Rafmagnsvespur á göngustígum Alma R. R. Thorarensen skrifar 7. júlí 2011 08:30 Í gegnum tíðina hef ég deilt göngustígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni. Nú háttar svo til að annar hópur, ekki jafn velkominn fyrir mína parta, er að ryðja sér þar til rúms. Nefnilega ökuþórar svokallaðra rafmagnsvespa. Til upplýsingar er um að ræða 60 kg. farartæki sem kemst upp í 25 km/h og gengur fyrir rafmagni eins og nafnið gefur til kynna en er að öðru leyti áþekk venjulegum vespum hvað varðar hæð, breidd og hjólhaf. Hvorki löggjafinn né framkvæmdarvaldið hafa séð ástæðu til að bregðast við tilkomu rafmagnsvespa á markað hér á landi. Ekki þarf því próf til að aka rafmagnsvespu og eru þær flokkaðar sem reiðhjól í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987. Til samanburðar er venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg. en eigin þyngd rafmagnsvespu er 60 kg. eins og áður segir. Af þessu leiðir að rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og þarf ekki að vátryggja þær sérstaklega, svo sem gagnvart tjóni sem ökumaður kann að valda á munum eða líkama þriðja manns. Þetta er athyglisverð staða, ekki síst í ljósi þess að 60 kg. hlutur á 25 km/h vegur í raun 600 kg. ef árekstur verður við kyrrstæðan hlut. Er þá aðeins gert ráð fyrir eigin þyngd vespunnar en til viðbótar henni hlýtur oftast að koma líkamsþyngd viðkomandi ökumanns. Ef við gefum okkur að ökumaður farartækisins sé á bilinu 40-60 kg. (enda oftast um að ræða börn og unglinga) er höggið orðið á bilinu 1 til 1,2 tonn við árekstur. Er þá ótalinn hraði og þyngd þess sem á móti kemur. Þá kemur ennfremur í ljós að réttarstaða einstaklings sem lendir í árekstri við rafmagnsvespu er mun lakari en þess sem lendir t.d. í árekstri við ótryggða bifreið. Það háttar nefnilega svo til að hérlendis eru starfrækt samtök Alþjóðlegra bifreiðatrygginga. Er kveðið á um skylduaðild vátryggingafélaga, sem taka að sér ábyrgðartryggingar skráningarskyldra vélknúinna ökutækja í umferðarlögum. Hlutverk samtakanna er m.a. að ábyrgjast og annast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra ökutækja. Þetta þýðir að sá sem lendir í tjóni af völdum bifreiðar, sem einhverra hluta vegna er ekki vátryggð, á rétt á greiðslu bóta úr hendi samtakanna skv. reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Sá einstaklingur sem í göngutúrnum sínum verður fyrir því óláni að vera keyrður niður af rafmagnsvespu þannig að af hlýst t.d. líkamstjón getur hins vegar ekki leitað til fyrrnefndra samtaka til greiðslu bóta enda ekki um skráningarskylt ökutæki að ræða. Undir þeim kringumstæðum er ekki annað í stöðunni fyrir tjónþola en að leita í persónulegar tryggingar ökumanns vespunnar, t.d. fjölskyldutryggingu ef svo heppilega vill til að henni sé til að dreifa. Að öðrum kosti þarf tjónþoli að halda rétti sínum til streitu gagnvart tjónvaldi upp á eigin spýtur og þá með rekstri skaðabótamáls fyrir dómstólum ef svo ber undir með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Svo er bara að krossa fingur og vona að tjónvaldur sé gjaldfær en ekki er svigrúm til að fjalla um þátt almannatrygginga í þessari grein. Við blasir að rafmagnsvespur eru ekki gæfulegir gestir á göngustígum og full ástæða til að grípa inn í með regluverki áður en slys ber að höndum. Það er ekki einungis sjálfsagt heldur nauðsynlegt einkum með tilliti til öryggis annarra vegfarenda ef það er virkilega meiningin að láta þá deila göngustígum landsins með eklum rafmagnsvespa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég deilt göngustígum höfuðborgarsvæðisins með flóru vegfarenda stórum og smáum í mesta bróðerni. Nú háttar svo til að annar hópur, ekki jafn velkominn fyrir mína parta, er að ryðja sér þar til rúms. Nefnilega ökuþórar svokallaðra rafmagnsvespa. Til upplýsingar er um að ræða 60 kg. farartæki sem kemst upp í 25 km/h og gengur fyrir rafmagni eins og nafnið gefur til kynna en er að öðru leyti áþekk venjulegum vespum hvað varðar hæð, breidd og hjólhaf. Hvorki löggjafinn né framkvæmdarvaldið hafa séð ástæðu til að bregðast við tilkomu rafmagnsvespa á markað hér á landi. Ekki þarf því próf til að aka rafmagnsvespu og eru þær flokkaðar sem reiðhjól í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987. Til samanburðar er venjulegt reiðhjól á bilinu 10-15 kg. en eigin þyngd rafmagnsvespu er 60 kg. eins og áður segir. Af þessu leiðir að rafmagnsvespur eru ekki skráningarskyldar og þarf ekki að vátryggja þær sérstaklega, svo sem gagnvart tjóni sem ökumaður kann að valda á munum eða líkama þriðja manns. Þetta er athyglisverð staða, ekki síst í ljósi þess að 60 kg. hlutur á 25 km/h vegur í raun 600 kg. ef árekstur verður við kyrrstæðan hlut. Er þá aðeins gert ráð fyrir eigin þyngd vespunnar en til viðbótar henni hlýtur oftast að koma líkamsþyngd viðkomandi ökumanns. Ef við gefum okkur að ökumaður farartækisins sé á bilinu 40-60 kg. (enda oftast um að ræða börn og unglinga) er höggið orðið á bilinu 1 til 1,2 tonn við árekstur. Er þá ótalinn hraði og þyngd þess sem á móti kemur. Þá kemur ennfremur í ljós að réttarstaða einstaklings sem lendir í árekstri við rafmagnsvespu er mun lakari en þess sem lendir t.d. í árekstri við ótryggða bifreið. Það háttar nefnilega svo til að hérlendis eru starfrækt samtök Alþjóðlegra bifreiðatrygginga. Er kveðið á um skylduaðild vátryggingafélaga, sem taka að sér ábyrgðartryggingar skráningarskyldra vélknúinna ökutækja í umferðarlögum. Hlutverk samtakanna er m.a. að ábyrgjast og annast uppgjör tjóna af völdum óvátryggðra ökutækja. Þetta þýðir að sá sem lendir í tjóni af völdum bifreiðar, sem einhverra hluta vegna er ekki vátryggð, á rétt á greiðslu bóta úr hendi samtakanna skv. reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Sá einstaklingur sem í göngutúrnum sínum verður fyrir því óláni að vera keyrður niður af rafmagnsvespu þannig að af hlýst t.d. líkamstjón getur hins vegar ekki leitað til fyrrnefndra samtaka til greiðslu bóta enda ekki um skráningarskylt ökutæki að ræða. Undir þeim kringumstæðum er ekki annað í stöðunni fyrir tjónþola en að leita í persónulegar tryggingar ökumanns vespunnar, t.d. fjölskyldutryggingu ef svo heppilega vill til að henni sé til að dreifa. Að öðrum kosti þarf tjónþoli að halda rétti sínum til streitu gagnvart tjónvaldi upp á eigin spýtur og þá með rekstri skaðabótamáls fyrir dómstólum ef svo ber undir með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Svo er bara að krossa fingur og vona að tjónvaldur sé gjaldfær en ekki er svigrúm til að fjalla um þátt almannatrygginga í þessari grein. Við blasir að rafmagnsvespur eru ekki gæfulegir gestir á göngustígum og full ástæða til að grípa inn í með regluverki áður en slys ber að höndum. Það er ekki einungis sjálfsagt heldur nauðsynlegt einkum með tilliti til öryggis annarra vegfarenda ef það er virkilega meiningin að láta þá deila göngustígum landsins með eklum rafmagnsvespa.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar