Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar 21. mars 2011 13:54 Bótox í Kópavoginum. „Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ. Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ.
Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13
Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01