Erlent

Þrír látnir eftir flugsýningu

Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint.
Athugið að myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þrír létust og tugir slösuðust þegar flugvél á flugsýningu í Nevada hlekktist á í lofti og hrapaði til jarðar á áhorfendur. Formælendur sýningarinnar telja að vél flugvélarinnar, sem var af gerðinni Mustang, hafi bilað. Flugvélin hafi þó haft öll tilskilin leyfi og staðist allar skoðanir athugasemdalaust. Þá var flugmaðurinn, Jimmy Leeward, einn sá þekktasti og reyndasti á sínu sviði.

Fimmtíu og fjórir hafa verið færðir á spítala, margir þungt haldnir. Óttast er að fleiri láti lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×