Almenningur virðist enn afhuga stjórnmálaflokkum 21. janúar 2011 11:00 Hvað má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu? Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meiri stuðning en stjórnarflokkarnir samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna hrynur milli kannana, og verulega dregur úr stuðningi við Hreyfinguna. Þróun á fylgi flokkanna er ekki það eina sem lesa má úr könnuninni. Aðeins um 54 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildi gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk. Það er skýr vísbending um að almenningur virðist enn afhuga hefðbundnu stjórnmálaflokkunum eins og aðrar kannanir hafa bent til. Jarðvegurinn virðist því enn frjór fyrir ný stjórnmálaöfl. Þátttakan var enn verri í könnun sem gerð var í september á síðasta ári, þegar hún var aðeins um 51 prósent. Í fyrri könnunum sem framkvæmdar voru á sambærilegan hátt hafa ríflega sex af tíu gefið upp hvað þeir myndu kjósa. Þegar horft er til þeirra sem taka afstöðu til stjórnmálaflokka mælist stuðningurinn við Sjálfstæðisflokkinn langsamlega mestur. Alls segjast 43,4 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Það er aukning um 7,8 prósentustig frá könnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum, og myndi skila 28 þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og er með sextán þingmenn í dag. Stuðningur við Samfylkinguna virðist heldur á uppleið samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Nú segjast 25,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku myndu kjósa flokkinn, en 23,2 prósent studdu flokkinn í september síðastliðnum. Samfylkingin fengi sautján þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin naut stuðnings 29,8 prósenta kjósenda í síðustu kosningum og er í dag með 20 þingmenn, og er því enn talsvert undir kjörfylgi.Stuðningur við VG hrynurStuðningur við Vinstri græn hrynur milli kannana, og er talsvert undir kjörfylgi. Nú segjast 16,5 prósent myndu kjósa flokkinn, en 25,6 prósent studdu Vinstri græn í síðustu könnun. Þessi stuðningur myndi skila flokknum ellefu þingmönnum í kosningum.Vinstri græn fengu 21,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og eru í dag með fimmtán þingmenn.Stuðningur við Framsóknarflokkinn virðist á uppleið. Nú segjast 11,8 prósent styðja flokkinn, en í september studdu hann 7,3 prósent. Flokkurinn fengi sjö þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninga, en er með níu í dag.Hreyfingin tapar talsverðu fylgi og myndi ekki ná manni á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Aðeins 2,1 prósent sagðist myndu kjósa Hreyfinguna nú, en 5,6 prósent studdu hana í september. Hreyfingin er með þrjá þingmenn í dag. brjann@frettabladid.is Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn. 21. janúar 2011 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hvað má lesa úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu? Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meiri stuðning en stjórnarflokkarnir samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna hrynur milli kannana, og verulega dregur úr stuðningi við Hreyfinguna. Þróun á fylgi flokkanna er ekki það eina sem lesa má úr könnuninni. Aðeins um 54 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildi gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk. Það er skýr vísbending um að almenningur virðist enn afhuga hefðbundnu stjórnmálaflokkunum eins og aðrar kannanir hafa bent til. Jarðvegurinn virðist því enn frjór fyrir ný stjórnmálaöfl. Þátttakan var enn verri í könnun sem gerð var í september á síðasta ári, þegar hún var aðeins um 51 prósent. Í fyrri könnunum sem framkvæmdar voru á sambærilegan hátt hafa ríflega sex af tíu gefið upp hvað þeir myndu kjósa. Þegar horft er til þeirra sem taka afstöðu til stjórnmálaflokka mælist stuðningurinn við Sjálfstæðisflokkinn langsamlega mestur. Alls segjast 43,4 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Það er aukning um 7,8 prósentustig frá könnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum, og myndi skila 28 þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og er með sextán þingmenn í dag. Stuðningur við Samfylkinguna virðist heldur á uppleið samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Nú segjast 25,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku myndu kjósa flokkinn, en 23,2 prósent studdu flokkinn í september síðastliðnum. Samfylkingin fengi sautján þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin naut stuðnings 29,8 prósenta kjósenda í síðustu kosningum og er í dag með 20 þingmenn, og er því enn talsvert undir kjörfylgi.Stuðningur við VG hrynurStuðningur við Vinstri græn hrynur milli kannana, og er talsvert undir kjörfylgi. Nú segjast 16,5 prósent myndu kjósa flokkinn, en 25,6 prósent studdu Vinstri græn í síðustu könnun. Þessi stuðningur myndi skila flokknum ellefu þingmönnum í kosningum.Vinstri græn fengu 21,7 prósent atkvæða í kosningunum í apríl 2009 og eru í dag með fimmtán þingmenn.Stuðningur við Framsóknarflokkinn virðist á uppleið. Nú segjast 11,8 prósent styðja flokkinn, en í september studdu hann 7,3 prósent. Flokkurinn fengi sjö þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninga, en er með níu í dag.Hreyfingin tapar talsverðu fylgi og myndi ekki ná manni á þing yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Aðeins 2,1 prósent sagðist myndu kjósa Hreyfinguna nú, en 5,6 prósent studdu hana í september. Hreyfingin er með þrjá þingmenn í dag. brjann@frettabladid.is
Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn. 21. janúar 2011 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn. 21. janúar 2011 07:00