Erlent

Þýskur ráðherra vill sniðganga facebook

Mark Zuckerberg á ekki uppá pallborðið í stjórnarráði Þýskalands.
Mark Zuckerberg á ekki uppá pallborðið í stjórnarráði Þýskalands.
Þýski ráðherra neytendaverndar hvetur ráðuneyti sitt til að sniðganga samskiptamiðilinn facebook. Ráðherran telur að vegna lagalegra ágreiningsefna um persónuvernd ættu yfirvöld landsins ekki að setja facebook-hnapp á allar opinberar internet síður og því síður stofna fan-page um ráðuneyti landsins.

Með þessum aðgerðum vill ráðherrann, Ilse Aigner, setja gott fordæmi varðandi vernd á persónuupplýsingum.

Þýskaland eru á varðbergi gagnvart samskiptamiðlinum, en þessi yfirlýsing Aigner kemur í kjölfar umræðna um að banna hinn svonefnda like-takk þar í landi.

Þýskir bloggarar eru margir hverjir æfir vegna áætlunar ráðherra og kalla hana „gagnaverndar móðursýkiskast".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×