LÍÚ og bændur með þeim fyrstu sem vildu sækja um aðild Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2011 18:45 Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970. Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970.
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira