Hvað varð um símapeningana í stækkun Landspítalans? Gunnar Svavarsson skrifar 21. október 2011 15:45 Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík. Þá þegar á árinu 2005 var í fjáraukalögum heimild á fjárlagalið 08-376, Bygging sjúkrahúss á lóð Landspítalans. Þar til lög nr. 64/2010, um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík voru samþykkt samhljóða á Alþingi, voru fjárheimildir ætíð samþykktar af Alþingi í fjárlögum hvers árs á fjárlagalið 08-376, enda er það í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. En hvað um símapeningana? Söluandvirðið, 66,7 milljarðar króna, miðaðist við gengisskráningu Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Skyldi greiðslan fara fram innan 5 virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir og að því gefnu að stofnunin samþykkti söluna fyrir sitt leyti. Samkeppniseftirlitið tilkynnti með bréfi, dags. 30. ágúst 2005, að stofnunin gerði ekki athugasemdir við söluna. Þann 6. september 2005 greiddu Skipti ehf. ríkissjóði kaupverð hlutafjár ríkisins í Símanum í samræmi við ákvæði kaupsamnings og fengu eignarhlutinn í Símanum afhentan. Hin fyrrgreindu lög nr. 133/2005 um ráðstöfun fjárins gerðu ráð fyrir að 43 milljörðum yrði ráðstafað til verkefna í tengslum við söluna á Landsímanum, m.a. umræddar 18.000 milljónir í stækkun Landspítalans. Fjármagn á fjárlagaliðnum sem notað hefur verið, í hönnun og skipulag verkefnisins, frá árinu 2005 nemur um 945 milljónum (miðað við verðlag hvers árs). Það er því eðlilegt að spyrja hvað varð um mismuninn á 18.000 og 945.Lögin um ráðstöfunin á símapeningunum voru afnumin Við þann forsendubrest sem var staðfestur á haustmánuðum 2008, samþykkti Alþingi lög nr. 173/2008 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar eru einfaldlega hin fyrri sértæku lög um ráðstöfun símapeninganna felld úr gildi. Í 13. gr. segir „Lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, eru felld úr gildi“. Í almennum skýringum með lögunum segir m.a. að í frumvarpinu sé lagt til að lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., verði felld úr gildi, sé það vegna gjörbreyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar frá því að lögin voru sett. Þykir réttast að fella lögin hreinlega úr gildi og að ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verkefna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga. En hvað varð þá um símapeningana? Það sem eftir stóð af söluandvirðinu hefur orðið hluti af ráðstöfunarfé ríkissjóðs frá og með áramótum 2008/2009. Í raun voru símapeningarnir alltaf hluti af ríkissjóði og eftir að sérlögin voru felld úr gildi var þessum fjármunum ráðstafað í samræmi við fjárheimildir í fjárlögum hverju sinni. Birt er niðurstaða þess í ríkisreikningi ár hvert. Núverandi heimildir um stækkun Landspítala byggja á lögum nr. 64/2010 en þar er gefin heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út stækkun Landspítala við Hringbraut. Þá er það skýrt í lögunum að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík. Þá þegar á árinu 2005 var í fjáraukalögum heimild á fjárlagalið 08-376, Bygging sjúkrahúss á lóð Landspítalans. Þar til lög nr. 64/2010, um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík voru samþykkt samhljóða á Alþingi, voru fjárheimildir ætíð samþykktar af Alþingi í fjárlögum hvers árs á fjárlagalið 08-376, enda er það í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. En hvað um símapeningana? Söluandvirðið, 66,7 milljarðar króna, miðaðist við gengisskráningu Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Skyldi greiðslan fara fram innan 5 virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir og að því gefnu að stofnunin samþykkti söluna fyrir sitt leyti. Samkeppniseftirlitið tilkynnti með bréfi, dags. 30. ágúst 2005, að stofnunin gerði ekki athugasemdir við söluna. Þann 6. september 2005 greiddu Skipti ehf. ríkissjóði kaupverð hlutafjár ríkisins í Símanum í samræmi við ákvæði kaupsamnings og fengu eignarhlutinn í Símanum afhentan. Hin fyrrgreindu lög nr. 133/2005 um ráðstöfun fjárins gerðu ráð fyrir að 43 milljörðum yrði ráðstafað til verkefna í tengslum við söluna á Landsímanum, m.a. umræddar 18.000 milljónir í stækkun Landspítalans. Fjármagn á fjárlagaliðnum sem notað hefur verið, í hönnun og skipulag verkefnisins, frá árinu 2005 nemur um 945 milljónum (miðað við verðlag hvers árs). Það er því eðlilegt að spyrja hvað varð um mismuninn á 18.000 og 945.Lögin um ráðstöfunin á símapeningunum voru afnumin Við þann forsendubrest sem var staðfestur á haustmánuðum 2008, samþykkti Alþingi lög nr. 173/2008 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar eru einfaldlega hin fyrri sértæku lög um ráðstöfun símapeninganna felld úr gildi. Í 13. gr. segir „Lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, eru felld úr gildi“. Í almennum skýringum með lögunum segir m.a. að í frumvarpinu sé lagt til að lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., verði felld úr gildi, sé það vegna gjörbreyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar frá því að lögin voru sett. Þykir réttast að fella lögin hreinlega úr gildi og að ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verkefna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga. En hvað varð þá um símapeningana? Það sem eftir stóð af söluandvirðinu hefur orðið hluti af ráðstöfunarfé ríkissjóðs frá og með áramótum 2008/2009. Í raun voru símapeningarnir alltaf hluti af ríkissjóði og eftir að sérlögin voru felld úr gildi var þessum fjármunum ráðstafað í samræmi við fjárheimildir í fjárlögum hverju sinni. Birt er niðurstaða þess í ríkisreikningi ár hvert. Núverandi heimildir um stækkun Landspítala byggja á lögum nr. 64/2010 en þar er gefin heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út stækkun Landspítala við Hringbraut. Þá er það skýrt í lögunum að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun