Erlent

Fyrsta nautahlaup ársins í Pamplóna

Ofurhugarnir klæddu sig flestir eftir hefðinni; í hvítan bol með rauðan hálsklút.
Ofurhugarnir klæddu sig flestir eftir hefðinni; í hvítan bol með rauðan hálsklút. Mynd/AP
Fyrsta nautahlaup San Fermin hátíðarinnar fór fram í dag á þröngum götum borgarinnar Pamplóna á Spáni þegar þúsundir ofurhuga héldu út á göturnar og hlupu undan nautunum sex sem sleppt var.

Hlaupið gekk einstaklega vel eftir því sem fram kemur á vef The Telegraph og aðeins einn liggur á spítala eftir að hafa fallið á hlaupunum. Þá þurftu aðeins fjórir aðstoð sjúkraliða á staðnum vegna minniháttar meiðsla.

Alls hafa fimmtán manns látið lífið og tvö hundruð slasast alvarlega í nautahlaupunum frá árinu 1924.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×