Skortir mansalsáætlun fyrir börn: Of lítið fé í forvarnir Erla Hlynsdóttir skrifar 5. apríl 2011 10:46 Mynd úr safni Stjórnvöld þurfa að tryggja fjármagn til þeirra úrræða sem ætluð eru til aðstoðar eða verndar börnum. Vinnuálag starfsmanna í þessum geira er oft og tíðum óviðunandi. Þá er ástæða til að hafa áhyggjur af börnum sem hvergi eru til í kerfinu og fá þar af leiðandi ekki þá grunnþjónustu sem Barnasáttmálinn tryggir þeim. Þá verður að vinna sérstaka mansalsáætlun fyrir börn eða endurvinna núgildandi mansalsáætlun með börn í huga. Ekki getur talist eðlilegt að þær litlu forvarnir sem boðið er upp á gegn kynferðislegri misnotkun barna séu einkum í höndum frjálsra félagasamtaka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skuggaskýrslu um stöðu barna á Íslandi með tilliti til ákvæða Barnasáttmálans. Þeir sem unnu skýrsluna eru Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Skýrslan hefur verið send til Sameinuðu þjóðanna. Meðal helstu niðurstaða í skuggaskýrslu samtakanna þriggja er að þó gerðar hafi verið tvær aðgerðaráætlanir, annars vegar um barnavernd og hins vegar um aðgerðir til að bæta stöðu barna og ungmenna, hefur aðeins lítill hluti þessara áætlana komist til framkvæmdar.Frá fundinum í dag. Mynd/ Sigurjón.Ástæða er til að hvetja stjórnvöld eindregið til að bæta úr því um leið og unnið er áfram að endurskoðun og uppfærslu þessara aðgerðaáætlana. Einnig má nefna að þrátt fyrir að til sé heildarstefna í málefnum innflytjenda, þar sem nokkrir liðir fjalla sérstaklega um börn innflytjenda, hefur fátt eitt komið til framkvæmda. Úr því verður að bæta og sérstaklega ber stjórnvöldum að gera öllum sveitarfélögum skylt að móta sér stefnu í þjónustu við innflytjendur. Það er mat samtakanna að sárlega skorti heildarstefnu í málefnum barna og barnafjölskyldna af hálfu stjórnvalda. Í skuggaskýrslunni segir að ástæða sé til að óttast að hagsmunir barna í forsjárdeilum séu fyrir borð bornir. Svo virðist sem réttur barnsins til umgengni við foreldra sé á stundum færður frá barninu yfir til foreldris en það fer gegn hagsmunum barnsins, gegn barnalögum og gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan í heild sinni var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að tryggja fjármagn til þeirra úrræða sem ætluð eru til aðstoðar eða verndar börnum. Vinnuálag starfsmanna í þessum geira er oft og tíðum óviðunandi. Þá er ástæða til að hafa áhyggjur af börnum sem hvergi eru til í kerfinu og fá þar af leiðandi ekki þá grunnþjónustu sem Barnasáttmálinn tryggir þeim. Þá verður að vinna sérstaka mansalsáætlun fyrir börn eða endurvinna núgildandi mansalsáætlun með börn í huga. Ekki getur talist eðlilegt að þær litlu forvarnir sem boðið er upp á gegn kynferðislegri misnotkun barna séu einkum í höndum frjálsra félagasamtaka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skuggaskýrslu um stöðu barna á Íslandi með tilliti til ákvæða Barnasáttmálans. Þeir sem unnu skýrsluna eru Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Skýrslan hefur verið send til Sameinuðu þjóðanna. Meðal helstu niðurstaða í skuggaskýrslu samtakanna þriggja er að þó gerðar hafi verið tvær aðgerðaráætlanir, annars vegar um barnavernd og hins vegar um aðgerðir til að bæta stöðu barna og ungmenna, hefur aðeins lítill hluti þessara áætlana komist til framkvæmdar.Frá fundinum í dag. Mynd/ Sigurjón.Ástæða er til að hvetja stjórnvöld eindregið til að bæta úr því um leið og unnið er áfram að endurskoðun og uppfærslu þessara aðgerðaáætlana. Einnig má nefna að þrátt fyrir að til sé heildarstefna í málefnum innflytjenda, þar sem nokkrir liðir fjalla sérstaklega um börn innflytjenda, hefur fátt eitt komið til framkvæmda. Úr því verður að bæta og sérstaklega ber stjórnvöldum að gera öllum sveitarfélögum skylt að móta sér stefnu í þjónustu við innflytjendur. Það er mat samtakanna að sárlega skorti heildarstefnu í málefnum barna og barnafjölskyldna af hálfu stjórnvalda. Í skuggaskýrslunni segir að ástæða sé til að óttast að hagsmunir barna í forsjárdeilum séu fyrir borð bornir. Svo virðist sem réttur barnsins til umgengni við foreldra sé á stundum færður frá barninu yfir til foreldris en það fer gegn hagsmunum barnsins, gegn barnalögum og gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan í heild sinni var kynnt á blaðamannafundi í morgun.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira