Ríkissaksóknari: „Mér finnst þetta forkastanlegt“ Valur Grettisson skrifar 5. janúar 2011 10:06 Valtýr Sigurðsson segir kæruna forkastanlega. „Mér finnst þetta forkastanlegt,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, um kæru Hannesar Smárasonar á hendur honum og Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að Hannes hefði kært þá fyrir brot gegn þagnarskyldu í opnberu starfi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er aðdragandi þessa máls með þeim hætti að Helgi Magnús sendi ríkissaksóknara tölvupóst í mars 2010, þess efnis að fulltrúi tiltekins kröfuhafa hefði farið fram á að fá afhent afrit af gögnum sem embætti Skattrannsóknarstjóra hafði aflað með húsleit, meðal annars hjá FL Group. Gögnin hafði embættið sent saksóknara efnahagsbrotadeildar RLS og tengdust þau viðskiptum FL Group með flugfélagið Sterling. Fulltrúinn sem bað um afritið kvaðst álíta að aðgerðir stjórnar og forstjóra FL Group hefðu valdið tilteknum hluthöfum tjóni og íhuguðu þeir að leita réttar síns. Í tölvupóstinum leitaði saksóknari efnahagsbrota óformlegs álits ríkissaksóknara á afhendingu gagnanna. Ríkissaksóknari kvaðst í svari ekki hafa forsendur til að meta málið, en mælti ekki gegn afhendingu að tilteknum atriðum uppfylltum. Hannes Smárason hefur falið lögmanni sínum, Gísla Guðna Hall, að kæra Valtý og Helga Magnús Gunnarsson fyrir brot á þagnarskyldu. Saksóknari efnahagsbrota RLS afhenti síðan fulltrúanum gögnin. Upplýsingar úr þeim birtust síðar í Viðskiptablaðinu í ítarlegri úttekt blaðsins á viðskiptafléttu Sterling. Kærði lögmaður Hannesar ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrota í framhaldi af því, hinn fyrrnefnda fyrir samráð um afhendingu gagnanna og hinn síðarnefnda fyrir afhendingu þeirra. Þann 8. nóvember greindi Valtýr svo dómsmálaráðuneytinu frá kærunni og að hann teldi rétt, vegna þessara alvarlegu ásakanna, og kröfu um að hann víki sæti við meðferð þess, að verða við því. Með bréfi ráðuneytisins dagsettu 29. desember síðastliðinn var Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, settur til að gegna embætti ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Hann skal einnig meta hvort það sé tilefni til þess að kæra Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, fyrir að hafa afhent ríkislögreglustjóra gögnin en í kærunni er það lagt í mat ríkissaksóknara að ákveða hvort sú háttsemi falli undir tiltekin ákvæði hegningarlaga. Guðjón Ólafur mun einnig ákveða hvort þörf sé á lögreglurannsókn en málið er ekki komið í þann farveg. Verjandi Hannesar er Gísli Guðni Hall hrl. Tengdar fréttir Hannes kærir leka tveggja saksóknara Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. 5. janúar 2011 06:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
„Mér finnst þetta forkastanlegt,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, um kæru Hannesar Smárasonar á hendur honum og Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að Hannes hefði kært þá fyrir brot gegn þagnarskyldu í opnberu starfi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er aðdragandi þessa máls með þeim hætti að Helgi Magnús sendi ríkissaksóknara tölvupóst í mars 2010, þess efnis að fulltrúi tiltekins kröfuhafa hefði farið fram á að fá afhent afrit af gögnum sem embætti Skattrannsóknarstjóra hafði aflað með húsleit, meðal annars hjá FL Group. Gögnin hafði embættið sent saksóknara efnahagsbrotadeildar RLS og tengdust þau viðskiptum FL Group með flugfélagið Sterling. Fulltrúinn sem bað um afritið kvaðst álíta að aðgerðir stjórnar og forstjóra FL Group hefðu valdið tilteknum hluthöfum tjóni og íhuguðu þeir að leita réttar síns. Í tölvupóstinum leitaði saksóknari efnahagsbrota óformlegs álits ríkissaksóknara á afhendingu gagnanna. Ríkissaksóknari kvaðst í svari ekki hafa forsendur til að meta málið, en mælti ekki gegn afhendingu að tilteknum atriðum uppfylltum. Hannes Smárason hefur falið lögmanni sínum, Gísla Guðna Hall, að kæra Valtý og Helga Magnús Gunnarsson fyrir brot á þagnarskyldu. Saksóknari efnahagsbrota RLS afhenti síðan fulltrúanum gögnin. Upplýsingar úr þeim birtust síðar í Viðskiptablaðinu í ítarlegri úttekt blaðsins á viðskiptafléttu Sterling. Kærði lögmaður Hannesar ríkissaksóknara og saksóknara efnahagsbrota í framhaldi af því, hinn fyrrnefnda fyrir samráð um afhendingu gagnanna og hinn síðarnefnda fyrir afhendingu þeirra. Þann 8. nóvember greindi Valtýr svo dómsmálaráðuneytinu frá kærunni og að hann teldi rétt, vegna þessara alvarlegu ásakanna, og kröfu um að hann víki sæti við meðferð þess, að verða við því. Með bréfi ráðuneytisins dagsettu 29. desember síðastliðinn var Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, settur til að gegna embætti ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Hann skal einnig meta hvort það sé tilefni til þess að kæra Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, fyrir að hafa afhent ríkislögreglustjóra gögnin en í kærunni er það lagt í mat ríkissaksóknara að ákveða hvort sú háttsemi falli undir tiltekin ákvæði hegningarlaga. Guðjón Ólafur mun einnig ákveða hvort þörf sé á lögreglurannsókn en málið er ekki komið í þann farveg. Verjandi Hannesar er Gísli Guðni Hall hrl.
Tengdar fréttir Hannes kærir leka tveggja saksóknara Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. 5. janúar 2011 06:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Hannes kærir leka tveggja saksóknara Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. 5. janúar 2011 06:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“