Rafmagnsvespur á göngustígum Alma R. R. Thorarensen skrifar 7. júlí 2011 08:30 Í gegnum tíðina hef ég deilt göngustígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni. Nú háttar svo til að annar hópur, ekki jafn velkominn fyrir mína parta, er að ryðja sér þar til rúms. Nefnilega ökuþórar svokallaðra rafmagnsvespa. Til upplýsingar er um að ræða 60 kg. farartæki sem kemst upp í 25 km/h og gengur fyrir rafmagni eins og nafnið gefur til kynna en er að öðru leyti áþekk venjulegum vespum hvað varðar hæð, breidd og hjólhaf. Hvorki löggjafinn né framkvæmdarvaldið hafa séð ástæðu til að bregðast við tilkomu rafmagnsvespa á markað hér á landi. Ekki þarf því próf til að aka rafmagnsvespu og eru þær flokkaðar sem reiðhjól í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987. Til samanburðar er venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg. en eigin þyngd rafmagnsvespu er 60 kg. eins og áður segir. Af þessu leiðir að rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og þarf ekki að vátryggja þær sérstaklega, svo sem gagnvart tjóni sem ökumaður kann að valda á munum eða líkama þriðja manns. Þetta er athyglisverð staða, ekki síst í ljósi þess að 60 kg. hlutur á 25 km/h vegur í raun 600 kg. ef árekstur verður við kyrrstæðan hlut. Er þá aðeins gert ráð fyrir eigin þyngd vespunnar en til viðbótar henni hlýtur oftast að koma líkamsþyngd viðkomandi ökumanns. Ef við gefum okkur að ökumaður farartækisins sé á bilinu 40-60 kg. (enda oftast um að ræða börn og unglinga) er höggið orðið á bilinu 1 til 1,2 tonn við árekstur. Er þá ótalinn hraði og þyngd þess sem á móti kemur. Þá kemur ennfremur í ljós að réttarstaða einstaklings sem lendir í árekstri við rafmagnsvespu er mun lakari en þess sem lendir t.d. í árekstri við ótryggða bifreið. Það háttar nefnilega svo til að hérlendis eru starfrækt samtök Alþjóðlegra bifreiðatrygginga. Er kveðið á um skylduaðild vátryggingafélaga, sem taka að sér ábyrgðartryggingar skráningarskyldra vélknúinna ökutækja í umferðarlögum. Hlutverk samtakanna er m.a. að ábyrgjast og annast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra ökutækja. Þetta þýðir að sá sem lendir í tjóni af völdum bifreiðar, sem einhverra hluta vegna er ekki vátryggð, á rétt á greiðslu bóta úr hendi samtakanna skv. reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Sá einstaklingur sem í göngutúrnum sínum verður fyrir því óláni að vera keyrður niður af rafmagnsvespu þannig að af hlýst t.d. líkamstjón getur hins vegar ekki leitað til fyrrnefndra samtaka til greiðslu bóta enda ekki um skráningarskylt ökutæki að ræða. Undir þeim kringumstæðum er ekki annað í stöðunni fyrir tjónþola en að leita í persónulegar tryggingar ökumanns vespunnar, t.d. fjölskyldutryggingu ef svo heppilega vill til að henni sé til að dreifa. Að öðrum kosti þarf tjónþoli að halda rétti sínum til streitu gagnvart tjónvaldi upp á eigin spýtur og þá með rekstri skaðabótamáls fyrir dómstólum ef svo ber undir með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Svo er bara að krossa fingur og vona að tjónvaldur sé gjaldfær en ekki er svigrúm til að fjalla um þátt almannatrygginga í þessari grein. Við blasir að rafmagnsvespur eru ekki gæfulegir gestir á göngustígum og full ástæða til að grípa inn í með regluverki áður en slys ber að höndum. Það er ekki einungis sjálfsagt heldur nauðsynlegt einkum með tilliti til öryggis annarra vegfarenda ef það er virkilega meiningin að láta þá deila göngustígum landsins með eklum rafmagnsvespa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég deilt göngustígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni. Nú háttar svo til að annar hópur, ekki jafn velkominn fyrir mína parta, er að ryðja sér þar til rúms. Nefnilega ökuþórar svokallaðra rafmagnsvespa. Til upplýsingar er um að ræða 60 kg. farartæki sem kemst upp í 25 km/h og gengur fyrir rafmagni eins og nafnið gefur til kynna en er að öðru leyti áþekk venjulegum vespum hvað varðar hæð, breidd og hjólhaf. Hvorki löggjafinn né framkvæmdarvaldið hafa séð ástæðu til að bregðast við tilkomu rafmagnsvespa á markað hér á landi. Ekki þarf því próf til að aka rafmagnsvespu og eru þær flokkaðar sem reiðhjól í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987. Til samanburðar er venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg. en eigin þyngd rafmagnsvespu er 60 kg. eins og áður segir. Af þessu leiðir að rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og þarf ekki að vátryggja þær sérstaklega, svo sem gagnvart tjóni sem ökumaður kann að valda á munum eða líkama þriðja manns. Þetta er athyglisverð staða, ekki síst í ljósi þess að 60 kg. hlutur á 25 km/h vegur í raun 600 kg. ef árekstur verður við kyrrstæðan hlut. Er þá aðeins gert ráð fyrir eigin þyngd vespunnar en til viðbótar henni hlýtur oftast að koma líkamsþyngd viðkomandi ökumanns. Ef við gefum okkur að ökumaður farartækisins sé á bilinu 40-60 kg. (enda oftast um að ræða börn og unglinga) er höggið orðið á bilinu 1 til 1,2 tonn við árekstur. Er þá ótalinn hraði og þyngd þess sem á móti kemur. Þá kemur ennfremur í ljós að réttarstaða einstaklings sem lendir í árekstri við rafmagnsvespu er mun lakari en þess sem lendir t.d. í árekstri við ótryggða bifreið. Það háttar nefnilega svo til að hérlendis eru starfrækt samtök Alþjóðlegra bifreiðatrygginga. Er kveðið á um skylduaðild vátryggingafélaga, sem taka að sér ábyrgðartryggingar skráningarskyldra vélknúinna ökutækja í umferðarlögum. Hlutverk samtakanna er m.a. að ábyrgjast og annast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra ökutækja. Þetta þýðir að sá sem lendir í tjóni af völdum bifreiðar, sem einhverra hluta vegna er ekki vátryggð, á rétt á greiðslu bóta úr hendi samtakanna skv. reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Sá einstaklingur sem í göngutúrnum sínum verður fyrir því óláni að vera keyrður niður af rafmagnsvespu þannig að af hlýst t.d. líkamstjón getur hins vegar ekki leitað til fyrrnefndra samtaka til greiðslu bóta enda ekki um skráningarskylt ökutæki að ræða. Undir þeim kringumstæðum er ekki annað í stöðunni fyrir tjónþola en að leita í persónulegar tryggingar ökumanns vespunnar, t.d. fjölskyldutryggingu ef svo heppilega vill til að henni sé til að dreifa. Að öðrum kosti þarf tjónþoli að halda rétti sínum til streitu gagnvart tjónvaldi upp á eigin spýtur og þá með rekstri skaðabótamáls fyrir dómstólum ef svo ber undir með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Svo er bara að krossa fingur og vona að tjónvaldur sé gjaldfær en ekki er svigrúm til að fjalla um þátt almannatrygginga í þessari grein. Við blasir að rafmagnsvespur eru ekki gæfulegir gestir á göngustígum og full ástæða til að grípa inn í með regluverki áður en slys ber að höndum. Það er ekki einungis sjálfsagt heldur nauðsynlegt einkum með tilliti til öryggis annarra vegfarenda ef það er virkilega meiningin að láta þá deila göngustígum landsins með eklum rafmagnsvespa.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun