Skólamálin rædd í borgarstjórn - 90 prósent umsagna neikvæðar 5. apríl 2011 14:14 Jón Gnarr borgarstjóri tekur við undirskriftum þar sem tillögunum er mótmælt. Á borgarstjórnarfundi sem hófst klukkan tvö í dag eru tillögur meirihlutans um sameiningar í skólum borgarinnar til umræðu. Fjölmargar umsagnir hafa borist um málið og í tilkynningu frá sjálfstæðismönnum segir að um 90 prósent þeirra séu neikvæðar. „Meirihlutinn hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir skort á samráði, ófagleg vinnubrögð og lítinn fjárhagslegan ávinning af þessum tillögum og má með sanni segja að umsagnirnar styðji það,“ segir í tilkynningunni. „Það er sláandi að lesa umsagnir foreldrafélaga leikskólanna og skólaráða grunnskólanna sem flestar hefjast á því að tillögunum er hafnað eða þeim er mótmælt. 90% skólaráða grunnskóla (16 af 18) skila inn mjög neikvæðum umsögnum og 94% foreldrafélaga í leikskólunum (30 af 32).“ Sjálfstæðismenn benda á að í umsögn Kennarasambands Íslands sé beinlínis hvatt til þess að tillögurnar verði dregnar til baka og er það einnig algengt sjónarmið í umsögnum sem bárust frá foreldrafélögum og skólaráðum. „Þá má ekki gleyma því að um 12.000 borgarbúar hafa mótmælt tillögunum á vefsíðunni www.born.is sem sett var upp af áhyggjufullum foreldrum í borginni,“ segir ennfremur. Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir þessa afdráttarlausu niðurstöðu úr umsagnarferlinu ekki koma á óvart og segir hún vinnubrögðin í málinu hafa verið ólýðræðisleg og óviðunandi. „Sú staðreynd endurspeglast í þeim fjölmörgu umsögnum sem nú liggja fyrir. Þar kemur fram mjög afdráttarlaus andstaða foreldra og starfsfólks við þeim hugmyndum sem meirihlutinn hefur kynnt, en þar kemur líka fram mjög afdráttarlaus vilji til að vinna með borgaryfirvöldum að lausn málsins. Nú á borgarstjórn að nýta sér þennan sameiginlega vilja, hefja allt þetta ferli uppá nýtt, vinna verkið vel og fá fólkið í borginni í lið með sér til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu án þess að hún bitni á skólunum eða börnunum okkar." Þá segja sjálfstæðismenn að varðandi sameiningar frístundaheimila og grunnskóla séu allir fagaðilar á einu máli um það að sameiningin muni hafa neikvæð áhrif á faglegt starf í frístundaheimilunum. „Hverfaráð og skólaráð eru ekki eins afgerandi en setja þó flest fyrirvara við sameininguna. Mjög óljóst er í hvaða ferli tillögurnar um samrekstur og sameiningar er og hefur verið erfitt að fá skýr svör frá meirihlutanum hvað það varðar. Þó virðist það alls ekki á döfinni að falla frá þessum áformum þrátt fyrir mikla andstöðu við tillögurnar frá foreldrum og fagaðilum. Það virðist vera svo að meirihlutinn í Reykjavík telji sig vita betur en borgarbúar og ætli að keyra í gegn breytingar sem geta haft varanleg áhrif á menntamál í Reykjavík án framtíðarsýnar, samráðs og sáttar.“Allar umsagnirnar má sjá á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi sem hófst klukkan tvö í dag eru tillögur meirihlutans um sameiningar í skólum borgarinnar til umræðu. Fjölmargar umsagnir hafa borist um málið og í tilkynningu frá sjálfstæðismönnum segir að um 90 prósent þeirra séu neikvæðar. „Meirihlutinn hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir skort á samráði, ófagleg vinnubrögð og lítinn fjárhagslegan ávinning af þessum tillögum og má með sanni segja að umsagnirnar styðji það,“ segir í tilkynningunni. „Það er sláandi að lesa umsagnir foreldrafélaga leikskólanna og skólaráða grunnskólanna sem flestar hefjast á því að tillögunum er hafnað eða þeim er mótmælt. 90% skólaráða grunnskóla (16 af 18) skila inn mjög neikvæðum umsögnum og 94% foreldrafélaga í leikskólunum (30 af 32).“ Sjálfstæðismenn benda á að í umsögn Kennarasambands Íslands sé beinlínis hvatt til þess að tillögurnar verði dregnar til baka og er það einnig algengt sjónarmið í umsögnum sem bárust frá foreldrafélögum og skólaráðum. „Þá má ekki gleyma því að um 12.000 borgarbúar hafa mótmælt tillögunum á vefsíðunni www.born.is sem sett var upp af áhyggjufullum foreldrum í borginni,“ segir ennfremur. Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir þessa afdráttarlausu niðurstöðu úr umsagnarferlinu ekki koma á óvart og segir hún vinnubrögðin í málinu hafa verið ólýðræðisleg og óviðunandi. „Sú staðreynd endurspeglast í þeim fjölmörgu umsögnum sem nú liggja fyrir. Þar kemur fram mjög afdráttarlaus andstaða foreldra og starfsfólks við þeim hugmyndum sem meirihlutinn hefur kynnt, en þar kemur líka fram mjög afdráttarlaus vilji til að vinna með borgaryfirvöldum að lausn málsins. Nú á borgarstjórn að nýta sér þennan sameiginlega vilja, hefja allt þetta ferli uppá nýtt, vinna verkið vel og fá fólkið í borginni í lið með sér til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu án þess að hún bitni á skólunum eða börnunum okkar." Þá segja sjálfstæðismenn að varðandi sameiningar frístundaheimila og grunnskóla séu allir fagaðilar á einu máli um það að sameiningin muni hafa neikvæð áhrif á faglegt starf í frístundaheimilunum. „Hverfaráð og skólaráð eru ekki eins afgerandi en setja þó flest fyrirvara við sameininguna. Mjög óljóst er í hvaða ferli tillögurnar um samrekstur og sameiningar er og hefur verið erfitt að fá skýr svör frá meirihlutanum hvað það varðar. Þó virðist það alls ekki á döfinni að falla frá þessum áformum þrátt fyrir mikla andstöðu við tillögurnar frá foreldrum og fagaðilum. Það virðist vera svo að meirihlutinn í Reykjavík telji sig vita betur en borgarbúar og ætli að keyra í gegn breytingar sem geta haft varanleg áhrif á menntamál í Reykjavík án framtíðarsýnar, samráðs og sáttar.“Allar umsagnirnar má sjá á vefsíðu Reykjavíkurborgar.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira