Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar 21. mars 2011 13:54 Bótox í Kópavoginum. „Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ. Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi. Það var DV sem afhjúpaði starfssemi konunnar, en í fréttinni sem birtist í blaðinu í morgun, kemur meðal annars fram að konan notar Dysport. Í því er efnið Botulinum Toxin A, sem er einnig að finna í bótoxi. Fyrir þjónustuna rukkar hún um 50 þúsund krónur samkvæmt DV. Efnið fær hún frá Úkraínu. Að sögn Geirs er efnið Botulinum eiturefni sem lamar vöðva. „Það er ekki efni sem maður á að nota heima," segir Geir um notkun efnisins sem er stórhættulegt, og getur í allra verstu tilfellum, stórskaðað viðkomandi sé það vitlaust notað. Hann bendir á að iðullega berist embættinu fyrirspurnir og óskir um að fá að meðhöndla fólkmeð ísprautunarefnum fyrir fegrunaðgerðir sem eru ekki eru skilgreind sem lyf eða eiturefni. Svo virðist sem starfsemi konunnar sé á gráu svæði en landlæknaembættið hefur ekki komist að eiginlegri niðurstöðu um málið, þó það sé til skoðunar hjá embættinu. „Það er spurning hvort svona lagað falli undir neytendavernd," segir Geir. Hann segir lyfjastofnun hafa eftirlitsskyldur gagnvart sölu á svona efnum. Spurður hvort hann muni eftir svona starfsemi, eða að svona lagað hafi verið tilkynnt til embættisins, svarar Geir því til að hann muni ekki eftir öðru eins í sinni tíð. Aðspurður hvort heimilisstarfssemi konunnar sé ekki heldur illa skilgreind, og falli jafnvel inn á grátt svæði, svarar Geir: „Það er mjög erfitt að koma alltaf með hundrað prósent skilgreiningar á hlutunum og koma í veg fyrir að einhver taki upp á því hjá sjálfum sér að bjóða upp á starfsemi sem þessa. Hér verður notandi þjónustunnar að líta í eigin barm." Konan hefur stundað fegrunaraðgerðir á heimili sínu í fjögur ár samkvæmt DV. Vísir ræddi við Ásgeir Þór Davíðsson fyrr í morgun, þar sem kom í ljós að konan, sem er um fertugt, starfaði sem nektardansmær á stað hans fyrir um fimm árum síðan. Nágrannar konunnar sögðu í viðtali við Vísi að þeir hefðu orðið varir við að ungar konur af erlendum uppruna virtust leita í þjónustu konunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er málið ekki til rannsóknar þar á bæ.
Tengdar fréttir Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13 Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Botox-kona vann sem nektardansmær "Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger. 21. mars 2011 10:13
Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur "Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu. 21. mars 2011 11:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent