari kostur Í Bautasteini kemur einnig fram að í Noregi eru bálfarir 39,5 prósent af heildinni og í Finnlandi 39,5 prósent. Hlutfallið er mun hærra í Danmörku og Svíþjóð, eða 77 prósent í báðum löndum Í höfuðborgum síðastnefndu landanna var hlutfallið síðan komið yfir 90 prósent árið 2009. „Danir og Svíar hafa stýrt þessu hagrænt. Eftir miðja 20. öldina urðu bálfarir ódýrari en hefðbundnar kistugrafir. Eftir það jukust bálfarir mjög hratt. Einnig var hamrað á því að bálfarir væru mun ódýrari fyrir samfélagið vegna þess að duftreitir tækju mun minna pláss og auðveldara væri að endurnýta þá," segir Þórsteinn.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira