Litháískur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í dag fyrir að smygla rúmlega 350 grömmum af kókaíni til landsins. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, smyglaði efnunum til landsins frá London í Bretlandi í janúar á þessu ári.
Efnin reyndust falin í líkama mannsins. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
