Hvað varð um símapeningana í stækkun Landspítalans? Gunnar Svavarsson skrifar 21. október 2011 15:45 Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík. Þá þegar á árinu 2005 var í fjáraukalögum heimild á fjárlagalið 08-376, Bygging sjúkrahúss á lóð Landspítalans. Þar til lög nr. 64/2010, um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík voru samþykkt samhljóða á Alþingi, voru fjárheimildir ætíð samþykktar af Alþingi í fjárlögum hvers árs á fjárlagalið 08-376, enda er það í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. En hvað um símapeningana? Söluandvirðið, 66,7 milljarðar króna, miðaðist við gengisskráningu Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Skyldi greiðslan fara fram innan 5 virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir og að því gefnu að stofnunin samþykkti söluna fyrir sitt leyti. Samkeppniseftirlitið tilkynnti með bréfi, dags. 30. ágúst 2005, að stofnunin gerði ekki athugasemdir við söluna. Þann 6. september 2005 greiddu Skipti ehf. ríkissjóði kaupverð hlutafjár ríkisins í Símanum í samræmi við ákvæði kaupsamnings og fengu eignarhlutinn í Símanum afhentan. Hin fyrrgreindu lög nr. 133/2005 um ráðstöfun fjárins gerðu ráð fyrir að 43 milljörðum yrði ráðstafað til verkefna í tengslum við söluna á Landsímanum, m.a. umræddar 18.000 milljónir í stækkun Landspítalans. Fjármagn á fjárlagaliðnum sem notað hefur verið, í hönnun og skipulag verkefnisins, frá árinu 2005 nemur um 945 milljónum (miðað við verðlag hvers árs). Það er því eðlilegt að spyrja hvað varð um mismuninn á 18.000 og 945.Lögin um ráðstöfunin á símapeningunum voru afnumin Við þann forsendubrest sem var staðfestur á haustmánuðum 2008, samþykkti Alþingi lög nr. 173/2008 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar eru einfaldlega hin fyrri sértæku lög um ráðstöfun símapeninganna felld úr gildi. Í 13. gr. segir „Lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, eru felld úr gildi“. Í almennum skýringum með lögunum segir m.a. að í frumvarpinu sé lagt til að lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., verði felld úr gildi, sé það vegna gjörbreyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar frá því að lögin voru sett. Þykir réttast að fella lögin hreinlega úr gildi og að ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verkefna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga. En hvað varð þá um símapeningana? Það sem eftir stóð af söluandvirðinu hefur orðið hluti af ráðstöfunarfé ríkissjóðs frá og með áramótum 2008/2009. Í raun voru símapeningarnir alltaf hluti af ríkissjóði og eftir að sérlögin voru felld úr gildi var þessum fjármunum ráðstafað í samræmi við fjárheimildir í fjárlögum hverju sinni. Birt er niðurstaða þess í ríkisreikningi ár hvert. Núverandi heimildir um stækkun Landspítala byggja á lögum nr. 64/2010 en þar er gefin heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út stækkun Landspítala við Hringbraut. Þá er það skýrt í lögunum að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík. Þá þegar á árinu 2005 var í fjáraukalögum heimild á fjárlagalið 08-376, Bygging sjúkrahúss á lóð Landspítalans. Þar til lög nr. 64/2010, um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík voru samþykkt samhljóða á Alþingi, voru fjárheimildir ætíð samþykktar af Alþingi í fjárlögum hvers árs á fjárlagalið 08-376, enda er það í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. En hvað um símapeningana? Söluandvirðið, 66,7 milljarðar króna, miðaðist við gengisskráningu Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Skyldi greiðslan fara fram innan 5 virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir og að því gefnu að stofnunin samþykkti söluna fyrir sitt leyti. Samkeppniseftirlitið tilkynnti með bréfi, dags. 30. ágúst 2005, að stofnunin gerði ekki athugasemdir við söluna. Þann 6. september 2005 greiddu Skipti ehf. ríkissjóði kaupverð hlutafjár ríkisins í Símanum í samræmi við ákvæði kaupsamnings og fengu eignarhlutinn í Símanum afhentan. Hin fyrrgreindu lög nr. 133/2005 um ráðstöfun fjárins gerðu ráð fyrir að 43 milljörðum yrði ráðstafað til verkefna í tengslum við söluna á Landsímanum, m.a. umræddar 18.000 milljónir í stækkun Landspítalans. Fjármagn á fjárlagaliðnum sem notað hefur verið, í hönnun og skipulag verkefnisins, frá árinu 2005 nemur um 945 milljónum (miðað við verðlag hvers árs). Það er því eðlilegt að spyrja hvað varð um mismuninn á 18.000 og 945.Lögin um ráðstöfunin á símapeningunum voru afnumin Við þann forsendubrest sem var staðfestur á haustmánuðum 2008, samþykkti Alþingi lög nr. 173/2008 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar eru einfaldlega hin fyrri sértæku lög um ráðstöfun símapeninganna felld úr gildi. Í 13. gr. segir „Lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, eru felld úr gildi“. Í almennum skýringum með lögunum segir m.a. að í frumvarpinu sé lagt til að lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., verði felld úr gildi, sé það vegna gjörbreyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar frá því að lögin voru sett. Þykir réttast að fella lögin hreinlega úr gildi og að ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verkefna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga. En hvað varð þá um símapeningana? Það sem eftir stóð af söluandvirðinu hefur orðið hluti af ráðstöfunarfé ríkissjóðs frá og með áramótum 2008/2009. Í raun voru símapeningarnir alltaf hluti af ríkissjóði og eftir að sérlögin voru felld úr gildi var þessum fjármunum ráðstafað í samræmi við fjárheimildir í fjárlögum hverju sinni. Birt er niðurstaða þess í ríkisreikningi ár hvert. Núverandi heimildir um stækkun Landspítala byggja á lögum nr. 64/2010 en þar er gefin heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út stækkun Landspítala við Hringbraut. Þá er það skýrt í lögunum að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun