LÍÚ og bændur með þeim fyrstu sem vildu sækja um aðild Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2011 18:45 Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira