LÍÚ og bændur með þeim fyrstu sem vildu sækja um aðild Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2011 18:45 Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira