Kastljós mótmælir starfsmannastjóra Alþingis - Yfirlýsing 28. febrúar 2011 12:28 Ritstjóri Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðsendrar greinar starfsmannastjóra Alþingis, Karls M. Kristjánssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Karl gagnrýnir fréttaflutning RÚV af máli nímenninganna svölölluðu og tekur sérstaklega til umfjöllun Kastljóss. „Í umfjöllun Kastljóss var haft samband við skrifstofustjóra þingsins og settan saksóknara í því skyni að fá þeirra álit á því sem fyrir augu bar í myndbandinu og efni ákæranna. Þau kusu að tjá sig ekki. Gífuryrði starfsmannastjórans um að Kastljós hafi sett myndbandið fram á villandi hátt eða leynt mikilvægum pörtum þess, eiga sér hvorki stoð í raunveruleikanum né ákæruatriðum málsins," segir í yfirlýsingunni. Hana má hér lesa í heild sinni: „Í Fréttablaðinu í dag birtist makalaus grein eftir starfsmannastjóra Alþingis, Karl M. Kristjánsson. Vegna rangfærslna og aðdróttana í garð Kastljóss er nauðsynlegt að bregðast við. Karl fullyrðir í grein sinni að í umfjöllun Kastljóss þann 20. maí í fyrra, um mál níumenninganna sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi, hafi verið búið að fjarlægja þá kafla upptökunnar sem sýndu best hvernig ráðist var skipulega og með hörku á starfsmenn Alþingis. Þetta er alrangt. Kastljós sýndi öll þau myndbrot sem snúa beint að ákæruliðunum. Bæði árásina á þingvörðinn og þegar honum var haldið frá útidyrahurðinni þegar fólkið fór inn í húsið. Kastljós sýndi auk þess myndband úr eftirlitsmyndavélinni sem sýnir hóp fólks ganga í átt að þinghúsinu, áður en farið var inn í húsið. Myndskeiðin sem Kastljós sýndi voru mun lengri. Umfjöllun Kastljóss og upptökuna í heild sinni má finna á Youtube. Megin umfjöllunarefni Kastljóss voru ákærur setts saksóknara í málinu. Kastljós hafði undir höndum nákvæmlega sama myndefni og sýnt var við réttarhöldin. Við réttarhöldin kom fram að Alþingi hafði aðeins lagt fram hluta af því myndefni sem til var, afganginum var eytt af starfsmanni þingsins. Það er því ljóst að ef eitthvað skortir upp á samhengi málsins, líkt og Karl fullyrðir í grein sinni, þá skrifast sú handvömm á Alþingi en ekki Kastljós. Myndbandsupptakan sem lögð var fyrir héraðsdóm fylgir hér með. Umfjöllun Kastljóss má finna hér " Tengdar fréttir Gagnrýnir RÚV fyrir einhliða fréttaflutning af níumenningunum "Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn,“ skrifar Karl M. Kristjánsson, starfsmannastjóri Alþingis, í Fréttablaðið í dag þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning RÚV af máli Níumenninganna harðlega. 28. febrúar 2011 09:58 Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. 28. febrúar 2011 09:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Ritstjóri Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðsendrar greinar starfsmannastjóra Alþingis, Karls M. Kristjánssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Karl gagnrýnir fréttaflutning RÚV af máli nímenninganna svölölluðu og tekur sérstaklega til umfjöllun Kastljóss. „Í umfjöllun Kastljóss var haft samband við skrifstofustjóra þingsins og settan saksóknara í því skyni að fá þeirra álit á því sem fyrir augu bar í myndbandinu og efni ákæranna. Þau kusu að tjá sig ekki. Gífuryrði starfsmannastjórans um að Kastljós hafi sett myndbandið fram á villandi hátt eða leynt mikilvægum pörtum þess, eiga sér hvorki stoð í raunveruleikanum né ákæruatriðum málsins," segir í yfirlýsingunni. Hana má hér lesa í heild sinni: „Í Fréttablaðinu í dag birtist makalaus grein eftir starfsmannastjóra Alþingis, Karl M. Kristjánsson. Vegna rangfærslna og aðdróttana í garð Kastljóss er nauðsynlegt að bregðast við. Karl fullyrðir í grein sinni að í umfjöllun Kastljóss þann 20. maí í fyrra, um mál níumenninganna sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi, hafi verið búið að fjarlægja þá kafla upptökunnar sem sýndu best hvernig ráðist var skipulega og með hörku á starfsmenn Alþingis. Þetta er alrangt. Kastljós sýndi öll þau myndbrot sem snúa beint að ákæruliðunum. Bæði árásina á þingvörðinn og þegar honum var haldið frá útidyrahurðinni þegar fólkið fór inn í húsið. Kastljós sýndi auk þess myndband úr eftirlitsmyndavélinni sem sýnir hóp fólks ganga í átt að þinghúsinu, áður en farið var inn í húsið. Myndskeiðin sem Kastljós sýndi voru mun lengri. Umfjöllun Kastljóss og upptökuna í heild sinni má finna á Youtube. Megin umfjöllunarefni Kastljóss voru ákærur setts saksóknara í málinu. Kastljós hafði undir höndum nákvæmlega sama myndefni og sýnt var við réttarhöldin. Við réttarhöldin kom fram að Alþingi hafði aðeins lagt fram hluta af því myndefni sem til var, afganginum var eytt af starfsmanni þingsins. Það er því ljóst að ef eitthvað skortir upp á samhengi málsins, líkt og Karl fullyrðir í grein sinni, þá skrifast sú handvömm á Alþingi en ekki Kastljós. Myndbandsupptakan sem lögð var fyrir héraðsdóm fylgir hér með. Umfjöllun Kastljóss má finna hér "
Tengdar fréttir Gagnrýnir RÚV fyrir einhliða fréttaflutning af níumenningunum "Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn,“ skrifar Karl M. Kristjánsson, starfsmannastjóri Alþingis, í Fréttablaðið í dag þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning RÚV af máli Níumenninganna harðlega. 28. febrúar 2011 09:58 Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. 28. febrúar 2011 09:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Gagnrýnir RÚV fyrir einhliða fréttaflutning af níumenningunum "Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn,“ skrifar Karl M. Kristjánsson, starfsmannastjóri Alþingis, í Fréttablaðið í dag þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning RÚV af máli Níumenninganna harðlega. 28. febrúar 2011 09:58
Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. 28. febrúar 2011 09:00