Einhliða og villandi umfjöllum RÚV Karl M. Kristjánsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. Af tillitssemi við starfsmennina óskaði skrifstofustjóri Alþingis eftir lögreglurannsókn á atvikinu. Mestu um þá ákvörðun réð upptaka úr öryggismyndavél í anddyri við inngang að þingpöllum. Enginn maður með ærlegar tilfinningar getur horft á upptökuna án þess að fyllast ónotum, reiði og samúð í garð starfsmannanna. Fólk inni í húsinu heyrði öskur og svívirðingar í garð þeirra. Í læknaskýrslum og síðan í málsskjölum eru taldar upp margvíslegar líkamlegar afleiðingar allt frá mari og tognun upp í örorkumat. Þá eru ekki talin upp þau sálrænu eftirköst sem sumir starfsmenn bera. Þekkt er að afleiðingar átaka við hliðstæðar aðstæður eru verri fyrir þolendur en gerendur. Eins og eðlilegt er var bent á þær greinar í lögum sem fjalla um hliðstæð tilvik. Það var sett í hendur lögreglu og ákæruvaldsins hvort og hvernig kært yrði. Skrifstofustjóri Alþingis ber óskipta ábyrgð á velferð starfsfólksins og gat því ekki horft fram hjá atburðunum. Þáverandi forsætisnefnd hafði séð myndbandstökuna en gaf ekki heimild í þeim skilningi. Skrifstofustjóri bar einn ábyrgð á að óskað var rannsóknar. Gestir hafa alloft komið á þingpalla og haft þar uppi háreisti og jafnvel hagað sér með ógnandi hætti. Fyrir það hefur aldrei verið kært þar sem ekki hefur áður verið beitt ofbeldi gagnvart starfsmönnum þingsins inni í Alþingishúsinu. Fólkið sem kom 8. desember átti greiða leið upp á þingpallana, engin óeðlileg hindrun var á vegi þeirra fyrr en þau sjálf gripu til tilefnislausrar valdbeitingar. Þessi atburður er einsdæmi. Þetta var ekki venjuleg heimsókn á þingpallana. Þetta var skipulögð árás á fólk, sem átti sér einskis ills von enda voru engin mótmæli í gangi á Austurvelli þennan dag. Flestir þekkja framhaldið. Ríkissaksóknari ákvað á grundvelli lögregluskýrslu um málið að kæra níu einstaklinga. Umdeilt hefur verið eftir hvaða lagaákvæðum var kært. Dómur er fallinn og dómarar féllust á að valdi var beitt gagnvart starfsmönnum. Það var mikilvæg niðurstaða. Að öðru leyti sýnist sitt hverjum um dóminn. Margur virðist álíta það heppilegt til vinsælda, án þess að hafa kynnt sér málavexti, að tala um ofbeldisfólkið sem saklaus fórnarlömb svo að raunveruleg fórnarlömb líta út sem gerendur. Minnir óþægilega á meðferð fórnarlamba í öðrum ofbeldismálun þegar varnaraðilar gerenda eru þrautþjálfaðir í samskiptum við fjölmiðla. Hér vil ég gera hlut ríkissjónvarpsins að sérstöku umfjöllunarefni. Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn. Lögmaður nokkurra ákærðu hefur fengið að fjalla einhliða um hlut skjólstæðinga sinna þar sem hallað er mjög á starfsfólk Alþingis, málið rangfært og aflagað. Steininn tók úr þegar sjónvarpið birti þann 20. maí 2010 stutt valin brot úr upptöku frá atburðinum. Í myndinni var búið að fjarlægja þá kafla upptökunnar sem sýndu best hvernig ráðist var skipulega og með hörku á starfsmenn Alþingis. Upptakan í heild eða þar til lögreglan tekur við vörslu hússins er 2.47 mínútur en í myndbroti RÚV voru aðeins valdar rúmlega 30 sekúndur. Hvers vegna sýndi RÚV ekki myndbandið í heild? Ekki hefur skort tíma í umfjöllun um þetta mál hjá ríkisfjölmiðlunum. Allt jafnvægi hvarf úr umræðunni frá þessum degi. Búið var að hanna atburðarás og flestir héldu að hér kæmi sannleikurinn fram. Enda sýnt í sjálfu ríkissjónvarpinu. Skrifstofa Alþingis hafði fengið heimild persónuverndar til að birta upptökuna. En talið var ómálefnalegt að birta hana meðan málið var enn í dómsmeðferð. Á meðan dundi einhliða áróður í boði RÚV. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið enn ekki verið birt óklippt. Lögmaðurinn fagnaði því að ákærðu voru sýknaðir af broti gegn 1. mgr. í 100. gr. hegningarlaga. Í mínum huga skiptir mestu máli að dæmt var fyrir ofbeldi gegn samstarfsfólki mínu. Lögmaðurinn gerði lítið úr ofbeldinu, lítillega hafi verið ýtt við fólki. Í dómnum og atvikalýsingu kemur glöggt fram að þetta var sannarlega miklu meira, slíkur var ofsinn í stefndu strax í upphafi. Um kvöldið mætti lögmaðurinn, talsmaður stefndu, í sjónvarpið og fékk frítt spil eins og fyrri daginn. Hann túlkaði dóminn með sínum hætti án andsvara eða gagnrýninnar tilvitnunar í dóminn. Hver ber ábyrgð á svona einhliða fréttahönnun þar sem útbúin var mynd af prúðu æskufólki sem heimsækir Alþingi til að nýta sér tjáningarfrelsið en verður fyrir árás vondra þingvarða? Helst mátti skilja á ýmsum málsmetandi aðilum að þingverðirnir ættu að biðjast afsökunar á því að hafa látið berja sig. Þeir eiga fáa vini í þessu máli. Enginn hefur nefnt opinberlega að þau eigi afsökunarbeiðni skilið þrátt fyrir dóminn. Hins vegar verða þau ítrekað að þola svívirðingar og jafnvel morðhótanir fyrir það eitt að vinna fyrir Alþingi. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar að lesa dóminn þar má sjá greinargóða atvikalýsingu. Hann var kveðinn upp 16. febrúar 2011 og má finna hann á www.https://domstolar.is/domaleit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þessi orð eru rituð af virðingu við þingverði Alþingis sem ráðist var á 8. desember 2008. Fólk sem var haldið, hrint, meitt og þannig hindrað í störfum sínum, fólkið sem er enn að bíta úr nálinni eftir ofbeldið. Af tillitssemi við starfsmennina óskaði skrifstofustjóri Alþingis eftir lögreglurannsókn á atvikinu. Mestu um þá ákvörðun réð upptaka úr öryggismyndavél í anddyri við inngang að þingpöllum. Enginn maður með ærlegar tilfinningar getur horft á upptökuna án þess að fyllast ónotum, reiði og samúð í garð starfsmannanna. Fólk inni í húsinu heyrði öskur og svívirðingar í garð þeirra. Í læknaskýrslum og síðan í málsskjölum eru taldar upp margvíslegar líkamlegar afleiðingar allt frá mari og tognun upp í örorkumat. Þá eru ekki talin upp þau sálrænu eftirköst sem sumir starfsmenn bera. Þekkt er að afleiðingar átaka við hliðstæðar aðstæður eru verri fyrir þolendur en gerendur. Eins og eðlilegt er var bent á þær greinar í lögum sem fjalla um hliðstæð tilvik. Það var sett í hendur lögreglu og ákæruvaldsins hvort og hvernig kært yrði. Skrifstofustjóri Alþingis ber óskipta ábyrgð á velferð starfsfólksins og gat því ekki horft fram hjá atburðunum. Þáverandi forsætisnefnd hafði séð myndbandstökuna en gaf ekki heimild í þeim skilningi. Skrifstofustjóri bar einn ábyrgð á að óskað var rannsóknar. Gestir hafa alloft komið á þingpalla og haft þar uppi háreisti og jafnvel hagað sér með ógnandi hætti. Fyrir það hefur aldrei verið kært þar sem ekki hefur áður verið beitt ofbeldi gagnvart starfsmönnum þingsins inni í Alþingishúsinu. Fólkið sem kom 8. desember átti greiða leið upp á þingpallana, engin óeðlileg hindrun var á vegi þeirra fyrr en þau sjálf gripu til tilefnislausrar valdbeitingar. Þessi atburður er einsdæmi. Þetta var ekki venjuleg heimsókn á þingpallana. Þetta