Kæri litli kraftaverkastrákur! Sigríður Sigmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2011 14:40 Hér ligg ég og velti síðustu 8 vikum fyrir mér. Fyrir rúmlega 8 vikum byrjaði að blæða hjá mér og ég var bara gengin 18 vikur. Þú skilur þetta kannski ekki en meðganga er u.þ.b. 40 vikur. Ég er búin að liggja í rúminu allan janúar og nú er lok febrúar og þú fæddur eftir aðeins 26 vikur og 6 daga. Ástæða blæðingarinnar var fylgjulos en við vorum heppin því við hefðum bæði getað verið í mikilli lífshættu og þú e.t.v. ekki lifað. Ég var lögð inn á Meðgöngu og sængurkvennadeild gengin 24 vikur og 2 daga til að halda þér inni í bumbunni eins lengi og hægt var. Á þessum 18 dögum hefur heimur minn farið úr því að hafa allt á hreinu með alla bolta á loft í að hugsa um þig og mig og ekkert annað. Starfsfólkið á deildinni er yndislegt og gerir allt sem það getur til að létta mér og fjölskyldunni lífið. Aðstaðan er til fyrirmyndar, ég er búin að vera ein á stofu allan tímann. Fyrst var ég sett í litla stofu við hliðina á vaktinni en þegar það stefndi í langa dvöl hér á spítalanum var ég færð á stærri stofu með flatskjá, Lazy- boy, Tempur dýnu, fékk sjúkranudd og pabbi mátti gista ef það hentaði. Einnig fékk ég frjálsan heimsóknartíma því ég var búin að vera svo lengi á deildinni og var eina ófríska konan.Við pabbi þinn ákváðum hins vegar að ég myndi einbeita mér að þér og hann myndi einbeita sér að systkynum þínum, heimilinu og vinnunni. Þetta er ekki búin að vera auðveldur tími en ég ákvað að vera jákvæð og ekki eyða orku í neikvæðni og svartsýni. Pabbi þinn kom til mín á hverjum degi og systkyni þín þegar vel stóð á. Þeim fannst reyndar ekkert sérstakt að koma til mín því þau söknuðu mín og vildu fá mig heim. Verst var samt að liggja á spítala þegar systir þín átti afmæli en þau komu til mín og sýndu mér nýja hjólið sem við gáfum henni í 7 ára afmælisgjöf. Þau lögðu bílnum beint fyrir neðan gluggann minn svo ég gæti séð það því ég mátti ekki labba neitt. Eftir gott kósíkvöld með heimatilbúna pizzu, fullt af nammi og knúsi frá stóru systkynum þínum missti ég vatnið gengin 26 vikur og 5daga. Næsta verkefni var að hefjast. Fæðingin gekk hratt fyrir sig og þú komst í heiminn, yndislegur og fullskapaður en pínulítill. Þú varst aðeins 1170 gr og 37 cm en það fallegasta sem við höfðum augum litið. Ég fékk að dvelja á spítalanum í 3 daga eftir fæðinguna og ljósmæðurnar hvöttu mig áfram til að koma brjóstagjöfinni í gang og ég hefði ekki getað hugsað mér yndislegri manneskjur til að hafa í kringum mig enda kvaddi ég þær með tárin í augunum. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég ætti að geta tekist á við lífið og allt sem því fylgir án þeirra. Á þeim 59 dögum sem við dvöldum á Vökudeildinni kíktu ljósurnar mínar á okkur og veittu mér stuðning á ótrúlegustu tímum. Þegar komið var að heimför í lok apríl gátum við ekki kvatt Landspítalann án þess að koma við á deild 22A og sýna þeim litla kraftaverkið okkar. Á heimleið eftir rúmlega 3 mánaða dvöl á spítalanum kvöddum við fólkið sem hélt okkur gangandi og það var ekki laust við að hjartað fylltist söknuði. Þarna kvöddum við fólkið sem gerði okkur kleift að takast á við aðstæður sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegar en með stuðningi og alúð kenndu okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kæri lesandi, vonandi hefur þessi lesning veitt þér örlitla innsýn í dvöl á meðgöngu og sængurkvennadeild. Því miður eru ekki allar konur eins „heppnar“ og ég með aðbúnað því enn er helmingur deildarinnar óbreyttur síðan 1975. Árið 2011 eru konur enn þrjár saman á stofu með nýfædd börn sín og geta ekki fengið stuðning frá mökum því ekki er gert ráð fyrir þeim á deildinni. Deild 22A er ekki einungis fyrir konur heldur fjölskyldurnar í landinu. Veittu stuðning, gefðu líf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hér ligg ég og velti síðustu 8 vikum fyrir mér. Fyrir rúmlega 8 vikum byrjaði að blæða hjá mér og ég var bara gengin 18 vikur. Þú skilur þetta kannski ekki en meðganga er u.þ.b. 40 vikur. Ég er búin að liggja í rúminu allan janúar og nú er lok febrúar og þú fæddur eftir aðeins 26 vikur og 6 daga. Ástæða blæðingarinnar var fylgjulos en við vorum heppin því við hefðum bæði getað verið í mikilli lífshættu og þú e.t.v. ekki lifað. Ég var lögð inn á Meðgöngu og sængurkvennadeild gengin 24 vikur og 2 daga til að halda þér inni í bumbunni eins lengi og hægt var. Á þessum 18 dögum hefur heimur minn farið úr því að hafa allt á hreinu með alla bolta á loft í að hugsa um þig og mig og ekkert annað. Starfsfólkið á deildinni er yndislegt og gerir allt sem það getur til að létta mér og fjölskyldunni lífið. Aðstaðan er til fyrirmyndar, ég er búin að vera ein á stofu allan tímann. Fyrst var ég sett í litla stofu við hliðina á vaktinni en þegar það stefndi í langa dvöl hér á spítalanum var ég færð á stærri stofu með flatskjá, Lazy- boy, Tempur dýnu, fékk sjúkranudd og pabbi mátti gista ef það hentaði. Einnig fékk ég frjálsan heimsóknartíma því ég var búin að vera svo lengi á deildinni og var eina ófríska konan.Við pabbi þinn ákváðum hins vegar að ég myndi einbeita mér að þér og hann myndi einbeita sér að systkynum þínum, heimilinu og vinnunni. Þetta er ekki búin að vera auðveldur tími en ég ákvað að vera jákvæð og ekki eyða orku í neikvæðni og svartsýni. Pabbi þinn kom til mín á hverjum degi og systkyni þín þegar vel stóð á. Þeim fannst reyndar ekkert sérstakt að koma til mín því þau söknuðu mín og vildu fá mig heim. Verst var samt að liggja á spítala þegar systir þín átti afmæli en þau komu til mín og sýndu mér nýja hjólið sem við gáfum henni í 7 ára afmælisgjöf. Þau lögðu bílnum beint fyrir neðan gluggann minn svo ég gæti séð það því ég mátti ekki labba neitt. Eftir gott kósíkvöld með heimatilbúna pizzu, fullt af nammi og knúsi frá stóru systkynum þínum missti ég vatnið gengin 26 vikur og 5daga. Næsta verkefni var að hefjast. Fæðingin gekk hratt fyrir sig og þú komst í heiminn, yndislegur og fullskapaður en pínulítill. Þú varst aðeins 1170 gr og 37 cm en það fallegasta sem við höfðum augum litið. Ég fékk að dvelja á spítalanum í 3 daga eftir fæðinguna og ljósmæðurnar hvöttu mig áfram til að koma brjóstagjöfinni í gang og ég hefði ekki getað hugsað mér yndislegri manneskjur til að hafa í kringum mig enda kvaddi ég þær með tárin í augunum. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég ætti að geta tekist á við lífið og allt sem því fylgir án þeirra. Á þeim 59 dögum sem við dvöldum á Vökudeildinni kíktu ljósurnar mínar á okkur og veittu mér stuðning á ótrúlegustu tímum. Þegar komið var að heimför í lok apríl gátum við ekki kvatt Landspítalann án þess að koma við á deild 22A og sýna þeim litla kraftaverkið okkar. Á heimleið eftir rúmlega 3 mánaða dvöl á spítalanum kvöddum við fólkið sem hélt okkur gangandi og það var ekki laust við að hjartað fylltist söknuði. Þarna kvöddum við fólkið sem gerði okkur kleift að takast á við aðstæður sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegar en með stuðningi og alúð kenndu okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kæri lesandi, vonandi hefur þessi lesning veitt þér örlitla innsýn í dvöl á meðgöngu og sængurkvennadeild. Því miður eru ekki allar konur eins „heppnar“ og ég með aðbúnað því enn er helmingur deildarinnar óbreyttur síðan 1975. Árið 2011 eru konur enn þrjár saman á stofu með nýfædd börn sín og geta ekki fengið stuðning frá mökum því ekki er gert ráð fyrir þeim á deildinni. Deild 22A er ekki einungis fyrir konur heldur fjölskyldurnar í landinu. Veittu stuðning, gefðu líf!
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar