Opnir nefndafundir Alþingis – aukið gegnsæi í þingstörfum Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 27. desember 2011 06:00 Í sumar voru gerðar margvíslegar breytingar á þingskaparlögum í því skyni að styrkja eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Einn liður í þessum breytingum voru ákvæði um opna upplýsingafundi nefnda. Hlutverk slíkra funda er að vera vettvangur fyrir samræðu þingnefndar við aðila utan hennar þar sem nefndarmenn geta leitað upplýsinga eða skýringa á tilteknum málum fyrir opnum tjöldum. Þessir upplýsingafundir eru tvenns konar. Annars vegar eru fundir sem eru opnir almenningi og fréttamönnum og sem er jafnframt sjónvarpað beint og sendir út á vef Alþingis. Hins vegar eru upplýsingafundir sem ekki eru sendir út en sem opnir eru fyrir fréttamönnum. Með lagaákvæði um opna upplýsingafundi þingnefnda er ekki aðeins verið að auka aðhald þingsins með störfum ríkisstjórnar og stjórnsýslu hennar heldur er einnig verið að auka gegnsæi í störfum Alþingis og gefa fjölmiðlum og almenningi betra tækifæri til að fylgjast með störfum þingsins. Opnir upplýsingafundir sem eru sendir út eru í eðli sínu sambærilegir við „yfirheyrslufundi" (e. hearings, n. hörings) í öðrum þingum. Frá því að þing var sett 1. okt. sl. hafa fastanefndir Alþingis haldið 23 opna nefndafundi. Þrettán þessara funda hefur bæði verið sjónvarpað og þeir sendir út á vef Alþingis og tíu hafa verið opnir fréttamönnum en ekki sendir út. Þeir sem ekki hafa tök á því að fylgjast með beinum útsendingum frá nefndafundum eiga þess kost að sjá þessa fundi með því að fara á vef Alþingis þar sem upptaka af fundunum er varðveitt á vefslóðinni http://www.althingi.is/vefur/opnirnefndarfundir.html. Forsætisnefnd Alþingis hafði árið 2008 sett reglur um opna fundi nefnda og á þeim grundvelli voru haldnir 13 opnir nefndafundir á þriggja ára tímabili 2008-2011 eða að jafnaði fjórir á ári. Ljóst er hins vegar að skýr lagaákvæði um opna nefndafundi frá því í sumar hafa orðið þingmönnum mikill hvati til að halda slíka fundi eins og sést á þeim fjölda funda sem haldnir hafa verið á tveggja mánaða tímabili þetta haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar voru gerðar margvíslegar breytingar á þingskaparlögum í því skyni að styrkja eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Einn liður í þessum breytingum voru ákvæði um opna upplýsingafundi nefnda. Hlutverk slíkra funda er að vera vettvangur fyrir samræðu þingnefndar við aðila utan hennar þar sem nefndarmenn geta leitað upplýsinga eða skýringa á tilteknum málum fyrir opnum tjöldum. Þessir upplýsingafundir eru tvenns konar. Annars vegar eru fundir sem eru opnir almenningi og fréttamönnum og sem er jafnframt sjónvarpað beint og sendir út á vef Alþingis. Hins vegar eru upplýsingafundir sem ekki eru sendir út en sem opnir eru fyrir fréttamönnum. Með lagaákvæði um opna upplýsingafundi þingnefnda er ekki aðeins verið að auka aðhald þingsins með störfum ríkisstjórnar og stjórnsýslu hennar heldur er einnig verið að auka gegnsæi í störfum Alþingis og gefa fjölmiðlum og almenningi betra tækifæri til að fylgjast með störfum þingsins. Opnir upplýsingafundir sem eru sendir út eru í eðli sínu sambærilegir við „yfirheyrslufundi" (e. hearings, n. hörings) í öðrum þingum. Frá því að þing var sett 1. okt. sl. hafa fastanefndir Alþingis haldið 23 opna nefndafundi. Þrettán þessara funda hefur bæði verið sjónvarpað og þeir sendir út á vef Alþingis og tíu hafa verið opnir fréttamönnum en ekki sendir út. Þeir sem ekki hafa tök á því að fylgjast með beinum útsendingum frá nefndafundum eiga þess kost að sjá þessa fundi með því að fara á vef Alþingis þar sem upptaka af fundunum er varðveitt á vefslóðinni http://www.althingi.is/vefur/opnirnefndarfundir.html. Forsætisnefnd Alþingis hafði árið 2008 sett reglur um opna fundi nefnda og á þeim grundvelli voru haldnir 13 opnir nefndafundir á þriggja ára tímabili 2008-2011 eða að jafnaði fjórir á ári. Ljóst er hins vegar að skýr lagaákvæði um opna nefndafundi frá því í sumar hafa orðið þingmönnum mikill hvati til að halda slíka fundi eins og sést á þeim fjölda funda sem haldnir hafa verið á tveggja mánaða tímabili þetta haust.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun