LÍÚ og bændur með þeim fyrstu sem vildu sækja um aðild Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2011 18:45 Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.Sögu Evrópusambandsins má rekja til Kola- og stálbandalagsins, sem stofnað var árið 1951, en það varð að Efnahagsbandalagi Evrópu með undirritun Rómarsáttmálans árið 1957.Umræða hérlendis um aðild Íslands er ekki ný af nálinni. Nokkrir gamlir kaupmenn, sem voru að rifja upp sögu Kaupmannasamtakanna á dögunum, bentu okkur á forsíðufrétt í Morgunblaðinu frá árinu 1961 þar sem sagði að samtök meginatvinnuvega Íslendinga styðji inntökubeiðni í Efnahagsbandalagið.Að frumkvæði embættismannanefndar stjórnvalda, undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaaráðherra, höfðu fulltrúar fimmtán samtaka komið saman og ákváðu fjórtán þeirra að lýsa yfir stuðningi við það að Íslendingar sæktu fljótlega um inngöngu.Athygli vekur að bæði Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda voru í hópnum sem studdi inntökubeiðnina. Þó var tekið fram að fulltrúi bænda hallaðist fremur að aukaaðild að bandalaginu. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands var sá eini sem lagðist gegn aðildarumsókn.Samtökin sem lýstu yfir stuðningi við að Ísland sækti um inngöngu árið 1961 voru, samkvæmt frétt Morgunblaðsins: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samlag skreiðarframleiðenda, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Síldarútvegsnefnd, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Verslunarráð Íslands, Kaupmannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna, Vinnuveitendasamband Íslands og Stéttarsamband bænda.Rökin sem samtökin notuðu fyrir fimmtíu árum fyrir því að hraða ætti inntökubeiðni Íslands í Efnahagsbandalagið voru þau, eins og sagði orðrétt; ".. auðveldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okkur, hafa fengið óskum sínum framgengt".Mál þróuðust hins vegar á þann veg að Íslendingar völdu fremur að gerast aðilar að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, árið 1970.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira