Erlent

Foreldrar Obama ætluðu að gefa hann til ættleiðingar

Barack Obama ásamt föður sínum, Barack Obama eldri.
Barack Obama ásamt föður sínum, Barack Obama eldri. Mynd/AP
Foreldrar Bandaríkjaforsetans Barack Obama höfðu það í hyggju að láta ættleiða son sinn ef marka má innflytjendaskjöl föður hans, sem nú hafa komið upp á yfirborðið.

Í einu skjalanna, minnisblaði sem varð til þegar móðir Obama var komin fimm mánuði á leið, segir: "Viðfangið gerði eiginkonu sína, sem er bandarískur ríkisborgari, ólétta. Þó þau hafi verið gift þá búa þau ekki saman og frú Dunham vinnur nú að því að barnið verði gefið til Hjálpræðishersins."

Það var rithöfundurinn Sally Jacobs sem fékk minnisblaðið birt á grundvelli upplýsingalaga, en bók hennar um forsetann verður gefin út í næstu viku. Minnisblaðið hafði verið gefið út áður, en svo virðist sem sá hluti þess sem nefndi ættleiðinguna hafi verið ritskoðaður í það skiptið.

Robert Gibbs, fyrrum upplýsingaafulltrúi Hvíta Hússins, sagði við Jacobs að forsetinn væri sannfærður um að móðir hans hafi aldrei haft hug á að gefa hann frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×