var skipulögð árás á fólk, sem átti sér einskis ills von enda voru engin mótmæli í gangi á Austurvelli þennan dag. Flestir þekkja framhaldið. Ríkissaksóknari ákvað á grundvelli lögregluskýrslu um málið að kæra níu einstaklinga. Umdeilt hefur verið eftir hvaða lagaákvæðum var kært. Dómur er fallinn og dómarar féllust á að valdi var beitt gagnvart starfsmönnum. Það var mikilvæg niðurstaða. Að öðru leyti sýnist sitt hverjum um dóminn. Margur virðist álíta það heppilegt til vinsælda, án þess að hafa kynnt sér málavexti, að tala um ofbeldisfólkið sem saklaus fórnarlömb svo að raunveruleg fórnarlömb líta út sem gerendur. Minnir óþægilega á meðferð fórnarlamba í öðrum ofbeldismálun þegar varnaraðilar gerenda eru þrautþjálfaðir í samskiptum við fjölmiðla. Hér vil ég gera hlut ríkissjónvarpsins að sérstöku umfjöllunarefni. Stuðningsmenn nímenninganna svokölluðu og þau sjálf hafa nánast notað RÚV sem einkamiðil sinn. Lögmaður nokkurra ákærðu hefur fengið að fjalla einhliða um hlut skjólstæðinga sinna þar sem hallað er mjög á starfsfólk Alþingis, málið rangfært og aflagað. Steininn tók úr þegar sjónvarpið birti þann 20. maí 2010 stutt valin brot úr upptöku frá atburðinum. Í myndinni var búið að fjarlægja þá kafla upptökunnar sem sýndu best hvernig ráðist var skipulega og með hörku á starfsmenn Alþingis. Upptakan í heild eða þar til lögreglan tekur við vörslu hússins er 2.47 mínútur en í myndbroti RÚV voru aðeins valdar rúmlega 30 sekúndur. Hvers vegna sýndi RÚV ekki myndbandið í heild? Ekki hefur skort tíma í umfjöllun um þetta mál hjá ríkisfjölmiðlunum. Allt jafnvægi hvarf úr umræðunni frá þessum degi. Búið var að hanna atburðarás og flestir héldu að hér kæmi sannleikurinn fram. Enda sýnt í sjálfu ríkissjónvarpinu. Skrifstofa Alþingis hafði fengið heimild persónuverndar til að birta upptökuna. En talið var ómálefnalegt að birta hana meðan málið var enn í dómsmeðferð. Á meðan dundi einhliða áróður í boði RÚV. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið enn ekki verið birt óklippt. Lögmaðurinn fagnaði því að ákærðu voru sýknaðir af broti gegn 1. mgr. í 100. gr. hegningarlaga. Í mínum huga skiptir mestu máli að dæmt var fyrir ofbeldi gegn samstarfsfólki mínu. Lögmaðurinn gerði lítið úr ofbeldinu, lítillega hafi verið ýtt við fólki. Í dómnum og atvikalýsingu kemur glöggt fram að þetta var sannarlega miklu meira, slíkur var ofsinn í stefndu strax í upphafi. Um kvöldið mætti lögmaðurinn, talsmaður stefndu, í sjónvarpið og fékk frítt spil eins og fyrri daginn. Hann túlkaði dóminn með sínum hætti án andsvara eða gagnrýninnar tilvitnunar í dóminn. Hver ber ábyrgð á svona einhliða fréttahönnun þar sem útbúin var mynd af prúðu æskufólki sem heimsækir Alþingi til að nýta sér tjáningarfrelsið en verður fyrir árás vondra þingvarða? Helst mátti skilja á ýmsum málsmetandi aðilum að þingverðirnir ættu að biðjast afsökunar á því að hafa látið berja sig. Þeir eiga fáa vini í þessu máli. Enginn hefur nefnt opinberlega að þau eigi afsökunarbeiðni skilið þrátt fyrir dóminn. Hins vegar verða þau ítrekað að þola svívirðingar og jafnvel morðhótanir fyrir það eitt að vinna fyrir Alþingi. Ég hvet alla sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar að lesa dóminn þar má sjá greinargóða atvikalýsingu. Hann var kveðinn upp 16. febrúar 2011 og má finna hann á www.https://domstolar.is/domaleit.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar