Aukakostnaður við fangelsi 584 milljónir 5. apríl 2011 06:00 Um 35 þúsund fermetrar eru áætlaðir undir fangelsið á Hólmsheiði, sem liggur 55 kílómetra utan Reykjavíkur.Fréttablaðið/gva Áætlaður aukakostnaður við staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði er 26,2 milljónir króna á ári. Sú fjárhæð samsvarar 584 milljónum króna yfir nýtingartíma fangelsisins, fjörutíu ár, núvirt. Sú fjárhæð hækkar eftir því sem staðsetning fangelsisins fjarlægist höfuðborgarsvæðinu. Deloitte FAS reiknaði út kostnaðarauka tengdan staðsetningu hins nýja fangelsis sem áætlað hefur verið að reisa á Hólmsheiði fyrir innanríkisráðuneytið í október á síðasta ári. Í skýrslu Deloitte kemur fram að áhersla hafi verið lögð á að greina hvaða liðir hefðu kostnaðartengd áhrif í för með sér. Ákveðið var að reikna með kostnaði vegna yfirheyrslna, túlkaþjónustu, flutnings fanga í dómsal og ferðakostnaðar lögfræðinga. Kostnaðaraukinn er metinn miðað við að fangelsið verði byggt í 55 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og er þar miðað við Hólmsheiði. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fjarlægðin verður meiri frá Reykjavík. Því er talið ólíklegt að nýtt fangelsi muni rísa annars staðar á landinu en á Hólmsheiði, en ekki verður gert ráð fyrir þeirri staðsetningu í útboðsgögnunum. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ástæða þess að útboðsgögnin liggja ekki fyrir sú að Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við Mosfellsbæ og eigendur Vilborgarkots á Hólmsheiði varðandi lóðamál. Ágúst Jónsson, hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, segir að nú hafi komið fram frá Mosfellsbæ að lóðin sé á svæði Reykjavíkur, en jörðin Vilborgarkot liggur að hluta inni á svæði áætlaðs fangelsis. „Við erum í viðræðum við eigendur lóðarinnar og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þetta fari mjög vel,“ segir Ágúst. „Þetta er smá skiki sem við erum að tala um, einungis lítil prósenta af jörðinni, sem Reykjavíkurborg mun líklega kaupa af eigendum.“ Jón G. Briem er einn af tíu skráðum lóðareigendum Vilborgarkots og segir hann að viðræður við Reykjavíkurborg gangi vel. Ekki hefur þó verið gengið frá samningum að fullu. Stefnt er að því að bjóða verkið út síðar í mánuðinum. Um 35.000 fermetrar fara undir lóðina.sunna@frettabladid.is Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Áætlaður aukakostnaður við staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði er 26,2 milljónir króna á ári. Sú fjárhæð samsvarar 584 milljónum króna yfir nýtingartíma fangelsisins, fjörutíu ár, núvirt. Sú fjárhæð hækkar eftir því sem staðsetning fangelsisins fjarlægist höfuðborgarsvæðinu. Deloitte FAS reiknaði út kostnaðarauka tengdan staðsetningu hins nýja fangelsis sem áætlað hefur verið að reisa á Hólmsheiði fyrir innanríkisráðuneytið í október á síðasta ári. Í skýrslu Deloitte kemur fram að áhersla hafi verið lögð á að greina hvaða liðir hefðu kostnaðartengd áhrif í för með sér. Ákveðið var að reikna með kostnaði vegna yfirheyrslna, túlkaþjónustu, flutnings fanga í dómsal og ferðakostnaðar lögfræðinga. Kostnaðaraukinn er metinn miðað við að fangelsið verði byggt í 55 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og er þar miðað við Hólmsheiði. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fjarlægðin verður meiri frá Reykjavík. Því er talið ólíklegt að nýtt fangelsi muni rísa annars staðar á landinu en á Hólmsheiði, en ekki verður gert ráð fyrir þeirri staðsetningu í útboðsgögnunum. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er ástæða þess að útboðsgögnin liggja ekki fyrir sú að Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við Mosfellsbæ og eigendur Vilborgarkots á Hólmsheiði varðandi lóðamál. Ágúst Jónsson, hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, segir að nú hafi komið fram frá Mosfellsbæ að lóðin sé á svæði Reykjavíkur, en jörðin Vilborgarkot liggur að hluta inni á svæði áætlaðs fangelsis. „Við erum í viðræðum við eigendur lóðarinnar og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þetta fari mjög vel,“ segir Ágúst. „Þetta er smá skiki sem við erum að tala um, einungis lítil prósenta af jörðinni, sem Reykjavíkurborg mun líklega kaupa af eigendum.“ Jón G. Briem er einn af tíu skráðum lóðareigendum Vilborgarkots og segir hann að viðræður við Reykjavíkurborg gangi vel. Ekki hefur þó verið gengið frá samningum að fullu. Stefnt er að því að bjóða verkið út síðar í mánuðinum. Um 35.000 fermetrar fara undir lóðina.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira