Framhaldsskólar öllum opnir í haust 2. apríl 2011 07:00 Fjör á fjölbraut Verði hugmyndir stjórnvalda að veruleika munu allir umsækjendur yngri en 25 ára fá inni í framhaldsskólum.Fréttablaðið/GVA Öllum umsækjendum í framhaldsskóla, sem eru 25 ára og yngri og uppfylla inngönguskilyrði, verður tryggð skólavist næsta haust. Þetta kemur fram í drögum að aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir aðilum vinnumarkaðarins í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum er einnig gert ráð fyrir því að þeim sem eldri eru sé „gefinn kostur á úrræðum í framhaldsfræðslu" og heildstætt fjarnám á framhaldsskólastigi verði í boði. Talið er að þessi úrræði og tengdar aðgerðir muni kosta ríkissjóð um 850 milljónir króna á ári. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að um afar þarft verkefni sé að ræða, enda sé gert ráð fyrir að úrræðið geti fjölgað námsfólki í framhaldsskólum og háskólum um eitt þúsund. „Það er engin spurning að menntun er stór þáttur í uppbyggingu til framtíðar. Um sjötíu prósent þeirra ungmenna sem eru atvinnulaus nú eru bara með grunnskólapróf. Hugmyndin er að nota þessar menntastofnanir betur og opna fyrir þessum hópi til að koma einstaklingum aftur í nám." Auk þessa gera drög stjórnvalda ráð fyrir því að starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verði fjölgað úr 1.500 í 3.000 á þessu ári, en það mun lækka útgjöld Vinnumálastofnunar um 400 milljónir króna vegna lægri bótagreiðslna. Það er ekki síður mikilvægt úrræði að mati Gissurar. „Það er fyrst og fremst vegna þess að starfstengd úrræði inni í fyrirtækjum eru einfaldlega langárangursríkasta úrræðið til að koma fólki af bótum og í vinnu." Ofantalin úrræði einskorðast í bili við næsta skólaár, en til lengri tíma litið er gert ráð fyrir enn frekari aðgerðum til að efla menntun. Meðal annars verður nám í framhaldsfræðslu samræmt framhaldsskólanámi enn frekar, svo að framhaldsskólum verði hægara um vik að meta til eininga þá áfanga sem teknir eru í framhaldsfræðslu. Þá verði leitast við að tryggja þeim sem hafa verið á vinnumarkaði framfærslu á meðan þau stunda nám, starfstengt nám verði eflt frekar og tryggt að það auki réttindi og bæti kjör fólks á vinnumarkaði. Að sögn Gissurar verða úrræðin kynnt á næstu vikum og mánuðum.- þj / sjá síðu 16 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Öllum umsækjendum í framhaldsskóla, sem eru 25 ára og yngri og uppfylla inngönguskilyrði, verður tryggð skólavist næsta haust. Þetta kemur fram í drögum að aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir aðilum vinnumarkaðarins í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum er einnig gert ráð fyrir því að þeim sem eldri eru sé „gefinn kostur á úrræðum í framhaldsfræðslu" og heildstætt fjarnám á framhaldsskólastigi verði í boði. Talið er að þessi úrræði og tengdar aðgerðir muni kosta ríkissjóð um 850 milljónir króna á ári. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að um afar þarft verkefni sé að ræða, enda sé gert ráð fyrir að úrræðið geti fjölgað námsfólki í framhaldsskólum og háskólum um eitt þúsund. „Það er engin spurning að menntun er stór þáttur í uppbyggingu til framtíðar. Um sjötíu prósent þeirra ungmenna sem eru atvinnulaus nú eru bara með grunnskólapróf. Hugmyndin er að nota þessar menntastofnanir betur og opna fyrir þessum hópi til að koma einstaklingum aftur í nám." Auk þessa gera drög stjórnvalda ráð fyrir því að starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verði fjölgað úr 1.500 í 3.000 á þessu ári, en það mun lækka útgjöld Vinnumálastofnunar um 400 milljónir króna vegna lægri bótagreiðslna. Það er ekki síður mikilvægt úrræði að mati Gissurar. „Það er fyrst og fremst vegna þess að starfstengd úrræði inni í fyrirtækjum eru einfaldlega langárangursríkasta úrræðið til að koma fólki af bótum og í vinnu." Ofantalin úrræði einskorðast í bili við næsta skólaár, en til lengri tíma litið er gert ráð fyrir enn frekari aðgerðum til að efla menntun. Meðal annars verður nám í framhaldsfræðslu samræmt framhaldsskólanámi enn frekar, svo að framhaldsskólum verði hægara um vik að meta til eininga þá áfanga sem teknir eru í framhaldsfræðslu. Þá verði leitast við að tryggja þeim sem hafa verið á vinnumarkaði framfærslu á meðan þau stunda nám, starfstengt nám verði eflt frekar og tryggt að það auki réttindi og bæti kjör fólks á vinnumarkaði. Að sögn Gissurar verða úrræðin kynnt á næstu vikum og mánuðum.- þj / sjá síðu 16
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira